Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Side 57

Frjáls verslun - 01.09.1974, Side 57
anna má nefna það, að ein- angrun þeirra er helmingi betri en gerðar eru kröfur til. Til gamans má svo nefna það, að minna timbur fer í hvert hús, heldur en fer í mótaupp- slátt húsa úr steinsteypu, en ekki er nauðsyn að hafa utan- hússklæðningu úr timbri, held- ur geta komið þar til önnur efni s. s. ál. F.V.: — Hafa menn sýnt þessum húsum áhuga og hvað er gert ráð fyrir að verð þeirra verði? — Við erum um þessar mundir að hefja markaðs- könnun og söluherferð, en nú þegar hafa um 50 aðilar sýnt húsunum áhuga og 10 hafa gengið frá samningum víðs vegar um landið. Ég tel að markaður sé nægur fyrir þessa framleiðslu, einkum í strjál- býlinu þar sem tilfinnanlega vantar byggingariðnaðarmenn. Uppsetning húsanna er svo einföld, að nægilegt er að menn hafi séð vinnubrögðin einu sinni til að geta sett þau upp. Það fer nokkuð eftir því, hve grunnur húsanna er mik- il framkvæmd, hvert verð þeirra verður. Ég vil meina að þau geti orðið V4-V3 ódýrari en venjuleg steinsteypt hús. Þess ber að geta, að húsin eru nánast tilbúin til að flytja í þau, en væntanlega þurfa lán Húsnæðismálastjórnar að koma fyrr og öruggar en verið hefur, þar sem byggingartími húsanna verður ekki nema 2-3 mánuðir, með grunni, raf- og hitalögnum og yfirleitt að öllu leyti frágengin. Gunnar Rafn, skólastjóri gagnfræðaskólans: INiauðsyn á fjölbreyttum menntunar- möguleikum Nú eru 7 fastráðnir kennar- ar við Gagnfræðaskólann á Siglufirði auk skólastjóra, sem er Gunnar Rafn Sigurbjörns- son. Hann tók við störfum skólastjóra s.I. haust, en hefur verið kennari við skólann frá árinu 1969. Auk þess eru 5 stundakennarar starfandi við skólann. F.V.: — Gunnar Rafn, hvað eru margir nemendur í gagn- fræðaskólanum að þessu sinni? — Nemendur eru nú 166 og þar af eru 16 i landsprófi. í húsnæði skólans fer ennfrem- ur fram bókleg kennsla fyrir Siglufjarðardeild Vélskóla ís- lands, sem sett var í fyrsta skipti í haust með 14 nem- endum, og ennfremur er Iðn- skólinn hér til húsa með 16 nemendui'. Þannig eru tæplega 200 nemendur í húsnæði skól- ans. Hér eru auk þess barna- skóli og tónlistarskóli, svo alls eru skólarnir á staðnum 5 tals- ins. Fyrirhugað er að setja hér á laggirnar fiskvinnsluskóla. Þess má geta, að gagnfræða- skólinn verður 40 ára á þessu hausti, en hann var stofnaður 13. október 1934 og voru fyrsta árið 40 nemendur í skólanum. F.V.: — Hvað finnst þér um skólakerfið í dag? — Væntanlegar eru á næstu árum verulegar breytingar á skólakerfinu, þ. e. þegar grunnskólafrumvarpið kemur smátt og smátt í framkvæmd. Grunnskólinn á að veita sam- eiginlega grunnmenntun, og ríður því á að uppbygging hans takist vel. Að honum slepptum tel ég að eigi að taka við sérgreinanám að verulegu marki, sem greinist síðan meir og meir með frek- ari framvindu námsins. Mesta bölið í skólakerfi okkar í dag tel ég vera aldurs- skiptinguna í bekki og í fram- haldi af því hefur nemendum víðast hvar verið skipt í bekkjardeildir eftir getu þeirra- og sú skipting jafnvel ekkert verið endurskoðuð frá því þeir komu fyrst inn í skólana. Við hér höfum nú farið að fordæmi nokkurra annarra skóla og hætt þessari skipt- ingu eftir getu. Þessir krakkar stefna öll að samskonar próf- um og eiga því að fá sömu menntun, en það hefur viljað brenna vií að kennarar legðu sig ekki eins fram við kennslu lélegri deildanna. Auk þess getur það haft viss sálræn á- hrif og valdið hömlum, að vera flokkaður sem annars flokks nemandi. Blandaðir bekkir gera að vísu meiri kröfur til kennaranna. F.V.: — Hvað með upp- Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, skólastjóri. byggingu skólakerfisins og byggðajafnvægið? —• Það er mjög mikilvægt að staðir sem Siglufjörður geti boðið upp á sem fjölbreytt- usta og víðtækasta menntun, því þá aukast möguleikarnir á að fólkið festist á stöðunum. Hin nýstofnaða vélskóladeild hér er ágætt dæmi um þetta, því hér er mikil þörf fyrir menn með þessa menntun og mun meiri líkur eru á að þeir starfi hér, heldur en ef þeir hefðu þurft að sækja mennt- unina til annarra staða, eða jafnvel ekki menntað sig meira. FV 9 1974 57

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.