Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Page 57

Frjáls verslun - 01.03.1975, Page 57
húsgagnaútflutningur Dana væri hættur að vaxa, og að út- flutningur Svía mundi að öll- um líkindum fara upp fyrir útflutning Dana á þessu ári, en Sviar eru með nýja hönn- un. Aðspurður um það hvort Asko sé stöðugt boðin ný hönnun sagði Karttunen, að þeir yrðu stöðugt aði leita að henni. Stundum yrðu þeir að sárbiðja arkitekta. „Ef maður gerir ekki eitthvað sjálfur í hönnuninni, nær maður ekki árangri“. Hjá Asko 'hafa iþeir núna vöruþróunarhóp, sem í eru verksmiðjustjórinn, tækni- stjórinn, sölustjórinn, markaðs- stjórinn og Asko Karttunen. Þessi hópur tekur loka ákvörð- un um hvað skuli tekið til framleiðslu. HÖNNUN HÉR Á LANDI. Útflutningssamtök hús- gagnaframleiðenda hér á landi hafa stofnað vinnuhóp fimm húsgagnaarkitekta, til að vinna að hönnun á húsgögnum til út- flutnings. Karttunen var spurð- ur hvernig ætti að velja hvað yrði framleitt og hver ætti að gera það. Hann sagði: „Þetta er mjög erfitt við- fangs, vegna þess að því meira sem fyrirtækin sjálf fást við hönnunarmálin, þeim mun betra. Það er alltaf erfitt fyrir samtök að fást við vöruþróun fyrir meðlimi sína. Samtökin geta fengist við almannatengsl (public relation), auglýsingar, sýningar o. s. frv. En þegar kemur að vöruþróun er svo mikil einstaklingshyggja, hugs- un einstaklings og sjónarmið eignarréttar, að því fyrr sem þið getið losað samtökin við þessi mál og fært þau til fram- leiðenda sjálfra, því betra“. Karttunen hélt því ennfremur fram að því meiri umræður sem fara fram, þeim mun veikari eru samtökin, og eftir því fleiri tækifæri sem eru gefin, fyrir innri átök í sam- tökunum, þeim mun verra að fást við þessi mál. Hjá Asko er farið með arki- tekta eins og viðskiptavinina, farið er með þá í sauna og þeim gefið að eta og drekka. Það verður að gefa sér tíma til þess að heimsækja arkitekt- ana og ræða málin.“ Karttunen lagði mikla á- herzlu á að allir meðlimir sam- takanna, sem hópur, kæmu til fundar við arkitekta, sem hóp, og fengju að sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða og reyndu að velja sér það, sem hverjum og einum bezt hentaði. Síðian myndi framhald samstarfsins verða það, að einn arkitekt vinnur fyrir og með nokkrum framleiðendum, en samtökin verða einungis samræmingar og tengslaaðili milli arkitekta og framleiðenda. MARKAÐSSETNING. Kaittunen sagði að það væri álit þeirra hjá Asko að taka þyrfti til endurskoðunar sölu- átaksmálin (sales promotion), og leggja ekki mikið fé í sýn- ingar, heldur nota það til þess að fá þá, sem virkilega eru mikilvægir, til Finnlands, a. m. k. einu sinni á ári í 2-3 daga í senn. Setja upp fyrir þá þannig prógram, að þeir séu hreinlega heilaþvegnir fyrir næsta árið. En þetta getur ein- ungis gilt um fyrirtæki, sem þegar er orðið þekkt. Um markaðssetningu hús- gagnanna sagði Karttunen, að þeir byrji með nýja vöru á sama tíma í Finnlandi, Sví- þjóð, Englandi og Þýzkalandi. 40 af verzlunum Asko eru í Finnlandi, 12 í Þýzkalandi, 3 í Svíþjóð og 2 í Bretlandi. Ef Asko framleiðir t. d. tvö sófa- sett fyrir þær allar, eru það um það bil hundrað sófasett. Þetta er í rauninni þeirra prufumarkaður. Þeir geta eig- inlega skyldað verzlanirnar til þess að taka þessi tvö sett, sem þeim voru ætluð. Auk verzlana sinna hefur Asko samvinnu við smásöluverzlan- ir í Þýzkalandi á þann veg, og þeir leigja þeirn nafn sitt, sem þegar er orðiði mjög þekkt og verzlanirnar eru látnar líta út eins og Asko-verzlanir. Asko vantar fjármagn, og telja því þetta mjög viturlega leið. HAGNAÐUR AF ÚTFLUTNINGI. Aðspurður um það hvort við gætum vænzt þess að hafa hagnað af útflutningi á fyrsta ári, sagði Sarttunen, að ef ekkert er fjárfest erlendis, ætti ekki að vera ástæða til annars en að hagnast, en í byrjun þarf að gera bæklinga, fara fleiri ferðir o. s. frv. heldur en á næstu árum. Hann sagði ennfremur: „Allt sem fæst út úr þessu skyldi lagt 1 það aftur, svo að í framtíð- inni sé hægt að búast við 'hagnaði. Ég tel það ekki mjög viturlegt að reyna að ná hverj- um eyri út úr viðskiptunum í byrjun, heldur skyldi endur- fjárfesta fyrstu ávextina og fá þannig stærri ávexti í fram- tíðinni“. Karttunen var bent á að það mundi e. t. v. reynast erf- iðleikum bundið að fá íslenzika húsgagnaframleiðendur til þess að flytja út, þar sem þeir hagnast á heimamarkaði og finnst e. t. v. ekkert vit í því að flytja út án hagnaðar. Um þetta sagði Karttunen: „Þá hljóta þeir að reikna með því að vaxa aldrei neitt, og það held ég að sé ekki mjög viturlegt. Ef maðui’ held- ur fyrirtæki sínu alltaf í sömu stærð, hlýtur það að þýða dauða, þegar fram í sækir. Þá lætur maður ekki hlutina þróast, en er ánægður með allt það gamla.“ ST^LINGAR. Um viðbrögð keppinauta við nýjum vörum frá Asko sagði Karttunen að mjög litið væri um það að aðrir tækju upp þeirra vöru. Um einkaleyfi sagði Karttunen að Asko sækti yfirleitt ekki um slíkt, því það tekur langan tíma, og verndar svo í rauninni ekki neitt. „Það, sem við gerum þegar við komum með eitthvað nýtt, er að koma því að í öllum mögulegum viðskiptatímaritum og blöðum og segjum: „Við, hjá Asko, höfum fundið upp á þessu“. Og þá mun enginn vel þekktur framleiðand.i reyna að taka upp eftir okk- ur". FV 3 197íi 57

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.