Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 39
Ásbyrgis, með svipuðu sniði og
gert var í Skaftafelli, og verður
byrjað á framkvæmdum nú í ár.
Verndun skógarins og skóghirða í
Ásbyrgi verður áfram í höndum
Skógræktar ríkisins, en að öðru
leyti verður Ásbyrgi undir umsjón
Náttúruverndarráðs. Fyrirhugaö
er að hafa fræðslustofu í nýju
þjónustustöðinni. Þar verður hægt
að fræðast um margt varðandi
þjóðgarðinn, jarðsögu hans og
fleira á kortum, myndum og annan
hátt. í ár verður ennfremur lagður
nýr akvegur um þjóðgarðinn og
einnig er verið að skipuleggja
gönguleiðir um svæðið. Á síðasta
ári voru gistinætur í þjóðgarðinum
við Jökulsárgljúfur 5000, og sagði
Árni að umferð þar færi vaxandi.
Gerð göngustíga í Skaftafelli
í Skaftafelli voru gistinætur á
síöasta ári 14.500. Margir ferða-
menn sem aka hringveginn um
landið, gista í Skaftafelli, og enn
fleiri dveljast þar dagstund en þar
er öll aðstaða fyrir ferðamenn
mjög góð, þjónustumiðstöð með
rúmgott tjaldsvæði fyrir ferðafólk-
ið. Á síðasta ári var byrjað að
leggja malborinn stíg að Svarta-
fossi og því verður lokið í ár. Einnig
er verið að gera greiðfært víðar um
þjóðgarðinn meö því að leggja
fleiri stíga eftir ákveðinni áætlun.
Hafa sjálfboðaliðar tekið þátt í að
vinna þessi störf.
Móta stefnu um náttúruvernd og
ferðalög á Hornströndum
Á Hornströndum vinnur Nátt-
úruverndarráö í nánu samstarfi við
landeigendur og fleiri við að móta
stefnu um ferðalög og náttúru-
vernd. Á þessu ári verður gefin út
leiðarlýsing og byrjað á að hlaða
upp og viðhalda vörðum á hinum
ýmsu gönguleiðum.
Árni sagði, að það væri vanda-
mál, aö ferðafólk treysti oft á að
geta gist í húsum og aflað sér
matar á svæðinu. Við viljum móta
þá stefnu, sagði Árni, að allir sem
fara um Hornstrandir hafi með sér
allar sínar vistir og viðlegubúnað.
Við höfum einnig haft samvinnu
við Slysavarnafélagið og Land-
símann vegna öryggismála ferða-
manna. Þannig vinnum við að því
að fólk geti lagt fram áætlun um
ferð sína á Isafirði og látið síðan
vita er ferð lýkur, ellegar verði farið
að huga að því. Það að ferðast um
Hornstrandir er mjög ólíkt því sem
gerist á öðrum stöðum sem ég hef
nefnt, og vegna veðurfars og ein-
angrunar svæðisins eru öryggis-
mál þar ofarlega á blaði í stefnu
Náttúruverndarráðs.
Reykjanes væri þjóðgarður ef...
Ég held því stundum fram í
gamni að ef höfuðborgin væri á
hinu landshorninu, sagði Árni,
væri Reykjanesskagi vinsæll þjóö-
garður. Hér næst okkur eru margir
markverðir og fallegir staðir og
gönguleiðir, sem skemmtilegt er
að skoða. Það má benda á allan
fjallahringinn umhverfis Reykjavík,
sem skemmtileg göngulönd, en
alveg sérstaklega nýju fólkvang-
ana og Hengilssvæöið. Utan sum-
arleyfistímans og milli lengri feröa
er tilvalið að slást í för með ein-
hverju ferðafélaganna undir leið-
sögn fróðra manna og smitast
þannig af þeim skemmtilega
ferðaanda sem þar ríkir. Félögin
skipuleggja fjölmargar ferðir um
nágrenni höfuðborgarinnar sumar
sem vetur. — Því meira sem fólk
gengur um landið, sagði Árni
Reynisson, framkvæmdastjóri
Náttúruverndarráös, að lokum, því
betur gengur það um.
K>
Frá Skaftafelli. I sumar verður þar unnið að gerð göngustíga um þjóðgarðinn.