Frjáls verslun - 01.09.1974, Page 34
Unlimited travel on Greyhound’s U.S. and Canadian routes:
plus great discounts. only $165 for 1 month,
$220 for 2 monthá!
may just be
the Américan dream!
Greyhound-fyrirtækið veitir tækifæri til ódýrra ferðalaga með
„Ameripass“ tilboði sínu.
Skoðunarferðir
Greyhound
Með Greyhound-vögnunum
má fara í skipulagðar skoðun-
arferðir frá Chicago og taka
þær misjafnlega langan tíma,
allt frá þremur dögum til 20
daga. Þriggja daga ferð til
Wisconsin kostar $98.00 á
mann sé gist í tveggja manna
herbergi. Fjögurra daga ferð
til Niagarafossanna kostar
$169.50 fyrir manninn með
gistingu í tveggja manna her-
bergi.
Tuttugu daga ferð til Kali-
forníu er á ferðaáætlun Grey-
'hound. Hún er alldýr, kostar
$740.00 fyrir manninn meði
gistingu í tveggja manna her-
bergi, en farið er um marga
þá staði í Bandaríkjunum, sem
mest aðdráttarafl hafa sakir
náttúrufegurðar, sögulegs
gildis eða dægrastyttingar og
skemmtana. Salt Lake City,
Reno, San Francisco. Los Ang-
eles, Disneyland, Las Vegas,
Grand Canyon og Kansas
City. Allt eru þetta viðkomu-
staðir í 20-daga ferðinni til
Kaliforníu.
Kostakjör
„Ameripass"
Greyhound-fyrirtækið hefur
um árabil boðið erlendum
ferðamönnum sérstaka afslátt-
arfarmiða, sem gilda á öllum
leiðum félagsins í Bandaríkj-
unum og Kanada. Nú kostar
slíkur miði, sem nefndur er
„Ameripass" $165.00 með
gildistíma í einn mánuð en
tveggja mánaða miða er hægt
að fá fyrir $220.00. Handhafar
þessara miða geta líka fengið
margs konar annan afslátt á
ferðalögum, eins og t. d. á
hótelum, veitingastöðum, bíla-
leigu, í skipulögðum skoðun-
arferðum o. fl. Sérstakt upp-
lýsingarit um alla þá, er veita
afslátt samkvæmt „Ameri-
pass“, er hægt að fá sé þess
óskað.
„Amerinass“-farmiðar Grey-
hound gilda á öllum leiðum og
á öllum tímum. Með þessu
móti geta ferðamenn komizt
hvert sem þeir vilja sam-
kvæmt áætlun, sem þeir á-
kveða sjálfir.
Til að gefa nokkra vísbend-
ingu um ferðatíma með Grey-
hound-vögnunum má nefna,
að ferð frá Chicago til Miami
tekur um 32 tíma, til San
Francisco um 50 tíma og til
Winnipeg í Kanada rétt um
sólarhring.
„Ameripass“ býður erlend-
um ferðamönnum í Bandaríkj-
unum sem hafa nægan tíma til
að skoða sig um, upp á mjög
hagstæð tækifæri til að kom-
ast leiðar sinnar og til að
njóta hvíldar og hressingar
milli ferða.
Frímann Gunn-
laugsson
UMBOÐS- OG
HEILDVERZLUN
Ávallt
fyrirliggjandi
BRÍDGESTONE
hjólbarðar
r
I
flestum
stærðum.
Tryggvabraut 14,
Akureyri
34
FV 9 1974