Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1978, Side 25

Frjáls verslun - 01.01.1978, Side 25
innanlands með 50% þess mannafla sem nú starfar að landbúnaði", og nú vitnar hann aftur í skýrslu Rannsóknarróðs ríkisins um þróun landbúnaðar frá október 1976, og nú á bls. 170. Þar er gert ráð fyrir að framleiðslumagn takmarkist við innanlandsþarfir og stefnt að lágmarksmannafla við land- búnað. Útflutningi kjöts- og mjólkurvara yrði hætt, en í staðinn yrðu þessar vörur flutt- ar inn í slöku árferði. Þá er gert ráð fyrir að búin muni stækka og því fækka að miklum mun, eða mdður í u.þ.b. 2000 næstu 10 árin og yrði um að ræða 1000 bú með 490 fjár og 1000 bú með 30 mjólkurkýr. Bráðeinfalt mál, ekki satt9 Sakar ekki að lítá á það hvernig þessi skoðun R.H. er fram kom- in og þá hvort og hvernig hún fær staðist eða ekki. Þótt settar séu fram margar tölur og full- yrðingar í grein R.H., er hvergi getið um neinar heimildir, þeg- ar frá eru taldir óskilgreindir bændafundir, nema ein þ.e. skýrsla. Rannsóknarráðs um þróun landbúnaðar frá því i okt. 1976. Það er hins vegar til allgóð skýring á því, þar eð Reynir Hugason er einn af höf- undum skýrslunnar. Sú skýring er þó tæpast nógu góð fyrst hann nefnir ekki aðrar heimild- ir um aðrar svipaðar tölur og fulyrðingar. Hann vill greini- lega hampa skýrslunni og þá ekki síst leið 2 í henni, sem að öllum líkindum er honum að skapi og því líkleg til að vera frá honum til komin, en höf- undar skýrslunnar voru alls 10 að R.H. meðtöldum, þar af 4 verkfræðingar, einn fram- kvæmdastjóri, tveir búfjár- fræðingar, einn búnaðarhag- fræðingur, einn bóndi auk rit- stjóra Freys. Á bls. 163 og 164 í áður- nefndri skýrslu Rannsóknai-- ráðs eru settir fram nokkrir þættir þar sem „fjölþættu hlut- verki“ landbúnaðar er lýst áð- ur en gerð er „tilraun til að spá um framtíð landbúnaðarins“ eins og þar segir. Á meðal þess- ara þátta eru þessir tveir: ,.D. Hann skapar þjóðfélaginu það öryggi, sem felst í að framleiða sem mest af mat- vælum sjálft eða geta fram- leitt þau, ef aðflutningar teppast eða matvæli verða á annan hátt torfengin. E. Hann hefur menningarlegt og félagslegt gildi, sem felst m.a. í fjölbreytni at- vinnuvegarins og nýtingu hans á fjölmörgum nátt- úrugæðum, snertingu þeirra, sem að honum vinna við náttúru lands- ins, samstarfi kynslóðanna, félagslegri hefð og því að sveitirnar eru ómissandi í byggðakeðju landsins." Sem sagt nefndin er sammála um að undir landbúnað á þjóð- in öryggi að sækja, hann er vagga íslenzkrar menningar eins og oft hefur áður verið sagt, hann er tengiliður við uppruna vorn, mold jarðar, náttúruna og án framfærslu sveitanna af honum er öll fé- lagsstarfsemi þar, og þar með byggðastefna, glötuð. Nú taka nefndarmenn til að spá, og þá að sjálfsögðu vænt- anlega þannig að sjálft hlut- verk atvinnuvegarins glatist ekki að maður skyldi halda. ÞRJÁR HUGSANLEGAR LEIÐIR Nefndar eru þrjár hugsan- legar leiðir, nr. 1, sem er nán- ast óbreytt, þeirri sem nú er við lýði, nr. 2, sem þegar er nefnd og nr. 3, en með henni er stefnt að því að gera land- búnaðarvöru samkeppnishæfa á erlendum mörkuðum og stór- auka framleiðsluna. Á bls. 166 segir að „f reynd kann raun- veruleg stefna að verða blanda af þessum leiðum“. Samkvæmt skýrslunni munu allar þessar stefnur hafa a.m.k. tvennt í för með sér, en það er aukin tækni og stærri bú. Hvað því fyrra viðvíkur vísa ég alveg til greinar Magnúsar Óskars- sonar tilraunastjóra og kennara á Hvanneyri í 12. tbl. Freys 1977 og greinar Bjarna E. Guð- leifssonar tilraunastjóra í 15. tbl. Freys 1977. Koma þeir reyndar inn á bæði þessi atriði og ýmislegt fleira, en hér verð- ur aðeins staldrað við bústærð- ina. Lítum á þættina tvo, sem nefndin setur fram sem hluta af hlutverki landbúnaðar, sem hlýtur því að vera forsenda eða alla vega ómissandi þáttur í hvers konar framtíðarspá um landbúnað. En er hægt að hugsa sér öllu meiri andstæður, öllu ósamrýmanlegri hluti en leið 2 og þessa tvo þætti? Leið 2 gerir ráð fyrir óöryggi í fram- boði á landbúnaðarvörum, fyrst ekki má tryggja mjólk og kjöt i öllu árferði. Þá gerir hún eins og hinar leiðirnar allar, ráð fyrir stækkun, og þar með stór- felldri fækkun búa. Er sú þró- un líkleg til þess að auka fé- lagslegt gildi landbúnaðar? Hafa bændur þá frekar tíma tii menningariðkana? Geta þeir og þeirra fólk með hjálp tækninn- ar komist í nánari snertingu við náttúruna? Og að síðustu: er stækkun og fækkun búa lík- leg til þess að styrkja byggða- keðju landsins? Mitt svar við öllum þessum spurningum er nei. LÖGMÁL VISTFRÆÐINNAR Reynir Hugason og hans lík- ar verða að taka sig til, ef þeir ætla að verða gjaldgengir í um- ræðum um þessi mál. Það fyrsta er tvímælalaust að hætta að beita „einföldustu útreikn- ingum“ til þess að leysa slík vandamál, sem eðli sínu sam- kvæmt eru flókin, og ekki bara það, þau lúta ekki nærri alltaf venjulegum tölfræðilögmálum og allra síst beinum hlutfalla- reikningi og prósentum af því að þau hafa sál. Enda hlýtur at- vinnuvegur svo tengdur nátt- úrufari og lífriki landsins að fylgja lögmálum vistfræðinnar að verulegu leyti. Reynir og fleiri býsnast mikið yfir þeirri byrði, sem neytendur þurfa að bera, er skapast af offram- leiðslunni, sem fer að öllum likindum yfir 10% mörkin. Þetta er auðvitað óæskilegt, enda var samþykkt mjög merk tillaga á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda 1977, sem gengur PV 1 1978 25

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.