Frjáls verslun - 01.04.1976, Síða 69
Flugleiðir
kynna
ferðir
sínar og
orlof á
Islandi
með
mörgu
móti.
Svona
auglýs-
ingar
á götum
úti
eru einn
liður
í þessu
starfi.
Loftleidir^-í'
och Icelandair visar
dejlsland.Ávenpa
Amerika-resan.
Resebvraerna
gerdejallafakta.
flugvallar væru 30—40 tonna
vöruflutningabílar í reglu-
bundnum ferðum frá fjöldan-
um öllum aif verksmiðjum í
Gautalandi til Oslóar og Kaup-
mannahafnar, þar sem flutn-
ingurinn færi beint um borð í
flugvélar á leið til annarra
landa eða heimsálfa. Á sama
hátt kæmu þessir bílar aftur til
baka fullhlaðnir vörum úr flug-
fragt. Danir og Norðmenn
hefðu fengið drjúgar tekjur af
umskipun þessara vara en ljóst
væri, að vörur yrðu settar beint
um borð í flugvélar í Gauta-
borg til langleiðaflutnings þeg-
ar Landvetter-flugvöllurinn
yrði opnaður. Þar væru mik-
il tækifæri fyrir Flugleiðir, ef
afráðið yrði að láta DC-8 þot-
urnar halda uppi áætlunarferð-
um til Gautaborgar.
LANGUR FERILL
Það var árið 1953, sem Björn
Steenstrup hóf störf fyrir Loft-
leiðir í Gautaborg en þá opnaði
félagið skrifstofu þar. Áður
hafði hann starfað fyrir flug-
félag Braathens hins norska.
Það var svo í maí 1954, sem
Loftleiðir hófu flugferðir til
Gautaborgar og var þeim hald-
ið uppi óslitið til þess tíma, er
félagið endurnýjaði flugflota
sinn og tók DC-8 þoturnar í
notkun, en þær eru of stórar
fyrir Torslandaflugvöllinn.
Flugfélag íslands hóf ferðir til
Gautaborgar sumarið 1973 með
Boeitnig 727 þotum sínum. Það
voru farnar 9 eða 10 ferðir og
síðan hafa þær legið niðri.
Flugi til Stokkhólms hefur ver-
ið haldið uppi í staðinn með
hléi sl. vetur.
Loftleiðir höfðu skrifstofur í
Gautaborg, Stokkhólmi og
Helsinki fyrir stofnun Flug-
leiða og Flugfélag íslands hafði
skrifstofu í Stokkhólmi. í des-
ember 1973 var starfsemi félag-
anna sameinuð í þessum skrif-
stofum, sem allar eru undir yf-
irstjórn Björns Steenstrup. Sjö
manns vinna á skrifstofu Flug-
leiða í Gautaborg og sami fjöldi
á skrifstofunni í Stokkhólmi.
Kvað Steenstrup sameininguna
hafa þegar gefið mjög góða
raun í öllum daglegum rekstri
og orðið til mikils sparnaðar við
bókhaldsvinnu, endurskoðun
farseðla og í skýrslugerð. Sú
stefna var mótuð að segja eng-
um upp starfi en þegar stöður
losna verður komið við sparn-
aði með því að ráða ekki í þær
að nýju.
Fyrir utan þetta hefði það
reynzt ókleift fyrir bæði félög-
in að halda áfram samkeppni í
Norðurlandafluginu með þeim
hætti sem gert var skömmu
fyrir sameiningu. Margir hefðu
verið fyrir til að keppa við og
sagði Steenstrup að „hinir
stóru“ hefðu hlakkað yfir þess-
ari togstreitu íslenzku flugfé-
laganna. Samningsaðstaða fé-
laganna væri nú miklu betri en
áður og þau nytu stuðnings og
aðstoðar íslenzkra stjórnvalda
í stað þess að áður þurftu ís-
lenzk yfirvöld að gæta þess að
gera ekki upp á milli þeirra og
beittu sér því ef til vill ekki að
sama marki og nú á vettvangi
alþjóðlegra flugmála.
ÁHUGI Á ÍSLANDI
Björn Steenstrup kvað mikla
breytingu hafa orðið á starf-
seminni í Svíþjóð siðan Loft-
leiðir hófu flug þangað 1954.
Sala á ferðum til íslands hefði
stóraukizt um leið og þekking
manna í Svíþjóð á landinu hefði
vaxið mjög. Þó að Ameríku-
ferðir með Loftleiðum kostuðu
nú hið sama og ferðir annarra
flugfélaga væri þó ljóst, að
í Svíþjóð væri stór hópur fastra
viðskiptavina, sem færi jafnvel
mörgum sinnum á ári yfir hafið
með Loftleiðum af því að þeir
þekktu félagið frá gamalli tíð
og af góðri þjónustu. Nýir far-
þegar koma líka í gegnum
ferðaskrifstofur, sem nota sér
ferðir íslenzku flugfélaganna
vestur um haf í ríkum mæli
FV 4 1976
65