Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 74
STAÐARBORG,
Breiðdal.
Gisting: 6 herbergi, 13 rúm. Svefnpokapláss er fyrir hendi.
Matur seldur eftir matseðli. Tekið á móti hópum frá ferða-
skrifstofum.
HOTEL höfn,
Hornafirði, sími 97-8240.
Gisting: 40 herbergi, 70 rúm eru í hótelinu. Veittur er 10%
afsláttur ef gist er í tvær nætur, en 15% afsláttur ef gist er í
þrjár nætur eða fleiri. Morgunverðurinn, er hlaðborð. Verð á
máltíðum er samkvæmt matseöli. Mjög góð aðstaða er til
ráðstefnu og fundarhalda á Hótel Höfn, og vínbar er opinn
yfir sumartímann. I bænum er sundlaug, en gufubað á
hótelinu. Rétt viö hótelið er 9 holu golfvöllur.
Hótelstjóri: Árni Stefánsson.
HÓTEL EDDA,
Kirkjubæjarklaustri, V.-Skaft., sími 99-7026.
Gisting: 20 tveggja manna herbergi á kr. 5.300.- og
svefnpokapláss á kr. 1.000,- til 1.700.-. Veitingasalur opinn
kl. 08:00—23:30. Morgunverður (hlaðborð) kr. 1.050.-. Verð
á öðrum veitingum er samkvæmt matseðli. Otisundlaug.
Opið 12. júní til 5. sept.
Hótelstjóri: Margrét Isleifsdóttir.
HÓTEL EDDA,
Skógum, A.-Eyjafjöllum, Rang., sími um Skarðshlíð og um
Selfoss eftir kl. 20.00.
Gisting: 77 rúm í tveggja og þriggja manna herbergjum á
kr. 3.950.- og 5.300.-. Svefnpokapláss á kr. 1.000.- til 1.700.-.
Veitingasalur opinn kl. 08:00—23:30. Morgunverður (hlað-
borð) kr. 1.050.-. Verð á öðrum veitingum er samkvæmt
matseðli. Sundlaug. Gott byggðasafn. Opið 10. júní til 31.
ágúst.
Hótelstjóri: Sigmar Pétursson.
SUMARHÓTELIÐ FLÚÐUM,
Hrunamannahreppi, sími 99-6630.
Gisting: Eins, tveggja og þriggja manna herbergi. Veit-
ingar eru seldar í skólanum/félagsheimilinu. Rúmgóðir salir
eru í báðum húsunum og eru því Flúðir tilvalinn staður til
funda og ráðstefnuhalds.
Skjólborg er ný og sérbyggð gistiaðstaða sem rekin er í
tengslum við hótel Flúðir. Þar eru átta rúmgóð tveggja
manna herbergi með steypibaði og snyrtingu. Hverju her-
bergi fylgirsér útisetlaug. Sameiginlegt lítið eldhús.
Hótelstjóri: Tryggvi Guðmundsson.
HÓTEL EDDA,
Menntaskólanum Laugarvatni, Árn., sími 99-6118.
Gisting: 133 rúm í eins og tveggja manna herbergjum á kr.
3.950.- og 5.300.-. Svefnpokapláss á kr. 1.000,- til 1.700.-.
Veitingasalur opinn kl. 08:00—14:00 og 18:00—21:00.
Morgunverður (hlaðborð) kr. 1.050.-. Verð á öðrum veiting-
um er samkvæmt matseðli. Opið 18. júní til 31. ágúst.
Hótelstjóri: Erna Þórarinsdóttir.
HÓTEL EDDA,
Húsmæðraskólanum Laugarvatni, Árn., sími 99-6154.
Glsting: 54 rúm í eins og tveggja manna herbergjum með
sturtu og W.C. á kr. 5.300.- og 7.200.-. Veitingasalur opinn kl.
08:00—23:30. Morgunverður (hlaðborð) kr. 1.050.-. Verð á
öðrum veitingum er samkvæmt matseðli. Sauna bað. Fund-
arsalir. Opiö 10. júní til 31. ágúst.
Hótelstjóri: Áslaug Alfreðsdóttir.
HÖTEL SELFOSS,
Eyrarvegi 2, Selfossi, sími 99-1230.
Veltingar: Veitingasalur er opinn frá kl. 08:00—23:30.
Morgunverður og síðdegiskaffi er hlaðborð. Úrval ýmis kon-
ar smárétta er á boðstólum og ef gestir óska þess geta þeir
fengið útbúna nestispakka. Á sunnudögum er veittur 10%
fjölskylduafsláttur. Hótelið hefur opið allt árið. Gisting er ekki
fyrir hendi.
Hótelstjóri: Ragnar Wessman, yfirmatsveinn.
HÓTEL ÞÓRISTÚN,
Þóristúni 1, Selfossi, sími 99-1633.
Gisting: Hótel Þóristún, sem er eina gistihúsið á Selfossi
hefur 17 eins, tveggja og þriggja manna herbergi. Baö fylgir
átta herbergjum, en annars er bað á hverjum gangi. Svefn-
pokapláss er ekki fyrir hendi. Á hótelinu er veitingastofa, en
þar er framreiddur morgunverður. Aðrar máltíðir eru ekki á
boðstólum. Opið er allt árið.
Hótelstjóri: Steinunn Hafstað.
HÓTEL VESTMANNAEYJAR,
sími 98-1900.
Gisting: Hótel Vestmannaeyjar hefur upp á að bjóða 30
gistiherbergi, eins, tveggja og þriggja manna, en einnig er
hægt að útvega svefnpokapláss. Hótelið hefur opið allt árið.
Verð á eins manns herbergi er kr. 4.080.-, tveggja manna
herbergi kr. 5.865 - og þriggja manna herbergi kostar kr.
7.905,- á sólarhring. Morgunverður er innifalinn í herbergja-
verði. Baðherbergi er á hverjum gangi. Verð á hádegis- og
kvöldverði er samkvæmt matseðli. Á hótelinu er veitingabúð,
sem er opin aila daga frá kl. 08:00—21:00 og selur alla
venjulega grillrétti. Veitingasalur með vínbar er opinn frá kl.
12:00-14:30 og 19:00-23:30.
Hægt er að fara í skipulagðar skoðunarferðir um eld-
stöðvarnar. Ný sundlaug með sauna er í Eyjum, minjagripa-
verslun er í hótelinu.
Hótelstjóri: Konráð Viðar Halldórsson.
74