Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Page 11

Frjáls verslun - 01.03.1975, Page 11
Hús verzlunarinnar Framkvæmdir við 13 hæða byggingu hefjast i haust Rís í nýja miðbænum í Reykjavík Framkvæmdir við Hús verzlunarinnar í nýja miðbænum austan Kringlmnýrarbrautar í Reykjavík eiga að hefjast í september n.k. Verður hús þetta hið myndarlegasta, alls 13 hæðir, og íriiun þar verða aðsetur 7 félagssamtaka verzlunar í landinu. Áætlaður byggingarkostnaður er tæpar 600 mill- jónir en áætlað er, að 1. áfangi hússins verði fullgerður fyrir árslok 1977. Þannig mun Hús verzlunarinnar líta út í meginatriðum, þegar það rís af grunni í nýja miðbænum. Hinn 30. des. sl. var stofnað hlutafélag um Hús verzlunar- innar. Tilgangur félagsins er að byggja í nýja miðbænum í Reykjavík hús til afnota fyrir félagssamtök verzlunar í land- inu og starfsemi þeirra, að ann- ast rekstur á sameiginlegum hlutum hússins og allri aðstöðu þar, sem sameiginleg er talin. Þá kemur félagið fram fyrir hönd eignaraðila í öllum sam- eiginlegum málum varðandi húsið, byggingu þess, rekstur og eignarhald, eftir því sem nánar er ákveðið í samþykktum félagsins. Stofnfé er 30 milljón- ir króna. 7 AÐILAR BYGGJA SAMAN Aðilar að Húsi verzlunarinn- ar eru sjö talsins. Eignarhlutfall þeirra og kostnaðarskipting verður þessi miðað við verðlag í febrúar 1975, samkvæmt út- reikningum Hagverks s.f.: Bíl- greinasambandið 4,48% eignar- hluti og 20,3 millj. af byggingar- kostnaði rniðað við húsið full- gert, Fél. ísl. stórkaupmanna 8,97%, 40,6 millj. og hið sama gildir um Kaupmannasamtök íslands. Lífeyrissjóður verzlun- armanna mun eiga 22,59% og leggja 144,3 millj. til hússins en stærstan hlut á Verzlunar- banki íslands 34,17% og verður þátttaka hans í áætluðum bygg- ingarkostnaði 246,4 millj. Verzl- unarmannafélag Reykjavíkur á svo 11,85% og greiðir 53,8 millj. í byggingarkostnað en Verzlun- arráð Islands á sama hlut og Fél. ísl. stórkaupmanna og Kaupmannasamtökin og tekur jafnmikinn þátt í byggingar- kostnaði og þau. FV 3 1975 11

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.