Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Side 21

Frjáls verslun - 01.09.1974, Side 21
að til að skoða þessar sýning- ar. RÁÐSTEFNUR OG VÖRU- SÝNINGAR. Árlega koma nú um 8 millj. ferðamanna til Chicago. Borg- in hefur í síauknum mæli orð- ið samkomustaður fyrir ráð- stefnur af ýmsu tagi og kaup- stefnur og vörusýningar. Um 1000 ráðstefnur eru haldnar þar árlega með þátt- töku 2,5 milljón gesta. Þannig eru það um 10 milljónir manna, sem heimsækja Chi- Trjálundir í gamalli verzl- unargötu í elzta hluta Chicago- borgar. Hvarvetna má sjá græn svæði, sem ræktuð hafa verið um leið og borgin teygði úr sér. FJÖLBREYTT DÆGRASTYTTING. Fyrir þá, sem hafa viðkomu í Chicago, vegna framhalds- ferða sinna til annarra staða í Bandaríkjunum, er full ástæða til að verja tveimur þremur dögum til að skoða sig um þar. Það er sagt, að Chicago- búar kunni að lyfta sér upp og vilji gjarnan að gestir í borginni taki þátt í fagnaði með sér. Og allir finna eitt- hvað við sitt hæfi í Ohicago. Tónlistarunnendur munu njóta sín vel í Lyric Opera of Chicago eða á hljómleikum sinfóníuhljómsveitar Chicago. í Civic Opera House, Orc- hestra Hall og í Auditorium Theatre koma einleikarar og einsöngvarar fram auk hljóm- sveita, þjóðlagasöngvara, pop- hljómsveita og þjóðdansa- flokka. Á sumrin eru úti- hljómleikar í Grant Park við Michigan-vatnið og þá flytur sinfóníuhljómsveitin líka í sumarbúðir sínar í Ravina Park, norðan við borgina. Á bökkum Michigan- vatns. Mc Cormick Place, sýning- arhöllin er fremst á myndinni. Þar fara fram kaupstefnur og vörusýn- ingar. hita á sumrin en svo 30 stiga frosti á veturna. DALEY, BORGARSTJÓRI. Ekki er með réttu hægt að þakka þessar breyttu aðstæður í Chicago neinum einum, held- ur hefur borgarsamfélagið í heild tekið höndum saman um að skapa sér betra umhverfi og uppræta ýmsan ósóma, sem hafði gert borgina með end- emum fræga. Mönnum ber þó saman um að Richard Daley, borgar- stjóri, hafi á löngum embætt- isferli sínum átt ríkan þátt í þessari umsköpun borgarinnar og eitt er víst, að hann hefur þekkt sína heimamenn, talað sama mál og þeir og kunnað á þeim tökin væri því að skipta. í Chicago leggja menn það ekki í vana sinn að brúka munn við lögregluna heldur umgangast hana með óttablandinni virðingu, hversu geðfellt sem það kann annars að virðast. Þannig hefur Daley stjórnað og það óneitanlega með þeim árangri, að Chicago er ekki lengur sú Sódóma eða Gómorra, sem hún haíði orð fyrir að vera á fyrri áratugum aldarinnar. cago árlega og dveljast þar um hríð, en af þessum fjölda eru um 300 þús. útlendingar. Upp- lýsingar um vörusýningar og kaupstefnur í Chicago er hægt að fá í bandaríska sendiráðinu, en dagana, sem greinarhöfund- ur dvaldist í borginni stóð þar yfir mikil sýning á hús- gögnum og húsbúnaði. Sjá mátti í upplýsingaskrifstofum hótelanna að mikill fjöldi manna var kominn alls staðar FV 9 1974 21

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.