Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Qupperneq 82

Frjáls verslun - 01.03.1975, Qupperneq 82
HFrá ritstjóm Otímabærar yfirlýsingar Dagblaöiö' Tíminn geröi fyrir nokkru aö umtalsefni í ritstjórnargrein viss um- mæli um viðskiptaráöherra sem birtust á þessari síðu í síöasta hefli Frjálsrar verzl- unar. Þar var bent á, hversu óheppilegt það sé, aö helztu valdamenn þjóðarinnar tjái sig á opinberum fundum um þurr- ausna gjaldeyrissjóöi og þörf róttækra ráö- stafana án þess aö þeir fylgi ummælum sínum eftir þegar í stað og grípi til nauð- synlegra aögerða, miðaö við það ófremdar- ástand, sem þeir hafa lýst. í lok janúarmánaðar flutti viöskipta- ráöherra ræðu á fundi Framsóknarfélag- anna í Reykjavík og lýsti þar vandanum í efnahagsmálum eins og hann blasti við þá, og lél í ljós persónulegar skoðanir á því, hvernig við honum skyldi brugðizt. Ráöherrann fór ekki 1 launkofa með þá skoöun sína, aö alvarlegt hættuástand hefði skapazt í þjóðarbúskapnum og almenningur dró að sjálfsögöu af því sínar álvktanir. Ef ráðherra heföi getaö gripið í taumana strax og gert þá hluti, sem hann talaöi um á Framsóknarfundinum, hefði málið horft dálítið ööruvísi viö. Rík- isstjórnin hafði hins vegar ekki ákveðiö viöbrögö sín við beim alvarlegu tíöindum um gjaldeyrisstööuna í byrjun árs, sem viöskiptaráöherrann kynnti á umræddum fundi, og allöng bið varð á endanlegum niöurstööum í því efni. Þennan biðtíma notaði almenningur aö sjálfsögöu til aö ráöstafa peningunum sínum til ýmis kon- ar fjárfestingar og jók það enn á þensl- una í peningamálum. Þaö er vissulega alveg rétt, aö stjórn- málamönnum ber aö segja þjóöinni satt um stööu þjóðmálanna hverju sinni. Ekki skal efazt um, aö Ólafur Jóbiannesson hef- ur í heilt ár, verið aö segja fólki rétt til um óhugnanleg vandamál efnahagslífsins á íslandi. En veröur ekki aö ætlasl til þess, að ábyrgur ráðherra sé þess umkominn að ráöast þegar 1 staö til atlögu gegn böl- valdinum, þegar hann hefur opinbsrlega verið aö tíunda væntanleg úrræöi og ekki skortir á þingstyrk ríkisstjórnarinnar, sem hann á sæti í? Sjálfsögð fyrirgreiðsla Flugleiöir hf. hafa fariö fram á ríkis- ábyrgð á láni aö upphæð 13,5 millj. doll- ara vegna kaupn á tveim farþegaþotum, sem LoftleiÖir hafa haft til afnota sam- kvæmt leigu/kaupsamningi í nokkur ár. Samanlagt markaösverö þessara véla er nú um 22 millj. dollara en samkvæmt samningi hafa Flugleiðir greitt kaupverð- ið niður um 8,1 millj. dollara. Fyrir leigu á vélunum eru nú greiddir nærri 150 þús. dollarar á mánuði en vextir og afborgan- ir af lánum vegna kaupanna yrð'u félaginu léttbærari en leigugjöldin. Hér er um háar lölur að ræða. Til samanburöar má þó geta þess, aö upphæðin, sem ríkisábyrgð- ar er nú óskaö fyrir, nemur um 16% af veltu Flugleiða. AriÖ 1967 var veitt ríkisá- byrgð vegna þotukaupa Flugfélags Islands, aö upphæð 5,2 millj. dollara, og var þaö 71,3% af veltu félagsins þá. íslendingar geta þakkað frjálsu fram- taki tíðar og öruggar flugsamgöngur inn- anlands og milli landa. Á alþjóöavettvangi hefur íslenzkur flugrekstur vakiö athygli og notið verðskuldaðrar viröingar. Við stórfelldar fjárfestingar eins og nú eru fyrirhugaðar, þurfa Alþingi og ríkisvald að veita sjálfsagða fyrirgreiöslu til að af- koma þessa mikilvæga samgöngufyrirlæk- is verði eins góð og viö heima fyrir get- um mögulega haft hönd 1 bagga með. Þess er að vænta, að ekki líði langur tími áöur en fallizt veröur á umsókn Flugleiöa um ríkisábyrgöina. 82 FV 3 1975
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.