Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1978, Side 51

Frjáls verslun - 01.01.1978, Side 51
Sjúkrahús- og heilsugæzlustöð sem verið er að reisa á ísafirði fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum. þessum lögum, en það hefur ekki fengist fjármagn ennþá nema til 12 íbúða. Önnur á- stæða fyrir þessu er sú að jafn- vel þótt ákveðið væri að byggja fleiri leiguíbúðir, þá hamlar því skortur á iðnaðarmönnum. IÐNAÐUR GETUR EKKI KEPPT VIÐ ÚTGERÐINA F.V.: — Hvað með iðnaðinn á ísafirði? — Það er hér talsverð gróska í byggingariðnaðinum en yfir- leitt má segja að iðnaðurinn, annar en þjónustuiðnaður, á hér erfitt uppdráttar vegna þess hve hann á erfitt með að keppa um vinnuafl við útgerðina og fiskvinnsluna, vegna þess hve tekjur fólks eru góðar í þeim greinum. Skipasmíðaiðnaður er hér til staðar, en vegna þess að ekki hefur reynst unnt að bæta að- stöðu skipasmíðastöðvar Mars- ellíusar þá hefur ekki verið hægt að nýta afkastagetuna nægilega, bæði vantar viðlegu- kant við stöðina og endurbæt- ur á slippnum. Hér þyrfti að vera hægt að taka okkar skut- togara upp í slipp, en það mundi strax hleypa auknu fjöri í skipaiðnaðinn hér og skyldar greinar. Póllinn h.f. er hér með mjög merkilega starfsemi, en þeir hyggjast framleiða ýmis raf- eindatæki sem talsverðar vonir eru bundnar við. STEYPUEFNI Á HAFNARBOTNINUM F.V.: — Hvaða framkvæmdir eru helstar á vegum bæjarfé- lagsins? — Við stöndum i talsverðri gatnagerð og höfum talsvert lagt af olíumöl að undanförnu Hafnargerð felst í dýpkun á innsiglingunni og hafnarkantur sem nú er með 210 metra stál- þili og flotbryggju hefur verið gerður hér í Sundahöfninni og ný bryggja byggð í Hnífsdal. Þá höfum við keypt nýjan lóðs- bát í stað þess gamla. Verið er að reisa nýtt sjúkra- hús og heilsugæslustöð í tengsl- um við það, en það er mikið mannvirki sem ísafjarðarbær og sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum ásamt ríkinu standa að, en árið 1978 er þriðja framkvæmdaárið. Sorpbrennsla er komin i gagnið en að henni standa nokkur sveitarfélög í samein- ingu og er það mikil framför í okkar umhverfismálum. Þá kom í ljós við dýpkun hafnarinnar að við eigum mjög mikið magn af góðu steypu- efni á botni hafnarinnar og hentar efnið ennfremur mjög vel til olíumalarframleiðslu. Þá hafa verið byggðar 20 í- búðir samkvæmt áætlun um byggingu verkamannabústaða frá því 1973. Nú er verið að hefja byggingu 31 íbúðar sem verður dvalarheimili aldraðra hér á ísafirði. SAMGÖNGUR VERÐUR AÐ BÆTA F.V.: — Samgöngur hafa Iengi verið ykkar höfuðverkur, er einhverra endurbóta að vænta? — Við ráðum ekki veðrátt- unni og hér er mjög stuttur sólargangur. Aðstæður til flugs miðast hér eingöngu við sjón- flug og því lítið á flugið að treysta í skammdeginu. Það kemur oft fyrir að flug liggur niðri dögum saman og það trufl- ar að sjálfsögðu ýmislegt hér. Samgöngur á sjó hafa ekki verið nógu skipulegar og tíðar, en við væntum breytinga á því með nýju leiðakerfi hjá Skipa- útgerð ríkisins, en með þeim kæmist ákveðin regla á flutn- inga hingað sjóleiðina þannig að þeim msetti treysta. Heiðarnar á leiðinni eru ekki opnar bílum nema 6—7 mánuði á ári eins og er. Með endurbót,- um á veginum yfir Þorskafjarð- arheigi og á Diúpveginum telj- um við að hægt væri að tryggja bílfæri hingað allt að 10 mán- uði ársins, og þetta er eitt af okkar helstu baráttumálum hvað viðvíkur samgöngumálun- um. Flugsamgöngur má bæta með lýsingu á flugvellinum. Hér eru oft stillur bæði kvölds og morgna, þannig að með lýsingu mætti lengja flugtímann tals- vert. Sérstök athugun á samgöng- um er í gangi núna fyrir til- stilli þingmanna kjördæmisins og vonum við að niðurstöður verði til þess að eitthvað raun- hæft verði gert. FV 1 1978 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.