Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.01.1977, Blaðsíða 67
Rækjuverksmiðjan Hnífsdal: Guðm. Guðmunds- son á skrifstofu sinni. IViega veiða 360 - 370 tonn af kvóta í Noregi. Seinna fór ég svo með alla skipstjórana þangað til að þeir gætu kynnt sér skipin. Dregið var um í hvaða röð skipin skyldu smíðuð. Gunnvör hér á ísafirði fékk fyrsta tog- arann Júlíus Geirmundsson í nóvember 1972. Þá Ikom Guð- bjartur einnig til ísafjarðar, þá Bessi til Súðavíkur Framnesið til Þingeyrar og við vorum svo síðastir í röðinni með Guð- björgina í marz 1974. Við nýtt- um það að vera síðastir og lét- um gera töluverðar breytingar á skipinu miðað við þá reynslu sem varð af fyrstu skipunum. ÁRSAFLI GUÐBJARGAR ÍS 4183 TONN SL. ÁR Til gamans eru hér aflatölur sem ættu að gefa yfirsýn yfir aflasæld Guðbjargar ÍS. Fyrsta árið eða 1974 er heildaraflinn 2629 tonn að verðmæti 74,3 millj'ónir, 1975 var ársaflinn 3798 tonn að verðmæti 153,8 milljónir og 1976 var ársaflinn 4183 tonn að verðmæti 251,5 milljónir. Við urðum fyrir því óhappi seinni partinn í nóvember að togarinn strandaði í Óshlíðinni og var frá veiðum í um mánuð, en hann var samt aflahæstur í ekki nema 37 veiðiferðum. Þetta er fyrst og fremst að þakka hörkuduglegum skip- stjóra Ásgeiri Guðbjartssyni og góðri áhöfn. JAFN AFLI OG GÓÐ ATVINNA — Árið 1957 keyptu út- gerðarfélögin Hrönn hf. og Gunnvör hf., ásamt tveim öðr- um sem þó voru ekki nema nafnið, íshúsfélag ísfirðinga. Fyrstu árin lögðu nýsköpunar- togararnir upp hjá okkur á- samt bátunum, eða þar til ís- firðingur byggði eigið frystihús sem leið undir lok með togur- unum um 1960. Lengi vel voru bátarnir gerðir út á síld á sumrin og var mi'kið um að fólk færi héðan norður í síldina svo allt at- vinnulíf hér var mikið daufara. Frystihúsið fékk þá fisk af færabátum og vinnslan því stopulli. Aðalhráefnisöflunin var yfir vetrarmánuðina, og þó hér sé ekki vertíð eins og fyrir sunnan, þá hefur alltaf verið jafn afli svo góð atvinna hélst yfir veturna. UNNIÐ AÐ STÆKKUN FRYSTIHÚSSINS — Skuttogarakaupin hafa því orðið mikil lyftistöng fyrir byggðarlagið og stanslaus vinna hefur verið í frystihús- inu síðan þeir komu. Verið er að stækka frystihúsið um 700 m-. Á fyrstu hæð er ný kæld fiskmóttaka en sú sem var fy.r- ir var orðin allt of lítil. Á ann- ari hæð stækka vinnslusalirnir og einnig verður komið upp að- stöðu til að salta fisk ef á þarf að halda. Frysti'húsið tók á móti 8000 tonnum 1975 og vann úr 7200 tonnum. Fryst flök voru 3018 tonn sem er í útflutningsverð- mæti 688,9 millj. Þegar blaðamaður FV var á ferð í Hnífsdal fyrir skömmu hitti hann að máli Sigurð Guð- mundsson framkvæmdastjóra Rækjuverksmiðjunnar. Sigurð- ur rekur einnig saltfiskverkun, Smjörlíkisgerð Isafjarðar og hænsnabú, ásamt þremur son- um sínum Ma.gnúsi, Guðmundi og Kristjáni. Sigurður sagðist hafa misst sjónina í kringum 1945 svo hann átti ekki marga mögu- leika til vinnu. Hann hóf þó rekstur smá verzlunar ,,sjoppu“ eins og hann orðaði það. Til- drögin vcwu þau að barnaskól- inn á staðnum fauk um það leyti og fékk hann forstofu skól- ans setta niður við heimili sitt. Síðar fékk hann þá hugmynd að vinna rækju og reisti viðbót- arhúsnæði við verzlunina. Rækjuverksmiðjan hóf síðan framleiðslu 12. september 1959. Fyrstu árin var öll rækja hand- pilluð eða fram til 1970 en þá taka við vélar og fyrirtækið fer að stækka. GERIR ÚT EINN RÆKJUBÁT — Byrjað var að vinna rækju hér við Djúpið 1936. Það eru skiptar skoðanir hverjir hafi fyrstir byrjað að veiða hana, en fyrsti dagsaflinn var borinn heim í tveim bitakössum. Þeg- ar við byrjuðum að kaupa rækju var veiðitímabilið frá ágúst og fram í maí. Nú er veitt eftir kvótafyrirkomulagi sem er 2200 tonn. Veiðitíminn hefst nú FV 1 77 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.