Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 13
Heildarreikningur leikhússins
fjárhagsáriö (almanaksárið) 1975
sýndi niðurstöðutöluna 287,8
milljónir en hlutfall milli framlaga úr
ríkissjóði og eigin tekna var þá
63%—37%. Árið 1976 voru sam-
svarandi tölur 331,9 milljónir —
60% - 40% og 1977 544,1 milljón
- 66,2% - 33,8%
• Borað og borað
Nú hefur gufuborinn „Dofri"
malað í 20 ár. Borinn er ætlaður til
borunar að 2000 m dýpi eða þar um
bil, en getur undir vissum skilyrðum
komist allmiklu dýpra. Fyrsta holan
við Nóatún var aðeins boruð í 612
m dýpi, en dýpsta hola gufuborsins
til þessa er við Hátún í Reykjavík,
2199. Samtals hafa með honum
verið boraðir tæpir 146 kílómetrar,
þar af 103 km fyrir Reykjavíkurborg
(Hitaveituna) og 43 km fyrir aðra.
Allar jarðboranir á (slandi sam-
tals eftir jarðhita munu vera nálægt
270 km og skiptast þannig á bora:
Dofri 146 km
Jötunn, stóri borinn nýi 18 km
Allir aðrir borar 106 km
Samtals 270 km
Holufjöldi Dofra er alls orðinn
106 og meðaldýpt á þeim holum
sem hann hefur borað, því um 1400
m. Segja má því, að allt í allt hefur
Dofri komið allvíöa við sögu. Velta
gufuboranna er nú um
300.000.000,- krónur á ári.
• Risnukostnaður menntamála-
ráðuneytisins
Risnan er aöallega vegna matar-
og kaffiboða fyrir innlend félög eða
landsamtök og erlenda gesti, sem
sitja þér ráðstefnur stundum á
vegum ráðuneytisins eða á starfs-
sviði þess:
Árið 1974 .........kr. 4.618.813
Árið 1975 .........kr. 4.474.210
Árið 1976 .........kr. 9.138.015
Árið 1977 .........kr. 14.119.983
( tíð núverandi menntamálaráð-
herra hafa eigi verið veittir áfengir
drykkir í boöum sem menntamála-
ráðuneytið efnir til, eins og tekið er
fram í skýrslu ráðuneytisins.
Kalda borðið
-kjöriðíhádeginu
Kræsingar kalda borðsins í Blómasal eru löngu víðkunn-
ar. Óteljandi tegundir af kjöt- og sjávarréttum auk islenskra
þjóðarrétta. Tískusýningar í hádeginu á föstudögum.
Bjóðið viðskiptavinum og kunningjum í kræsingar kalda
borðsins.
Verið velkomin, Hótel l.oftleiðir.
HOTEL
LOFTLEIÐIR
13