Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 31
(
Vísindamennirnir, sem unnu að
rannsóknunum tóku skýrt fram aö
hættan á krabbameini væri ,,ó-
þekkt stærð". Það mætti líka úti-
loka næstum algjörlega alla hættu
á krabbameini ef hamborgararnir
væru steiktir undir grilli eða í ör-
bylgjuofni.
Frekari rannsóknir verða að fara
fram áður en nokkuð sérstakt
verður sagt hamborgaranum til
lasts. En samt ollu þessar niöur-
stöður, eins og reyndar mátti bú-
ast við, miklu umtali í fjölmiðlum í
Bandaríkjunum og þá ekki sízt
sjónvarpsfréttunum.
Nýr krabbameinsvaldur í hverjum
mánuði
Hamborgarinn er aðeins ein
tegund neyzluvöru, sem grunur
hefur fallið á um að stuðli að
myndun krabbameins. Vart líður
sá mánuður að ekki birtist ein-
hverjar niðurstööur einhverra sér-
fræðinga, sem hafa fundið
krabbameinshvata í svo ólíkum
hlutum sem barnanáttfötum eöa
kokkteilberjum. Fyrirvararnir, sem
gerðir eru með þessum niður-
Dæmist hann krabbameinsvaldur?
stööum, fá sjaldan eðlilega um-
fjöllun fjölmiðla. Fyrirtækin, sem
framleiða viðkomandi vörur telja
hættuna á krabbameini mjög orð-
um aukna. Eftirlitsmenn hins op-
inbera eru eins og á milli steins og
sleggju, þó að talsmenn fyrirtækj-
anna haldi því gjarnan fram, að
þeir taki jafnaðarlega afstöðu með
þrýstihópum neytenda.
Allur viðlegubúnaður
í sumarfrfið
Tjöld í mörgum stæróum, svefnpokar; borö, stólar;
beddar; gastæki, eldunaráhöld, og margt fleira.
j
1 $ -
Gulir nælon bakpokar á
alúmíníumgrind.
Tvær stærðir
Ótrúlega léttir og
rúmgóöir
Innf lutninqsdeild
Sambandsins og
kaupfélögin