Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Síða 23

Frjáls verslun - 01.09.1974, Síða 23
Beinagrind 75 milljón ára risaeðlu í Náttúrugripasafni í Chicago. Hafi ferðamaðurinn meiri á- huga á skoðunarferðum um borgina er af mörgu að taka. Kynnisferðir eru farnar með bifreiðum um alla borg og ná- gre-nni hennar. Bátar sigla með ferðafólk á ánni inni í borginni og út á Michigan- vatn, þaðan sem útsýni til skýjakljúfanna í miðborginni er prýðileg. Útsýnisturnar eru á skýjakljúfum eins og John Hancock-byggingunni, sem er 100 hæðir og eins á Prudent- ial-byggingunni. í Chicago eru þrjár af fimm hæstu bygging- um heims, þ. e. a. s. Sears, 110 hæðir, Hancock, 100 hæð- ir, og Standard Oil-byggingin, 80 hæðir. Þetta eru stórkost- lega tignarleg mannvirki. LITIÐ Á SÖFNIN. í Chicago er fjöldi ágætra safnhúsa og má fullyrða að Museum of Science and Ind- ustrial Arts veki einna mest athygli ferðamannsins. Þangað koma meir en þrjár milljónir gesta á ári hverju og geta þrýst á hnappa, snúið hjólum og tekið í handföng, — sett af stað alls kyns hreyfanlegan tækniútbúnað, sem skýrir ljós- lega ýmis undirstöðuatriði vís- indanna og hvernig á þeim er byggt í nútíma tækniþjóðfé- lagi. Vinsældir sínar hefur safnið eflaust hlotið fyrst og fremst fyrir það, að safngest- irnir eru beinir þátttakendur. Það eru meira en 3000 takkar til að ýta á og hvergi eru að- varanir um að ekki megi snerta hlutina. MATSEÐILL FRÁ BORGINNI. Þarna er hægt að fara í skoðunarferð niður í kola- námu í eðlilegri stærð, við sjá- um hænunga skríða út úr eggi, skrautleg eftirlíking af sirkusfólki og dýrum á inn- reið í 18. aldar borgarhverfi vekur sérstaka athygli barn- anna, þýzkur kafbátur úr seinni heimsstyrjöldinni, sem safniði komst yfir, vekur ó- skipta athygli og svo göngum við í gegnum geysistóra eftir- likingu af mannshjarta. Gest- irnir geta mælt heyrn sína, gengið um eftirlíkingu af borg- arstræti frá 1890 og virt fyrir sér allan ^ búnað á nútíma sveitabæ. í geimferðadeildinni er ósvikið geimfar, sem banda- rískir geimfarar hafa hafzt við í á ferðum sínum og í safni matvæladeildarinnar eru mat- seðlar frá veitingastöðum um heim allan, m. a. áratugagam- all matseðill frá Hótel Borg, sem sögð var vera í Portúgal en leiðréttingu var komið á framfæri við umsjónarmann og vonum við að missagnar gæti ekki lengur um ríkis- fang Borgarinnar. Hyggilegt er, að ætla sér góðan tíma til að skoða þetta mikla safn enda er það í 75 deildum. Það er í stöðugri endurnýjun og mun jafnaðar- lega vera skipt um 10% af helztu sýningarþáttum á hverju ári. FRUMSKÓGAR OG SJÁVARDÝR. Field Museum of Natural History er safn afar merki- legra sýningarmuna og' gefur gestinum tækifæri til að skyggnast aftur til mörg þúsund ára gamallar menn- ingar hellabúanna. Þá er ekki síður áhugavert að skoða frumskógaumhverfi Afríku með villidýrum og hvaðeina. Þá ber og að nefna Chicag- os Shedd Aqarium, stærsta sæ- dýrasafn í heimi með þúsundir sérkennilegra fiska. Helzta ný- ungin í safninu er kóralrif, sem froskmenn stinga sér nið- ur á nokkrum sinnum á dag til að gefa fiskunum en um leið segja þeir sögu þeirra um fjarskiptakerfi safnsins. GLÆSILEGT LISTASAFN. Það, sem kom greinarhöf- undi einna mest á óvart, var að fyrirfinna stórglæsilegt listasafn við suðurhluta Michi- gan Avenue, í miðri borginni, Chicagos Art Institute. Sagt er, að safnið sé eitt hið stærsta sinnar tegundar með fjölda Museum of Science and Ind- ustry skýrir undirstöðuatriði líffræðinnar... ... og viðleitni mannsins til að kanna himingeiminn. FV 9 1974 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.