Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 19
Flugturninn á Ketlavíkurflugvelli í byggingu. Miklð verk er óunnið. Fyrsta skóflustunga var tekin fyrir
ári en verkið er ekki hálfnað enn.
utan vallar hefur mikiö fækkaö aö
undanförnu í kjölfar þess að nýjar
íbúöabyggingar hafa verið teknar í
notkun á flugvallarsvæðinu sjálfu.
í desember sl. bjuggu aðeins 15
fjölskyldur utan vallarins, en voru
skv. upplýsingum varnarliðsins
110 í janúar 1977, en mun fleiri
fyrir nokkrum árum. Auk þessara
fjölskyldna búa um 40 bandarískir
aöilar, sem hingaö hafa komið
sem ferðamenn, en eiga ættingja á
flugvellinum í leiguhúsnæði, utan
varnarliðinu sem utan vallar
bjuggu 1977 greiddu í allt jafnvirði
um 55 milljóna króna í húsaleigu,
að því er varnarliðið upplýsir. Hér
er um að ræöa fjármuni sem renna
beint til leigusala varnarliðsmanna
og vera kann að komi ekki allir
fram í greiðslujafnaðarskýrslum.
Varnarliðið greiddi beint til ís-
lenzka ríkisins á sl. ári rúma 250
þúsund dollara, um 50 milljónir
króna, sem ætlaðar voru til
greiðslu fyrir lög- og tollgæzlu sem
af varnarliðinu skapast, flugum-
ferðarstjórn og flugumsjón auk
hafnargjalda. Innifalin í þessari
upphæð mun vera greiðsla að
upphæð $7675 eða um 1.5 milljón
króna, sem rennur til Vegagerðar-
innar. Þessi upphæð hefur verið
óbreytt um mjög langt árabil og var
í upphafi hugsuð sem greiðsla fyrir
vallarsvæðisins. Liðsmenn í
aukið viðhald vega sem
skapaðist vegna umferðar varnar-
liðsbíla, en síðar sem gjald er
kæmi í stað vegatollsins sem inn-
heimtur var á Keflavíkurvegi.
• Hagnaður Sölu varnarliðs-
eigna 114 millj.
Þá er ótalinn þáttur Sölu
varnarliðseigna, en skv. upplýs-
ingum varnarliðsins voru henni
seldir 157 einkabílar á sl. ári, en
hún endurseldi þá og annan
varning frá liðinu hér innanlands.
Á sl. ári keypti Salan bíla og annan
varning fyrir 83 millj. króna af
varnarliðinu og seldi fyrir 283 millj.
Hagnaður fyrirtækisins var að
greiddum kostnaöi tæpar 114
millj. króna, en var 90 millj. 1976.
Gera má ráð fyrir því, að hagnaður
ríkisins af þessari verzlun komi að
einhverju leyti fram í minni tekjum
þess annars staðar, þ. e. aö inn-
flutningur í gegnum Sölu varnar-
liðseigna komi aö einhverju leyti í
stað tollaös innflutnings.
Loks er að geta einkaeyðslu
einstakra varnarliðsmanna og fjöl-
skyldna þeirra, sem að sjálfsögðu
er ekki talin meö greiðslum
varnarliðsins sjálfs. Hér er við lítiö
að styójast. Varnarliðið hafði þær
upplýsingar, að liösmenn þess
hefðu á sl. ári greitt 39,4 millj.
króna fyrir bíla keypta af inn-
lendum bílaverzlunum,
skráningargjöld og tryggingar af
einkabílum sínum. Liðsmenn
keyptu einnig farmiða af Flug-
leiðum h.f. vegna persónulegra
ferðalaga fyrir rúmar 26 milljónir.
Um aðra eyðslu þessara manna
utan vallar er lítið hægt að fullyrða,
en vafalaust verzla þeir talsvert í
verzlunum í nágrannabæjum flug-
vallarins og eyða einhverjum fjár-
hæðum á ferðum annars staðar.
Ef rifjaðar eru upp heildargjald-
eyristekjurnar af varnarliðinu á sl.
ári þá voru þær 8895 milljónir kr.
fyrir utan það sem ekki kann að
hafa komizt til skila af einhverjum
orsökum og ómögulegt er að gizka
á. Þetta samsvarar 6,1% heildar-
útflutningstekna ársins 1977 og
við þessa starfsemi unnu töluvert á
annað þúsund manns að meðal-
tali, en fleiri um hásumarið, t.d.
1919 í júlí s.l. Til aö fá hér einhvern
samanburð má geta þess að í Ál-
verinu í Straumsvík voru starfandi
að jafnaði 637 menn á sl. ári og
nettófjármagnsinnstreymi í efna-
hagslífið frá Álverinu, sem er sam-
bærilegt við varnarliðstekjur, var
4866 milljónir króna eða um helm-
ingur teknanna af varnarliðinu.
Gjaldeyristekjurnar sem Flugleiðir
19