Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 29
Atvinnulýðræðið ekki jafnspennandi og áður Róttækir í Evrópu einblína á þjóðnýt- ingu frekar en aðild að stjórnun fyrirtækja Hreyfingin fyrir svokölluðu at- vinnulýðræði í V-Evrópu hefur villzt af leið. Áætlun um atvinnu- lýðræði og þátttöku starfsmanna í stjórn fyrirtækja, sem ýmsir harð- skeyttustu verkalýðsleiðtogarnir beittu sér fyrir fyrr á þessum ára- tug, hefur verið drepið á dreif vegna efnahagsörðugleika, vax- andi tortryggni verkalýðsforyst- unnar og annarra vandamála, sem starfsmenn vilja frekar beina at- hygli sinni að. Norðurlöndin eru þó nokkur undantekning í þessu dæmi, en þar er verið að hrinda nýjum á- formum í framkvæmd. ( Svíþjóö t.d. þar sem þátttaka starfsfólks í stjórn fyrirtækja átti upptök sín, er verið að undirbúa nú næsta áfanga, eignarhald starfsmanna á fyrirtækjunum. Önnur viðfangsefni Hin almenna stefnubreyting á rót sína að rekja til viðnáms gegn verðbólgu, launastefnu og vax- andi atvinnuleysis, sem bæði verkalýðsfélög og ríkisstjórnir hafa varið mestum tíma sínum til að fást við. f Frakklandi var svonefndri Suddreau-áætlun, sem eitt sinn var hluti af kosningaáformum Clscard d’Estaing forseta, ýtt til hliðar fyrir efnahagsáætlunum Raymond Barre, forsætisráöherra, og kosningabaráttunni i marz. Svipuðum áætlunum í Bretlandi hefur verið gleymt í bili vegna andstöðu verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda. Andstaða starfsmanna við hug- myndir um aö þeir taki þátt í stjórnun fyrirtækja er sérstaklega áberandi í Frakklandi, þar sem kommúnistar og sósialistar í fag- félögum líta á þjóðnýtingu at- vinnurekstursins, sem hina einu viðunandi lausn. Þeir vilja hafa bilið milli forstööumanna atvinnu- rekstursins og starfsmanna hæfi- lega breitt. í Hollandi gætir þeirra sjónarmiða hjá verkalýðsfélögun- um að stjórnaraðild starfsmanna leiði til þess, að starfsmannafull- trúarnir styðji frekar aðgerðir for- stöðumanna fyrirtækja en verka- lýðsfélaga, þegar fram í sækir. Ágóðaskipting Áætlanir um ágóðaskiptingu vekja öllu meiri áhuga verkalýðs- leiðtoga í mörgum löndum, eins og til dæmis Svíþjóð, þar sem búast má við að tillögur þess efnis verði meiriháttar kosningamál á næsta ári. Hollenzku verkalýðsfélögin vilja, að „umframhagnaður" sé lagður í sérstakan sjóð í umsjá verkalýðsfélaga. Forstöðumenn fyrirtækja halda því aftur á móti fram, að slíkur „umframhagnað- ur’’ (án þess að Ijóst sé, hvað það raunverulega táknar) eigi fremur að greiðast beint til starfsmanna þeirra fyrirtækja, sem hlut eiga að máli. Ríkisstjórnin mun líklega draga sig út úr þessum deilumál- um með því að fela starfsmanna- ráðum hinna einstöku fyrirtækja ákvöröunarvald um ráöstöfun „umframhagnaðar'’. Leiðtogar verkalýðsfélaga óttast, að þetta fyrirkomulag muni spilla eining- unni innan félaganna. Vinnuveitendasamband V- Þýzkalands hefur að sumu leyti fallizt á hugmyndir um að starfs- mönnum séu opnaðir möguleikar til eignaraðildar aö fyrirtækjum þar í landi. Stuðningur við málið er byggður á þeirri trú, að hið nýja fyrirkomulag muni minnka launa- kröfurnar. En ástandið í v-þýzkum efnahagsmálum hefur dregið úr mönnum kjarkinn að gera tilraunir, bæði starfsmönnum og fyrirtækj- unum. Fyrirtækin eru nú að framfylgja lögum, sem úthluta starfsmönnum helmingi sæta í ráðgefandi stjórn- un fyrirtækja. En sum fyrirtækin hafa vísað málinu til dómstóla til úrskurðar á þeirri forsendu að lögin gangi í berhögg viö eignar- réttinn og stofni almennum samn- ingsrétti í hættu. Þó að lögin verði að öllum líkindum staðfest fyrir dómstólum er gert ráð fyrir að málaferlin skeri úr um, hvort hlut- hafar eigi áfram að ráða meirihluta í stjórnun félaga sinna (eins og ríkisstjórnin gerði ráð fyrir) og hvort tilnefning starfsmanna í samninganefndir gagnvart fyrir- tækjunum verði óháð forystu verkalýðsfélaganna. Mál í sjálfheldu Þessar tafir og deilur hafa hindrað tillögugerð innan Efna- hagsbandalags Evrópu um þátt- töku starfsmanna í stjórnun fyrir- tækja. Lagafrumvarp um þetta efni, sem mjög hefur verið til um- ræöu í Efnahagsbandalagslönd- unum, gerir ráð fyrir að ráðgefandi stjórnum fyrirtækja verði skipt í þrennt, hluthafaráð, starfsmanna- ráð og þriðja ráðið, sem báðir þessir fyrrgreindu aðilar kjósi í. Þetta frumvarp hefur engan fram- gang hlotið enn í stjórnkerfi EBE og þar sem áhugi verkalýðsfélag- anna beinist nú að öðrum hlutum má gera ráð fyrir að frumvarpið þurfi að endursemja aö fullu fyrir næsta áratug. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.