Frjáls verslun - 01.01.1977, Blaðsíða 74
Patreksfjörður
Stofnað hlutafélag um kaup
á skuttogara
Hinn 15. júní n.k. verða liðin 70 ár frá því aði ákveðið var í
kosningu að stofna til sjálfstæðs sveitarfélags á Patreksfirði, sem
áður var hluti af Rauðasandshreppi.
S.l. haust var Iögð olíumöl á 2,2 km af götum á Patreksfirði,
en það er um það bil þriðjungur gatnakerfisins, og breyta við-
komandi hverfi mjög svip við það. Þá var steypt 2800 fermetra
þekja á hafnarsvæðinu, og er bá lokið við að steypa þekjiu á ailt
hafnarsvæðið meðfram viðlegurýminu.
Steyptur var grunnur að
heilsugæzlustöð, þar sem starfa
munu tveir læknar. Verður
heilsugæzlustöðin tengd sjúkra-
húsinu.
Boruð var á s.l. ári hola i
námunda við kauptúnið í leit
að heitu vatni. Ákveðið er að
bora aðra tilraunaholu innan
tíðar.
NÝTT GLÆSILEGT
FÉLAGSHEIMILI
Tekinn hefur verið í notkun
hluti af nýju og glæsilegu fé-
lagsheimili. Stofnað hefur ver-
ið hlutafélag með þátttöku
sveitarsjóðs í þeim tilgangi að
byggja og reka hótel, sem tengt
verður félagsheimilinu. Þess er
vænzt að samningar náist um
það við menntamálaráðuneyti,
að hótelið verði um leið heima-
vistarhúsnæði fyrir börn úr
nágrannasveitarfélögum, sem
sækja þurfa til Patreksfjarðar
nám í efri bekkjum grunn-
skóla.
Fyrir liggja teikningar af
stækkun grunnskólahússins.
Byrjunarfjárveiting til bygg-
ingar dagheimilis er á fjárlög-
um 1977 og verður grunnur
hússins steyptur á þessu ári.
Teikningar af slökkvistöð eru
tilbúnar og vonir standa til að
framkvæmdir geti hafist á
þessu ári.
Á s.l. ári voru teknar í notk-
un sex leiguíbúðir, sem sveit-
arsjóður lét byggja, en ekki
hefur enn fengizt leyfi Hús-
næðismálastofnunar ríkisins til
að hefja framkvæmdir við
næsta leiguíbúðaáfanga. Ein-
staklingar áttu 18 íbúðir í
smíðum á s.l. ári, þar af var
byrjað á 13.
FUNDIÐ MALAREFNI
í SJÓ
Patreksfirðingar hafa lengst
af þurft að aka langa leið eftir
malarefni í steinsteypu. Nú hef-
mjög háð bátaútgerð og vinnslu
sjávarafla. Á s.l. sumrf brást
mjög afli á minni sem gtærri
báta, og dró þá mjög úr at-
vinnu í landi. Að undanförnu
hefur afli hins vegar verið góð-
ur. Hraðfrystihúsin á staðnum
hafa stofnað hlutafélag, sem
ætlað er að kaupa skuttogara
til að tryggja enn betur en nú
er hráefni fyrir frystihúsin. Er
þess að vænta að af kaupum
verði innan tíðar.
Ný hús í byggingu á Patreksfirði. Byggðin teygir sig inn með
firðinum. Yzt er Vatneyrin, þar sem elztu húsin standa.
ur hins vegar fundizt malarefni
í sjó, sem er mjög gott í stein-
steypu, og hefur verið dælt
nokkrum birgðum af því á
land. Stofnað var hlutafélag,
sem hefur það verkefni að afla
þessa efnis og annast sölu þess.
Atvinnulíf á Patreksfirði er
Annað af frystihúsunum er
að byggja nýtt og fullkomið
hraðfrystihús yfir starfsemi
sína við Patrekshöfn, en vegna
takmarkaðs lánsfjár hefur ekki
ennþá verið unnt að taka hús-
ið í notkun.
J
74
FV 1 77