Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 31

Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 31
Flugvélin rýfur einangrun heilla byggðar- laga þegar snjóalög hamla ferðum á landi. haft áhrif á þetta og eins starf- semi Flugfélags Norðurlands, sem 'hefur tekið að sér flutn- inga frá Akureyri til Þórshafn- ar, Raufarhafnar, Egilsstaða og fsafjarðar en áður flugu vélar Flugfélags íslands á þessum leiðum. Til fróðleiks má geta þess, að árið 1972 var gerð spá um far- þegaflutninga fram í tímann. Árið 1975 var farið fram úr töl- um í spánni en hún gerði hins vegar ráð fyrir að farþegar yrðu 220 þús. 1976. Á þessu ári er áætlunin 226 þús., 334 þús. 1980 og 800 þús. árið 1990. Nýtingin á Friendship-vélun- um, sem félagið notar, er lítil. Flugtímarnir eru um 1450 á ári á hverri vél en til samanburðar má nefna, að á Boeing-þotunum er flugtíminn í millilandaflug- inu um 2400 tímar á ári. Væru skilyrði betri á flugvöllum úti á landi, t.d. brautarljós til notk- unar í skammdeginu væri hægt að nota núvera.ndi flugvélakost til innanlandsflugsins mun bet- ur en gert er. eða að minnsta kosti í 2000 tíma á ári hverja vél. Við breyttar aðstæður gæti núverandi vélakostur því mætt talsverðri aukningu í flutning- um. FARGJALDAMUNUR MILLI BÍLA OG FLUGVÉLA MINNKAR Sætanýtingin í innanlands- flugi Flugfélags fslands er 62% miðað við sætaframboð, sem er mjög misjafnt, getur farið nið- ur í 16 sæti í sumum ferðum yfir veturinn en þá er vöru- flutningarýmið aukið að sama skapi. Sé reiknað í tonnkíló- metrum er nýtingin 58,5% og er það stefna félagsins, að nýt- ing fari ekki undir 58% og er verðlagningin miðuð við að jöfnuður náist við þessa nýt- ingu. Einar Helgason sagði, að treglega hefði gengið að fá nauðsynlegar hækkanir á far- gjöldum og farmgjöldum síð- ustu ár, en ihvort tveggja er háð verðlagsákvæðum. Á sama tíma hafa orðið gífurlegar hæikkanir á eldsneyti, 122,4% hækkun milli áranna 1973 og ’74. Elds- neyti var keypt fyrir 22,6 millj- ó.nir króna árið 1971 en fyrir 145,5 milljónir 1976 og segir þetta sína sögu þó að slíkur samanburður í íslenzkum krón- um sé ekki einhlítur. Varðandi fargjöldin benti Einar á, að bilið milli flugfargjalda og far- g.íalda áætlunarbifreiða hefði stöðugt minnkað undanfarin ár. í nóvember 1970 hefði flugfar- gjaidið aðra leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar ver- ið 1416 kr. en 835 kr. með bíl. Munurinn var 69,9%. Núna er flugfargjaldið aftur á móti 4610 kr. en fargjaldið með bíl 4200 kr. eða 9,76% lægra. Er þetta minni munur á gjöldum fyrir ferðalög á landi og í lofti en þekkist annars staðar. FLUGFARGJÖLD LÆGRI EN I NÁGRANNALÖNDUNUM Við beindum þeirri spurn- ingu til Einars, hvernig verð- lagning í innanlandsflugi hér á landi kæmi út í samanburði við nágrannalönd ofckar. Einar skýrði svo frá, að væri saman- burður gerður á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Akureyr- ar og samsvarandi leiðum ann- ars staðar væri útkoman sú, að í Noregi reyndust flugfargjöldin 50% hærri en hér, 129% hærri í Svíþjóð, 53% hærri í Dan- mörku, 108% hærri í V-Þýzka- landi, 35% hærri í Bretlandi og 25% hærri í Bandaríkjunum. Það eru fjórar flugleiðir hér á landi, sem bera 79% af öllum farþegaflutningum. Þetta eru leiðirnar Akureyri, ísafjörður, Egilsstaðir og Vestmannaeyjar. Þar af var Akureyri með 36,8% allra farþega í fyrra, Vest- mannaeyjar með 18%, ísa- fjörður 13,5% og Egilsstaðir 11,2%. Flogið er reglulega til sex annarra staða á landinu og af þeim eru Húsavík og Sauðár- krókur stöðugt vaxandi með til- liti til flutninga. Á Húsavík ætlar félagið að opna eigin skrifstofu næsta sumar. SUMARÁÆTLUN ’77 Næsta sumaráætlun innan- landsflugsins liggur nú fyrir í öllum aðalatriðum. Samkvæmt henni verða 34 ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar á viku, eða sex ferða fjölgun miðað við síðastliðið sumar. Til Egilsstaða 15 ferðir, ísafjarðar 14. Húsavíkur 9, Vestmanna- eyja 28 en það er fækkun um 3 frá sumaráætlun í fyrra. Til minni staðanna verður ferða- tíðni hin sama og í fyrrasumar. FV 1 77 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.