Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Page 69

Frjáls verslun - 01.04.1976, Page 69
Flugleiðir kynna ferðir sínar og orlof á Islandi með mörgu móti. Svona auglýs- ingar á götum úti eru einn liður í þessu starfi. Loftleidir^-í' och Icelandair visar dejlsland.Ávenpa Amerika-resan. Resebvraerna gerdejallafakta. flugvallar væru 30—40 tonna vöruflutningabílar í reglu- bundnum ferðum frá fjöldan- um öllum aif verksmiðjum í Gautalandi til Oslóar og Kaup- mannahafnar, þar sem flutn- ingurinn færi beint um borð í flugvélar á leið til annarra landa eða heimsálfa. Á sama hátt kæmu þessir bílar aftur til baka fullhlaðnir vörum úr flug- fragt. Danir og Norðmenn hefðu fengið drjúgar tekjur af umskipun þessara vara en ljóst væri, að vörur yrðu settar beint um borð í flugvélar í Gauta- borg til langleiðaflutnings þeg- ar Landvetter-flugvöllurinn yrði opnaður. Þar væru mik- il tækifæri fyrir Flugleiðir, ef afráðið yrði að láta DC-8 þot- urnar halda uppi áætlunarferð- um til Gautaborgar. LANGUR FERILL Það var árið 1953, sem Björn Steenstrup hóf störf fyrir Loft- leiðir í Gautaborg en þá opnaði félagið skrifstofu þar. Áður hafði hann starfað fyrir flug- félag Braathens hins norska. Það var svo í maí 1954, sem Loftleiðir hófu flugferðir til Gautaborgar og var þeim hald- ið uppi óslitið til þess tíma, er félagið endurnýjaði flugflota sinn og tók DC-8 þoturnar í notkun, en þær eru of stórar fyrir Torslandaflugvöllinn. Flugfélag íslands hóf ferðir til Gautaborgar sumarið 1973 með Boeitnig 727 þotum sínum. Það voru farnar 9 eða 10 ferðir og síðan hafa þær legið niðri. Flugi til Stokkhólms hefur ver- ið haldið uppi í staðinn með hléi sl. vetur. Loftleiðir höfðu skrifstofur í Gautaborg, Stokkhólmi og Helsinki fyrir stofnun Flug- leiða og Flugfélag íslands hafði skrifstofu í Stokkhólmi. í des- ember 1973 var starfsemi félag- anna sameinuð í þessum skrif- stofum, sem allar eru undir yf- irstjórn Björns Steenstrup. Sjö manns vinna á skrifstofu Flug- leiða í Gautaborg og sami fjöldi á skrifstofunni í Stokkhólmi. Kvað Steenstrup sameininguna hafa þegar gefið mjög góða raun í öllum daglegum rekstri og orðið til mikils sparnaðar við bókhaldsvinnu, endurskoðun farseðla og í skýrslugerð. Sú stefna var mótuð að segja eng- um upp starfi en þegar stöður losna verður komið við sparn- aði með því að ráða ekki í þær að nýju. Fyrir utan þetta hefði það reynzt ókleift fyrir bæði félög- in að halda áfram samkeppni í Norðurlandafluginu með þeim hætti sem gert var skömmu fyrir sameiningu. Margir hefðu verið fyrir til að keppa við og sagði Steenstrup að „hinir stóru“ hefðu hlakkað yfir þess- ari togstreitu íslenzku flugfé- laganna. Samningsaðstaða fé- laganna væri nú miklu betri en áður og þau nytu stuðnings og aðstoðar íslenzkra stjórnvalda í stað þess að áður þurftu ís- lenzk yfirvöld að gæta þess að gera ekki upp á milli þeirra og beittu sér því ef til vill ekki að sama marki og nú á vettvangi alþjóðlegra flugmála. ÁHUGI Á ÍSLANDI Björn Steenstrup kvað mikla breytingu hafa orðið á starf- seminni í Svíþjóð siðan Loft- leiðir hófu flug þangað 1954. Sala á ferðum til íslands hefði stóraukizt um leið og þekking manna í Svíþjóð á landinu hefði vaxið mjög. Þó að Ameríku- ferðir með Loftleiðum kostuðu nú hið sama og ferðir annarra flugfélaga væri þó ljóst, að í Svíþjóð væri stór hópur fastra viðskiptavina, sem færi jafnvel mörgum sinnum á ári yfir hafið með Loftleiðum af því að þeir þekktu félagið frá gamalli tíð og af góðri þjónustu. Nýir far- þegar koma líka í gegnum ferðaskrifstofur, sem nota sér ferðir íslenzku flugfélaganna vestur um haf í ríkum mæli FV 4 1976 65
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.