Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Page 82

Frjáls verslun - 01.03.1975, Page 82
HFrá ritstjóm Otímabærar yfirlýsingar Dagblaöiö' Tíminn geröi fyrir nokkru aö umtalsefni í ritstjórnargrein viss um- mæli um viðskiptaráöherra sem birtust á þessari síðu í síöasta hefli Frjálsrar verzl- unar. Þar var bent á, hversu óheppilegt það sé, aö helztu valdamenn þjóðarinnar tjái sig á opinberum fundum um þurr- ausna gjaldeyrissjóöi og þörf róttækra ráö- stafana án þess aö þeir fylgi ummælum sínum eftir þegar í stað og grípi til nauð- synlegra aögerða, miðaö við það ófremdar- ástand, sem þeir hafa lýst. í lok janúarmánaðar flutti viöskipta- ráöherra ræðu á fundi Framsóknarfélag- anna í Reykjavík og lýsti þar vandanum í efnahagsmálum eins og hann blasti við þá, og lél í ljós persónulegar skoðanir á því, hvernig við honum skyldi brugðizt. Ráöherrann fór ekki 1 launkofa með þá skoöun sína, aö alvarlegt hættuástand hefði skapazt í þjóðarbúskapnum og almenningur dró að sjálfsögöu af því sínar álvktanir. Ef ráðherra heföi getaö gripið í taumana strax og gert þá hluti, sem hann talaöi um á Framsóknarfundinum, hefði málið horft dálítið ööruvísi viö. Rík- isstjórnin hafði hins vegar ekki ákveðiö viöbrögö sín við beim alvarlegu tíöindum um gjaldeyrisstööuna í byrjun árs, sem viöskiptaráöherrann kynnti á umræddum fundi, og allöng bið varð á endanlegum niöurstööum í því efni. Þennan biðtíma notaði almenningur aö sjálfsögöu til aö ráöstafa peningunum sínum til ýmis kon- ar fjárfestingar og jók það enn á þensl- una í peningamálum. Þaö er vissulega alveg rétt, aö stjórn- málamönnum ber aö segja þjóöinni satt um stööu þjóðmálanna hverju sinni. Ekki skal efazt um, aö Ólafur Jóbiannesson hef- ur í heilt ár, verið aö segja fólki rétt til um óhugnanleg vandamál efnahagslífsins á íslandi. En veröur ekki aö ætlasl til þess, að ábyrgur ráðherra sé þess umkominn að ráöast þegar 1 staö til atlögu gegn böl- valdinum, þegar hann hefur opinbsrlega verið aö tíunda væntanleg úrræöi og ekki skortir á þingstyrk ríkisstjórnarinnar, sem hann á sæti í? Sjálfsögð fyrirgreiðsla Flugleiöir hf. hafa fariö fram á ríkis- ábyrgð á láni aö upphæð 13,5 millj. doll- ara vegna kaupn á tveim farþegaþotum, sem LoftleiÖir hafa haft til afnota sam- kvæmt leigu/kaupsamningi í nokkur ár. Samanlagt markaösverö þessara véla er nú um 22 millj. dollara en samkvæmt samningi hafa Flugleiðir greitt kaupverð- ið niður um 8,1 millj. dollara. Fyrir leigu á vélunum eru nú greiddir nærri 150 þús. dollarar á mánuði en vextir og afborgan- ir af lánum vegna kaupanna yrð'u félaginu léttbærari en leigugjöldin. Hér er um háar lölur að ræða. Til samanburöar má þó geta þess, aö upphæðin, sem ríkisábyrgð- ar er nú óskaö fyrir, nemur um 16% af veltu Flugleiða. AriÖ 1967 var veitt ríkisá- byrgð vegna þotukaupa Flugfélags Islands, aö upphæð 5,2 millj. dollara, og var þaö 71,3% af veltu félagsins þá. íslendingar geta þakkað frjálsu fram- taki tíðar og öruggar flugsamgöngur inn- anlands og milli landa. Á alþjóöavettvangi hefur íslenzkur flugrekstur vakiö athygli og notið verðskuldaðrar viröingar. Við stórfelldar fjárfestingar eins og nú eru fyrirhugaðar, þurfa Alþingi og ríkisvald að veita sjálfsagða fyrirgreiöslu til að af- koma þessa mikilvæga samgöngufyrirlæk- is verði eins góð og viö heima fyrir get- um mögulega haft hönd 1 bagga með. Þess er að vænta, að ekki líði langur tími áöur en fallizt veröur á umsókn Flugleiöa um ríkisábyrgöina. 82 FV 3 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.