Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.01.1977, Blaðsíða 23
Suðurland hefur verið í stöðugum saltfiskflutningum til Miðjarð- arhafsins. # Nesskip Skipafélagið Nesskip hf. var stofnað í janúar 1974. f febrúar þaða sama ár tók félagið við sínu fyrsta skipi m.s. Suður- Iandi, sem keypt var frá Finn- landi. í lok febrúar á síðasta ári keypti Nesskip m.s. Vestur- land, sem áður var m.s. Hvals- nes. Vöruflutningaskipið Suður- land er milliþilfarsskip 499 brúttórúmlestir að stærð. Burð- argeta er 1700 tonn og rúmmál lesta er 75.000 rúmfet. Vetur- inn 1975 var skipinu breytt í kæliskip til að það gæti flutt saltfisk frá íslandi til Miðjarð- arhafslanda. Síðan 1975 hefur m.s. Suður- land verið nær eingöngu í flutningum á saltfiski til landa við Miðjarðarhaf og flutt laust salt frá Túnis til íslands. M.s. Vesturland er 297 brúttó- rúmlestir, burðargeta 1250 tonn og rúmmál lesta skipsins er 61.000 rúmfet. Skipið er útbúið síðutönkum og eru því lestar- rými skipsins eins og kassi. Þetta fyrirkomulag auðveldar mjög losun og lestun á öllum varningi, og hefur skipið líkað vel til flutninga á brettavörum, fiskimjöli í sekkjum og lausu formi og hvers konar stærri förmum. Á síðasta ári fluttu 'bæði skipin samtals 39.580 tonn af vörum í 31 ferð, þó ber að geta þess að m.s. Vesturland var rúma 10 mánuði í rekstri hjá Nesskip. Frá íslandi fluttu skipin út sjávarafurðir, samtals 18.þ39 tonn. Til fslands frá erlendum höfnum voru flutt samtals 15.041 tonn, og á milli hafna hér innanlands voru fluttar 1410 smálestir samtals og mæl- ir þar stærst áburður frá Á- burðarverksmiðjunni í Gufu- nesi. Milli hafna erlendis fóru skipin fjórar ferðir og fluttu samtals 4.590 tonn af vörum. Skipin komu 146 sinnum til 40 hafna á landinu til að ferma og afferma vörur á árinu 1976. Bæði skipin komu 56 sinnum til erlendra hafna í samtals 19 löndum. Flestar viðkomur er- lendis voru Portúgal, 10 sinn- um og Túnis, 9 viðkomur. M.s. Suðui’land fór í all sér- stæða ferð á árinu 1976, en þá var fluttur saltfiskfarmur frá Keflavík til Matadi í Zaire, og hefur íslenskt skip ekki flutt fiskfarm áður til þessa lands. Framkvæmdastjóri Nesskip er Guðmundur Ásgeirsson, fyrr- verandi skipstjóri. # Þorvaldur Jónsson Þorvaldur Jónsson, skipa- miðlari gerir út vöruflutninga- skipið Svan i eigu Nes hf. Grundarfirði. M.s. Svanur er smíðaður í Fiskarstrand í Nor- egi 1972 og er 299 brúttórúm- lestir og getur flutt 1300 tonn af vörum. Skipið er keypt hing- að til lands 1974. M.s. Svanur er systurskip m.s. Vesturlands og er eins og það útbúið síðutönkum, sem auðvelda mjög losun og lestun. Svanur hefur aðallega flutt út fiskimjöl til Norður Evrópu- hafna, en auik þess verið í flutn- ingum milli hafna erlendis með timbur og járn m.a. Hingað til lands hefur vöru- flutningaskipið Svanur flutt salt, timbur, járn og gjall. Á síðasta ári flutti skipið 20.653 tonn í 20 ferðum. # Skipafélagið Víkur Skipafélagið Víkur hf., sem stofnað var árið 1969 gerir út tvö vöruflutningaskip Eldvík og Hvalvík. Eldvík hefur verið í eigu skipafélagsins Víkur í 3 ár, en fyrir tveimur árum var skipinu breytt í kæliskip. Skipafélagið Víkur hefur átt Hvalvík síðan í apríl 1975. Burðargeta m.s. Eldvík 2832 DWT (burðargeta mínus vatn, vistir og olía) ens lestar eru um 120.000 rúmfet. Undanfarin 2Vz ár hefur Eldvík eingöngu verið í saltfiskflutningum til Spánar, Portúgal, Ítalíu og Grikklands. Skipið hefur flutt salt hingað til lands. Á síðasta ári fór Eld- vik alls 7 ferðir utan með salt- fisk, en skipið hefur lestað salt- fisk á allt upp í 25 höfnum áð- ur en siglt er utan. Áhöfn á Eldvík er 12—13 manns. Á síð- asta ári flutti Eldvík 15.846 tonn af saltfiski út. Vöruflutningaskipið Hvalvík hefur eingöngu verið í leigu- siglingum fyrir erlenda aðila, nú upp á síðkastið fyrir sænska aðila i ýmiss konar flutningum. Hvalvík hefur m.a. siglt til ýmissa Evrópulanda, Ameríku og Afríku. Burðargeta skipsins er 4410 DWT (burðargeta mínus vatn, vistir og olía) Lestir eru 219000 rúmfet. Áhöfn skipsins er 14 manns. L FV 1 77 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.