Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 82
ti! umrædu
Þau tíðindi hafa gerzt í íslenzkum
stjómmálum, að veruleg sveifla hefur orðið
til vinstri og frjálslyndari stjórnmálaöfl
hafa beðið alvarlegan hnekki eins og Sjálf-
stæðisflokkurinn i borgarstjórnarkosning-
unum í Reykjavík. Svo virðist sem komm-
únistum hafi um stundarsakir að minnsta
kosti tekizt að færa stefnumál sín í aðlað-
andi búning handa kjósendum. Því verður
aftur á móti ekki trúað, að útkomuna í
sveitarstjórnarkosningunum megi túlka
sem svo, að æ fleiri íslendingar aðhyllist
kreddukennda hugmyndafræði og til-
hneigingu til ofríkis og opinberrar forsjár í
hvívetna, sem er einkennandi fyrir alla
framámenn Alþýðubandalagsins, sem ein-
hvers mega sín í þeim herbúðum.
Nei, því verður ekki trúað, að hugsunar-
háttur íslendinga sé orðinn svo brenglaður,
að atkvæðamagn kommúnista í byggða-
kosningunum gefi til kynna að svo aukinn
fjöldi kjósenda hafi snúizt til kommúnisma
eða vinstri sósíalisma. Hér er allt annað á
ferðinni og verður í höfuðatriðum annað
hvort flokkað undir óvarkárni eða mót-
mælaaðgerðir. Óráðnir kjósendur kunna
að hafa látið glepjast af fagurgala komm-
únistaframbjóðendanna og hugsað sem
svo, að þeir væru alls ekki svo afleitir, þegar
öllu væri á botninn hvolft og ástæðulaust
að hræðast „kommagrýluna“ svokölluðu.
Að hinu leytinu má gera ráð fyrir að vinstri
sinnaðir Framsóknarmenn, sem vildu veita
forystu flokks síns aðvörun, hafi kosið Al-
þýðubandalagið í þetta sinn.
Það verður aldrei nægilega varað við
þeim tilburðum kommúnista að velja ó-
heillastefnu sinni girnilegar umbúðir. í
stjórnmálabaráttunni nota þeir alkunna
og einföldustu tækni í sölumálum. Við
höfum kannski efni á að láta blekkjast af
litríkum umbúðum, sem hitta í mark, í
eitt skipti þegar um sviknar neyzluvörur er
að ræða á boðstólum í verzlunum. En það
gegnir öðru máli um stjórnmálaflokka af
þeim meiði, sem Alþýðubandalagið er
sprottið. Það hefur enginn sannur og frjáls
íslendingur efni á að greiða þeim flokki
atkvæði sitt í rælni eða tilraunaskyni. Það
verður ekki aftur snúið, þegar kommún-
istaforystan er komin til afgerandi valda og
áhrifa í íslenzku þjóðlífi. Þá er um seinan
að naga sig í handabökin.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks hefur verið umdeild og að-
gerðir hennar gagnrýndar harðlega. Mörg-
um stuðningsmönnum þessara flokka hef-
ur fundizt hún eiga ráðningu skilið og vilj-
að m.a. sýna henni það í fullri alvöru með
atkvæði sínu í sveitarstjórnarkosningum.
Slík afstaða er kannski skiljanleg en
hættuleg, þegar á valkostina er litið.
Stuðningsmenn frjálshyggju geta ekki
vegna vonbrigða sinna með fjögurra ára
feril ríkisstjórnar hætt á að efla sósíalista-
hreyfingu í landinu með óábyrgðri afstöðu
sinni í almennum kosningum.
82