Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Blaðsíða 77

Frjáls verslun - 01.01.1977, Blaðsíða 77
Tálknaf jörður: Fimm hús fyrir 20 árum — nú eru þar um 290 íbúar — Árið 1947 var Hraðfrystihúsið á Tálknafirði stofnað og rekið af sainvinnufclagi sem þó var ekki nema nafnið eitt, þar til 1957 að stofnað var hlutafélag. Uppbyggingin á Tálknafirði hófst ekki fyrr en 1956 með komu fyrsta stálbátsins, sem stöðin keypti. Tré- bátaútgerð var ómöguleg vegna ísmyndunar í höfninni á vetrum. Á þessum tíma voru aðeins 5 hús á staðnum en nú mun ibúatalan vcra orðin um 290 manns, tjáði Pétur Þorsteinsson framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Tálknaf jarðar hf. blaðamanni FV þegar hann var þar á ferð fyrir skömmu. Pétur Þorsteinsson. — Við gerum út tvo báta, Tálknfirðing BA 325, og Tungu- fell BA 326, báða á línu. Þriðji báturinn, sem lagði upp hjá okkur, var í eigu Tálfcna hf. en ihefur nýlega verið seldur. Á síðasta ári tókum við á móti ná- lægt 3600 tonnum og er út- flutningsverðmæti þess afla ná- lægt 370 milljónum sem er mjög svipað að magni til og 1975. Þá voru á launaskrá hjá fvrirtækinu á nýliðnu ári 270 manns en að staðaldri vinna hér um hundrað manns bæði á sjó og í landi þegar allt er í gangi. Hér e,r ekki eins mikið af að- komufólki og oft áður þar sem einn háturinn var seldur frá staðnum. Við vorum með 12 út- lendinga í fyrra en nú er aðeins ein erlend stúlka hér. Það virð- ist vera betra að fá íslendinga til vinnu í ár. allt ágætisfólk, og virðist mér að reglusemi sé að færast í vöxt nú síðari árin. SKUTTOGARAKAUP — Um skuttogarakaup er það að segja að við höfum hugsað um þau og kaupum þá þegar Guð og Matthías leyfa. Við ætl- um að kaupa tvo togara þegar innflutningur verður leyfður á nýjan leik, en það verður ekki á þessu ári. Við höfum einnig hugsað um að láta byggja þá hér 'heima en þeir eru það miklu dýrari að við teljum okkur ekki hafa efni á því og þá er afgreiðslufresturinn allt- of langur. Upphaflega var ég ekkert á Iþví að fara út í togara- kaup, heldur gera út þrjá eða fleiri báta, en við missum frá okkur góða menn yfir á togar- ana og það er erfitt að vera alltaf á 'hrakhólum með mann- skap. Þá verður líka jafnara hráefni, sem kemur, og hægt verður að koma meiri hag- kvæmni á reksturinn í landi. Það þýðir ekkert að vera hræddur um að fiskurinn sé að verða búinn enda gengur það jafnt yfir okkur sem að.ra. Það er ómögulegt að segja um það og ég er bjartsýnn á að hægt sé að bjarga því, sem eftir er. Guðmundur B. Jónsson. Vélsmiðja Bolungarvíkur: Ein stærsta vélsmiðja á Vestfjörðum — Hér er unnið öll kvöld og allar helgar og hefur verið mik- il yfirvinna frá því í haust enda eina leiðin til að anna öllu því sem fyrir liggur, sagði Guð- mundur B. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Vélsmiðju Bol- ungarvíkur þegar blaðamaður FV leit inn hjá honum fyrir skömmu. — Þetta er orðin stærsta vél- smiðjan á Vestfjörðum og með tilkomu hafnarinnar er allt unnið hér fyrir bátana, sem áð- ur fór inn á ísafjörð. Hér vinna um 15 manns að staðaldri en fer upp í 30 þegar mest er. Við önnumst allar bátaviðgerðir, bílaviðgerðir og viðgerðir fyrir frystihúsið og síldarverksmiðj- una. Þá erum við einnig með blikksmiðju, sem er að fram- leiða alla loftstokka og járn- smíði fyrir nýju sundlaugina og einnig alla olíugeyma fyrir Skeljung á svæðinu. Annars líður öll nýsmíði fyrir það hversu mikið er að gera í við- gerðum. FV 1 77 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.