Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1978, Síða 82

Frjáls verslun - 01.05.1978, Síða 82
ti! umrædu Þau tíðindi hafa gerzt í íslenzkum stjómmálum, að veruleg sveifla hefur orðið til vinstri og frjálslyndari stjórnmálaöfl hafa beðið alvarlegan hnekki eins og Sjálf- stæðisflokkurinn i borgarstjórnarkosning- unum í Reykjavík. Svo virðist sem komm- únistum hafi um stundarsakir að minnsta kosti tekizt að færa stefnumál sín í aðlað- andi búning handa kjósendum. Því verður aftur á móti ekki trúað, að útkomuna í sveitarstjórnarkosningunum megi túlka sem svo, að æ fleiri íslendingar aðhyllist kreddukennda hugmyndafræði og til- hneigingu til ofríkis og opinberrar forsjár í hvívetna, sem er einkennandi fyrir alla framámenn Alþýðubandalagsins, sem ein- hvers mega sín í þeim herbúðum. Nei, því verður ekki trúað, að hugsunar- háttur íslendinga sé orðinn svo brenglaður, að atkvæðamagn kommúnista í byggða- kosningunum gefi til kynna að svo aukinn fjöldi kjósenda hafi snúizt til kommúnisma eða vinstri sósíalisma. Hér er allt annað á ferðinni og verður í höfuðatriðum annað hvort flokkað undir óvarkárni eða mót- mælaaðgerðir. Óráðnir kjósendur kunna að hafa látið glepjast af fagurgala komm- únistaframbjóðendanna og hugsað sem svo, að þeir væru alls ekki svo afleitir, þegar öllu væri á botninn hvolft og ástæðulaust að hræðast „kommagrýluna“ svokölluðu. Að hinu leytinu má gera ráð fyrir að vinstri sinnaðir Framsóknarmenn, sem vildu veita forystu flokks síns aðvörun, hafi kosið Al- þýðubandalagið í þetta sinn. Það verður aldrei nægilega varað við þeim tilburðum kommúnista að velja ó- heillastefnu sinni girnilegar umbúðir. í stjórnmálabaráttunni nota þeir alkunna og einföldustu tækni í sölumálum. Við höfum kannski efni á að láta blekkjast af litríkum umbúðum, sem hitta í mark, í eitt skipti þegar um sviknar neyzluvörur er að ræða á boðstólum í verzlunum. En það gegnir öðru máli um stjórnmálaflokka af þeim meiði, sem Alþýðubandalagið er sprottið. Það hefur enginn sannur og frjáls íslendingur efni á að greiða þeim flokki atkvæði sitt í rælni eða tilraunaskyni. Það verður ekki aftur snúið, þegar kommún- istaforystan er komin til afgerandi valda og áhrifa í íslenzku þjóðlífi. Þá er um seinan að naga sig í handabökin. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hefur verið umdeild og að- gerðir hennar gagnrýndar harðlega. Mörg- um stuðningsmönnum þessara flokka hef- ur fundizt hún eiga ráðningu skilið og vilj- að m.a. sýna henni það í fullri alvöru með atkvæði sínu í sveitarstjórnarkosningum. Slík afstaða er kannski skiljanleg en hættuleg, þegar á valkostina er litið. Stuðningsmenn frjálshyggju geta ekki vegna vonbrigða sinna með fjögurra ára feril ríkisstjórnar hætt á að efla sósíalista- hreyfingu í landinu með óábyrgðri afstöðu sinni í almennum kosningum. 82
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.