Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.01.1977, Blaðsíða 31
Flugvélin rýfur einangrun heilla byggðar- laga þegar snjóalög hamla ferðum á landi. haft áhrif á þetta og eins starf- semi Flugfélags Norðurlands, sem 'hefur tekið að sér flutn- inga frá Akureyri til Þórshafn- ar, Raufarhafnar, Egilsstaða og fsafjarðar en áður flugu vélar Flugfélags íslands á þessum leiðum. Til fróðleiks má geta þess, að árið 1972 var gerð spá um far- þegaflutninga fram í tímann. Árið 1975 var farið fram úr töl- um í spánni en hún gerði hins vegar ráð fyrir að farþegar yrðu 220 þús. 1976. Á þessu ári er áætlunin 226 þús., 334 þús. 1980 og 800 þús. árið 1990. Nýtingin á Friendship-vélun- um, sem félagið notar, er lítil. Flugtímarnir eru um 1450 á ári á hverri vél en til samanburðar má nefna, að á Boeing-þotunum er flugtíminn í millilandaflug- inu um 2400 tímar á ári. Væru skilyrði betri á flugvöllum úti á landi, t.d. brautarljós til notk- unar í skammdeginu væri hægt að nota núvera.ndi flugvélakost til innanlandsflugsins mun bet- ur en gert er. eða að minnsta kosti í 2000 tíma á ári hverja vél. Við breyttar aðstæður gæti núverandi vélakostur því mætt talsverðri aukningu í flutning- um. FARGJALDAMUNUR MILLI BÍLA OG FLUGVÉLA MINNKAR Sætanýtingin í innanlands- flugi Flugfélags fslands er 62% miðað við sætaframboð, sem er mjög misjafnt, getur farið nið- ur í 16 sæti í sumum ferðum yfir veturinn en þá er vöru- flutningarýmið aukið að sama skapi. Sé reiknað í tonnkíló- metrum er nýtingin 58,5% og er það stefna félagsins, að nýt- ing fari ekki undir 58% og er verðlagningin miðuð við að jöfnuður náist við þessa nýt- ingu. Einar Helgason sagði, að treglega hefði gengið að fá nauðsynlegar hækkanir á far- gjöldum og farmgjöldum síð- ustu ár, en ihvort tveggja er háð verðlagsákvæðum. Á sama tíma hafa orðið gífurlegar hæikkanir á eldsneyti, 122,4% hækkun milli áranna 1973 og ’74. Elds- neyti var keypt fyrir 22,6 millj- ó.nir króna árið 1971 en fyrir 145,5 milljónir 1976 og segir þetta sína sögu þó að slíkur samanburður í íslenzkum krón- um sé ekki einhlítur. Varðandi fargjöldin benti Einar á, að bilið milli flugfargjalda og far- g.íalda áætlunarbifreiða hefði stöðugt minnkað undanfarin ár. í nóvember 1970 hefði flugfar- gjaidið aðra leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar ver- ið 1416 kr. en 835 kr. með bíl. Munurinn var 69,9%. Núna er flugfargjaldið aftur á móti 4610 kr. en fargjaldið með bíl 4200 kr. eða 9,76% lægra. Er þetta minni munur á gjöldum fyrir ferðalög á landi og í lofti en þekkist annars staðar. FLUGFARGJÖLD LÆGRI EN I NÁGRANNALÖNDUNUM Við beindum þeirri spurn- ingu til Einars, hvernig verð- lagning í innanlandsflugi hér á landi kæmi út í samanburði við nágrannalönd ofckar. Einar skýrði svo frá, að væri saman- burður gerður á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Akureyr- ar og samsvarandi leiðum ann- ars staðar væri útkoman sú, að í Noregi reyndust flugfargjöldin 50% hærri en hér, 129% hærri í Svíþjóð, 53% hærri í Dan- mörku, 108% hærri í V-Þýzka- landi, 35% hærri í Bretlandi og 25% hærri í Bandaríkjunum. Það eru fjórar flugleiðir hér á landi, sem bera 79% af öllum farþegaflutningum. Þetta eru leiðirnar Akureyri, ísafjörður, Egilsstaðir og Vestmannaeyjar. Þar af var Akureyri með 36,8% allra farþega í fyrra, Vest- mannaeyjar með 18%, ísa- fjörður 13,5% og Egilsstaðir 11,2%. Flogið er reglulega til sex annarra staða á landinu og af þeim eru Húsavík og Sauðár- krókur stöðugt vaxandi með til- liti til flutninga. Á Húsavík ætlar félagið að opna eigin skrifstofu næsta sumar. SUMARÁÆTLUN ’77 Næsta sumaráætlun innan- landsflugsins liggur nú fyrir í öllum aðalatriðum. Samkvæmt henni verða 34 ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar á viku, eða sex ferða fjölgun miðað við síðastliðið sumar. Til Egilsstaða 15 ferðir, ísafjarðar 14. Húsavíkur 9, Vestmanna- eyja 28 en það er fækkun um 3 frá sumaráætlun í fyrra. Til minni staðanna verður ferða- tíðni hin sama og í fyrrasumar. FV 1 77 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.