Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 28
adutan Erfiðleikarnir í Portúgal Framkvæmdanefnd Efnahags- bandalags Evrópu hefur samið umsögn um aðildarumsókn Portúgals að bandalaginu. Þó að jákvætt sé tekið í að viðræður um aðild Portúgala verði teknar upp hið snarasta er rækilega vakin at- hygli á þeim efnahagsörðugleik- um, sem við blasa nú og aðild að EBE myndi hafa í för með sér fyrir Portúgali. Eins og kunnugt er, hafa Portú- galir látiö sterklega í Ijós óskir sín- ar um aukin kaup íslendinga á portúgölskum vörum, ef (slend- ingar ætli á annað borð að gera ráð fyrir kaupum Portúgala á ís- lenzkum saltfiski í framtíðinni. Kröfur Portúgala þessa efnis eru að sjálfsögðu sprottnar af þeim gífurlegu vandamálum, sem við er að etja í portúgölsku efnahagslífi um þessar mundir. Helztu atvinnugreinar í lægð í skýrslu EBE-framkvæmda- nefndarinnar er þeim lýst í höfuð- atriðum. Á það er bent, að fjár- festingar séu í lágmarki. Landiö er ekki reglulega vel falliö til land- búnaðar en samt hafa enn 28% af vinnuaflinu atvinnu sína af land- búnaði. Meiriháttar gallar eru á uppbyggingu allra atvinnugreina. í iðnaöi treysta Portúgalir helzt á þær greinar, sem eru almennt í lægð um þessar mundir um víða veröld, svo sem vefjariðnað, skó- gerð og matvælaiðnað. Nefndin bendir á, að við fjölgun Úttekt gerð vegna aðildar- umsóknar til EBE aðildarríkja EBE í 12 muni Portú- gal þurfa sérstaka fjárhagsaðstoð bæði fyrir inngöngu í bandalagið og eins eftir á. Þetta er hins vegar ekki nauðsynlegt í sambandi við inngöngu Spáns og Grikklands, sem einnig er á döfinni. ( áætl- unum er gert ráð fyrir að Portúgalir þurfi einn milljarð dollara á ári í aöstoð til að jafna greiðsluhalla við útlönd og ná um leið 3% hagvexti árlega þannig að hann sé nokkurn veginn í takt viö þróunina í öðrum bandalagslöndum. Háir verndartollar Portúgal gerði fríverzlunar- samning við EBE árið 1972 og ætti samkvæmt honum að hafa lækkað tollmúrana fyrir innfluttum vörum frá EBE. Bandalagið hefur fellt niður tolla á portúgölskum vörum en í Portúgal eru enn tollar á um 60% vöru, sem keypt er frá EBE— löndunum. Portúgölsk yfirvöld hafa gefið fyrirheit um að leggja tolla á aðeins 23% innflutnings frá EBE frá 1980 og fella þá alveg niður 1985. Margs konar verndar- aðgerðir aðrar eru viðhafðar í Portúgal varðandi innflutning frá útlöndum, þar á meðal innflutn- ingsgjald sem er 30—60% af inn- flutningsveröi vöru. Portúgalir flytja nú inn helmingi meira en þeir selja til annarra landa. Ekki eru miklir möguleikar til að draga úr innflutningi, þar sem 70% hans eru matvæli, hráefni og aðrar nauð- synjar. Horfurnar í útflutningsmál- um eru allt annað en góðar fyrir greinar eins og vefjariðnað og skógerð. Sérfræðingar Efnahags- bandalagsins segja, að markmið portúgölsku stjórnarinnar um að auka innflutning um 6% á ári en útflutning um 12.6% fram til 1980, séu „fremur bjartsýnisleg". Sama dóm hljóta ráðagerðir stjórnvalda um að auka hagvöxt um 6% að meðaltali. Atvinnuleysi í Portúgal er nú 15—20% og margt ungt fólk er á atvinnuleysisskrá. Stór hluti þess kynni aö hafa hug á að flytja til Efnahagsbandalagslandanna. Þess vegna yrði gert ráð fyrir viss- um aðlögunartíma áður en portú- galskt verkafólk gæti hagnýtt sér reglur EBE um frjálsan flutnings vinnuafls milli aöildarlandanna. Um 590 þús. portúgalskir verka- menn eru nú þegar við störf í bandalagslöndunum. Portúgalir eiga nú viðræöur við stjórnvöld í Brazilíu og Venezúela með það fyrir augum að flytja út vinnuafl til þessara landa. Fiskimenn með frumstæðan útbúnað frelsta gæfunnar skammt undan nýju stór- iðjuveri skammt frá Lissabonn 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.