Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 38
á fenf og flugi
flfl opna landifl
og vernda pafl
Úr þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Þar er náttúra staðarins mjög fjölbreytt.
Hann á sér mjög merka jarðsögu.
Rætt viö Árna
Reynisson,
framkvæmdastjóra
Náttúru-
verndarráðs.
Hlutverk Náttúruverndarráðs á
sviði ferðamála er tvíþætt — að
opna landið og vernda það. Þetta
virðast í fljótu bragði vera and-
stæður, einmitt þess vegna er það
heillandi verkefni að aðstoða
landsmenn við að njóta náttúr-
unnar, fræöast um hana, reyna afl
sitt við hana án þess að spilla þeim
verðmætum sem okkur þykir hvað
vænst um.
Friðlýstir staðir á landinu öllu
eru nú um 50. Sum landsvæöi eru
friðuð af vísindalegum ástæðum
m.a. votlendi og eyjar, en önnur
eru svæði sem ferðamenn sækja
mikið, og eru friðuð einkum til
stuðnings við útivist og náttúru-
skoðun almennings. Meðal þess-
ara friðlanda eru Hveravellir,
Herðubreiðarfriöland, Hvanna-
lindir, Lónsöræfi, Hornstrandir og
Vatnsfjörður. Þjóðgaröar íslands
eru þrír: Þingvellir, Skaftafell og
Jökulsárgljúfur. Árni Reynisson er
framkvæmdastjóri Náttúruvernd-
arráðs, og við hann spjallaöi F. V.
um verkefni Náttúruverndarráðs
og ýmsa markveröa staði á land-
inu.
Eyþór Einarsson, grasafræð-
ingur, er formaöur Náttúruvernd-
arráðs, en auk hans og varafor-
manns eiga sæti í ráðinu sex menn
og sex varamenn.
Fjöldi ferðamanna á örfáum
svæðum mjög mikill
Náttúruverndarráö vinnur að því
að sögn Árna, að friðlýsa fleiri
svæði sem þjóðgarða eða frið-
lönd, þar á meðal undir Jökli, um-
hverfi Landmannalauga, umhverfi
Tungnafellsjökuls, Þórsmörk og
Kverkfjallasvæðið. Þá má nefna
Skagann á milli Eyjafjarðar og
Skjálfanda og Víkur og Loðmund-
arfjörð fyrir austan, sem hafa svip-
að gildi. — Við höfum áhyggjur af
því, að fjöldi ferðamanna á nokkr-
um svæðum er orðinn býsna mik-
ill, m.a. vegna þess að álagsþol
gróðurs, einkum á hálendinu er
mjög lítið. Við höfum reynt að friða
og hvíla vissa bletti, sem orðið
hafa fyrir meiri ágangi en aðrir og
vernda svæðin fyrir akstri. Við
höfum gæslufólk á þessum stöð-
um til að framfylgja verndarráö-
stöfunum og einnig til að leiðbeina
fólki. Það er brýn þörf að létta af
þeim stöðum sem mest eru sóttir,
einkum er talað um Þórsmörk,
Landmannalaugar og Herðu-
breiðarlindir í þessu sambandi.
Það má gera bæði með því að
rækta upp tjaldflatir utan náttúru-
legu vinjanna og með því að vekja
athygli á fleiri stöðum. Flest um-
hverfisvandamál á stöðum ferða-
manna má rekja til bílsins, og einn
þýðingamesti liðurinn í áætlunum
okkar er því að efla gönguferðir
sagði Árni Reynisson.
Þjónustustöð reist í Ásbyrgi
Þjóðgarðurinn við Jökulsár-
gljúfur var stofnaður 1973. Þjóð-
garðurinn nær með Jökulsá að
vestan, frá Dettifossi niður á miðj-
an Sand, um 35 km vegalengd, en
flatarmál hans er um 100 km2.
Jörðin Ásbyrgi er í eigu hins opin-
bera og sá staður er mjög rómaður
fyrir náttúrufegurð. Ásbyrgi hefur
veriö í umsjá Skógræktar ríkisins
frá 1928. Nú er fyrirhugað aö Ás-
byrgi verði hluti af þjóðgarðinum,
en þó áfram [ eigu Skógræktar-
innar. Ákveðið er að koma upp
þjónustustöð þjóðgarðsins í mynni
38