Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 32
Franskar auglýsingastofur
ráðast inn í New York
Frönsk auglýsing í New York. Samkeppni við bandarískar auglýsingastofur í
strætóbiðskýli á Manhattan.
Dagblaðið New York Post birti
mynd af auglýsingunni ókeypis og
verkamenn hafa verið í óða önn að
líma hana upp í strætisvagnabið-
skýlum í New York. Auglýsingin
sýnir kraftalega vaxinn Frans-
mann á stuttum nærbuxum frá
franska nærfatafirmanu Emin-
ence. Fyrirtækið stendur nú fyrir
söluherferð í Bandaríkjunum og
reynir að fá ameríska karla til að
kaupa „Le French Brief", eins og
nærbuxurnar þeirra eru nefndar á
Bandaríkjamarkaði.
Þessi söluherferð er ekki skipu-
lögð af bandarískri auglýsinga-
skrifstofu eins og aðrar álíka,
heldur frönsku auglýsingafyrir-
tæki, sem nefnist TBWA. Það hef-
ur sótt í sig veðrið á Bandaríkja-
markaði að undanförnu og er velt-
an nú um 90 milljónir dollara en
átta ár eru síðan það tók til starfa.
TBWA er eitt af þremur erlendum
auglýsingafyrirtækjum, sem náð
hafa fótfestu í Bandaríkjunum að
undanförnu og bjóða helztu risa-
fyrirtækjunum á vettvangi auglýs-
inganna birginn. Þessi evrópsku
fyrirtæki hafa haslað sér völl vest-
an hafs meö því að kaupa sig inn í
bandarísk auglýsingafyrirtæki.
Fylgja viðskiptavinum
Það sem gerist er einfaldlega
það, að auglýsingafyrirtækin fylgja
framleiðslufyrirtækjum úr heima-
löndunum, sem nú eru mörg hver
orðin fjölþjóðleg, inn á bandaríska
markaðinn.
William Trages, eigandi TBWA
segir: ,,Af u.þ.b. 100 viðskipta-
mönnum okkar í Evrópu hafa 55
áhuga á að nema land í Banda-
ríkjunum. Þjónusta viö evrópsk
fyrirtæki á Bandaríkjamarkaöi er
sá þáttur í starfsemi okkar, sem
hraðast eykst."
Trages býst við því, að 20 önnur
auglýsingafyrirtæki í Evrópu muni
á næstu árum hefja starfsemi í
Bandaríkjunum. Mun þetta að
sjálfsögðu þýða aukna samkeppni
fyrir bandarísku auglýsingafyrir-
tækin.
32