Frjáls verslun - 01.09.1974, Síða 79
Ilm heima og geima
\yj
haldara og það voru margir,
sem sóttu um. Forstjórinn
hafði sínar sérstöku aðferðir
við að prófa umsækjendur og
spurði einfaldlega:
— Hvað eru tveir plús
tveir?
— Fjórir, svöruðu allir um-
sækjendur nokkuð undrandi
— og voru sendir heim um-
yrðalaust.
Þá kom Matti loks til sög-
unnar og sótti um starfið.
— Hvað eru tveir og
tveir? spurði forstjórinn.
Matti dró gardínurnar fyrir,
læsti dyrunum, hallaði sér yf-
ir borðið hjá forstjóranum og
hvíslaði mjög d'ularfullur í
bragði:
— Það fer eftir því hvað
forstjórinn vill að það sé mik-
ið, sagði Matti.
Hann var ráðinn.
Pétur var að koma úr flug-
vélinni frá Majorka, snaraði
ferðatöskunum upp á borðið
hjá tollurunum á Keflavíkur-
flugvelli, og brosti sínu breið-
asta.
— Tóbak eða áfengi? spurði
tollvörðurinn.
— Nei takk. Ég er búinn að
fá nóg af hvoru tveggja í bili,
svaraði Pétur um hæl.
— Það er mamma þín, sem er
í símanum.
— Heyrðu, kona góð. Þú
kallar þetta þó ekki hatt, sem
þú ert með á hausnum?
— Heyrðu karl. Kallarðu
þetta höfuð, sem þú ert með
undir hattinum?
Hansi, sem var 10 ára, hafði
eignazt litla systur. Hanri
hafði þó öllu meiri áhuga á
kassabílnum sínum en gaf sér
samt tóm til að líta á krógann.
— Hm, sagði hann og beindi
orðunum til móður sinnar. —
Ætlarðu að eignast fleiri
svona?
— Ég veit það ekki enn.
— Mér finnst nú, að þú ætt-
ir frekar að taka pilluna og
láta mig fá hjólin undan
barnavagninum.
Vægast sagt hafði fyrirtæk-
ið nokkuð misjafnt orð á sér.
Nú þurfti að ráða nýjan bók-
Heimiliskötturinn átti von á
kettlingum og fjölskyldufaðir-
inn ákvað að nota tækifærið
til að fræða dóttur sína svolít-
FV 9 1974
79