Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 47
Nokkrar bestu laxveiðiárnar í
hverjum landshluta eru m.a. Ell-
iöaárnar í Reykjavík, sem er lax-
auðugasta á á landinu, Laxá í
Kjós, Þverá, Grímsá og Norðurá í
Borgarfirói, Laxá í Dalasýslu,
Langadalsá í Norður-ísafjarðar-
sýslu, Miðfjarðará, Víðidalsá,
Fnjóská, Laxá í Aðaldal, en hún
var besta laxveiðiáin í fyrra. Úr
henni veiddust 2.699 laxar. Næst
má nefna Hofsá í Vopnafirði,
Breiðdalsá í Suður-Múlasýslu,
Geirlandsá í Vestur-Skaftafells-
sýslu, Sogið, Ölfusá og Hvítá í Ár-
nessýslu.
Meöalþungi laxins er yfir heild-
ina um 7 pund. Hæstur meðal-
þungi lax er í Laxá í Aðaldal 11 —
12 pund.
Mörg góð veiðivötn
Á landinu eru mörg stöðuvötn
auðug af bleikju og urriða. Um 800
stöðuvötn eru stærri en 0.3 ferkm
að flatarmáli. Stærsta stöðuvatnið
er Þingvallavatn, sem er mjög gott
veiðivatn. Mörg önnur eru góð
veióivötn eins og Meðalfellsvatn í
Kjós, vötnin í Svínadal, Reyöar-
vatn, vötnin á Arnarvatnsheiði,
Langavatn, Hítarvatn og Hlíðar-
vatn á Vesturlandi, Vesturhóps-
vatn og Svínavatn í Húnavatns-
sýslu, Mývatn, vötnin á Jökuldals-
heiöi, Heiðarvatn í Mýrdal, Veiði-
vötn á Landmannaafrétti, Apavatn
í Árnessýslu og Hlíðarvatn á
Reykjanesi, svo eitthvað sé nefnt.
Um 300 þúsund gönguseiðum af
laxi sleppt árlega
í skýrslu, sem Einar Hannesson
hefur gert segir m.a.: ,,Mikil rækt-
un hefur átt sér stað með bygg-
ingu fiskvega, vatnsmiðlun og síð-
ast en ekki síst að seiðum er sleppt
í ár og vötn. Á landinu eru 30 fisk-
vegir og sleppt er árlega um 300
þúsund gönguseiðum af laxi.
Rúmlega 10 klak- og eldisstöðvar
starfa í landinu, sem útvega seiði
til fiskræktar."
Nær allt, sem gert hefur verið á
sviði fiskeldis hér á landi hefur
gerst síðustu 25 árin. Laxeldi byrj-
aði í klak- og eldisstöðinni við Ell-
iðaár 1953. Laxeldisstöð ríkisins í
Kollafirði var tekin til starfa árið
1961 og hófst þá eldi laxaseiöa allt
í göngustærð. Síðan hafa laxeld-
isstöðvar risiö um allt land.
Veiðileyfi mismunandi dýr eftir
veiðitíma og ám
Á landinu eru starfandi um 30
stangaveiðifélög með um 3000
félaga. Heildarsamtök stanga-
veiðifélaga eru svo Landsamband
stangaveiðifélaga.
Stangaveiðifélögin gefa út verð-
skrá og veiðireglur. I þeirri, sem
Stangaveiöifélag Reykjavíkur gef-
ur út má sjá að veiðileyfi eru mjög
mismunandi dýr eftir veiðitíma og
ám. Verð á stöng í hálfan dag í
Elliðaánum í sumar eru 8.800 kr.
í Grímsá er verð á stöng á dag
t.d. á tímabilinu 24/6—30/6
20.000 kr. og á tímabilinu 6/8—
9/8 er verð á stöng á dag 40.000
kr. samkvæmt verðskrá Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur 1978.
Silungsveiðileyfi eru að jafnaði
ódýr, um 1000—1500 kr. á dag í
góðu silungsvatni.
Heimsþekkt hótelpostulín
með yfir 30 ára reynslu hér á
landi.
• MATSÖLUSTAÐIR
• HÓTEL
• VEITINGAHÚS
• FÉLAGSHEIMILI
• SJÚKRAHÚS
• SKIPAFÉLÖG
um allt land staðfesta langa og
góða endingu
Leitið upplýsinga hjá umboðsmönnum:
JÓH.
ÓLAFSSON & CO
KLETTAGÖRÐUM 43 - Sími 82644
47