Frjáls verslun - 01.09.1974, Síða 61
Jóhann III. Gunnarsson, héraðslæknir:
Heilbrigðisþjónustan er
Núverandi héraðslæknir á
Siglufirði kom til bæjarins
um mánaðamótin maí-júní s.I.
Hann heitir Jóhannes M.
Gunnarsson og F.V. tók hann
tali og spurði fyrst hvernig
hann kynni við sig.
— Ég kann heldur vel við,
mig hérna nú orðið. Ég var
ráðinn til starfans til eins árs,
en verð að líkindum eitthvað
lengur.
F.V.: — Hvernig standa
heilbrigðismáíin á Siglufirði?
—■ Ég held að þau hafi alla
tíð verið góð hérna og eru
enn. Hér er stórt og nýlegt
sjúkrahús með 44 rúmum, en
þar skortir helst á betri starfs-
aðstöðu fyrir almenna mót-
töku, en hún er í sjúkrahús-
inu. Eftir er að byggja við
sjúkrahúsið og verður að telj-
ast eðlilegt, að sú bygging
verði ætluð fyrir starfsemi
heilsugæzlustöðvar.
Hér er tannlæknir, sem
Jóhann M. Gunnarsson,
héraðslæknir.
verður að teljast mjög viðun-
andi þjónusta og auk héraðs-
læknis er hér sjúkrahússlækn-
ir. Hér er tæplega grundvöllur
fyrir 3 starfandi lækna, að
*
Séra Birgir Asgeirsson, sóknarprestur
Enginn uppgjafartónn í
Þegar kirkjan á Siglufirði va.r vígð, árið 1932, hefur hún líklega
verið önnur stærsta kirkja á Iandinu. Hún var byggð á kreppu-
árunum, tekur 400 manns í sæti, og hefur gætt við byggingu
hennar mikillar bjartsýni og framsýni. F.V. tók sóknarprestinn
á Siglufirði tali, séra Birgi Ásgeirsson, en hann er jafnaldri
læknisins og skólabróðir ha.ns úr M. A.
— Verið er að taka kirkj-
una í gegn, sem ekki hefur
verið gert síðan hún var
byggð og er það sóknarnefndin
sem stendur fyrir endurbótun-
um og viðgerðum. Verið er að
setja steint gler í 10 stóra
glugga hússins, og kostaði það
1260 þúsund krónur, þrátt fyr-
ir niðurfellingu tolla og sölu-
skatts, og gera þarf við þak-
ið og ýmislegt annað, sem of
langt mál yrði upp að telja.
Framkvæmdirnar kosta líklega
ekki undir 4 milljónum króna.
F.V.: — Hvernig er þetta fjár-
magnað?
FV 9 1974
— Sóknargjöldin voru
hækkuð um helming um síð-
ustu áramót og verða þetta ár-
ið um 1 milijón eða 500 krón-
ur á mann. Það dugir nú
skammt, auk þess sem ýmis
önnur útgjöld þarf að greiða.
En þegar á reyndi kom í ljós,
að kirkjan er stolt bæjarbúa
og þeir eru ákveðnir í að
koma henni í viðunandi horf.
Einstaklingar, stofnanir og fé-
lagasamtök hafa lagt fram
mjög mikið fé eða um 1.5
millj. Eftir er að ná endum
saman, en viðgerð lýkur
væntanlega næsta sumar. Þess
góð
tannlækninum undanskildum,
og verður því ekki annað sagt,
en heilbrigðismálin séu í á-
gætu lagi.
Auk þess að annast íbúa
Siglufjarðar, sem eru 2075 að
tölu, annast héraðslæknirinn
einnig Fljótin, sem í búa á 4.
hundrað manns. Það eina sem
ég kvíði fyrir, eru snjóþyngsli
vetrarins, því tækjabúnaður
til sjúkraflutninga er ekki
nægjanlega góður. Flugvöllur-
inn veitir þó ákaflega mikið
öryggi.
Ég hefði líklega átt að taka
það fram, er þú spurðir mig
hvernig ég kynni við mig, að
hér er ákaflega gott fólk, vin-
samlegt og fljótt í kynningu.
Greinilegt er að bærinn er að
rísa úr láginni. Menn eru farn-
ir að mála híbýli sín og snyrta
á annan hátt, en mér skilst að
það hafi ekki verið gert í lang-
an tíma fyrr en s. 1. 2 sumur,
og var ekki vanþörf á.
fólkinu
Séra Birgir Ásgeirsson.
ber að geta, að hið opinbera
veitir ekki neina styrki til
slíkra viðgerða, eins og margir
álita.
61
L