Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 49
gista á Eddu hótelunum, en ferða-
skrifstofa ríkisins skipuleggur
margar hópferðir, þar sem dvalið
er á Eddu hótelum.
Ferðaskrifstofa ríkisins er
stærsti skipuleggjandi hópferða
hér innanlands. Bæði eru skipu-
lagðar styttri og lengri ferðir.
Stuttar eins dags ferðir frá
Reykjavík eru fjölmargar m.a. til
Grindavíkur og Krísuvíkur, Vest-
mannaeyja, Akureyrar og Mý-
vatns, í Þjórsárdalinn og að Gull-
fossi og Geysi. I lengri ferðirnar er
flogið.
Boðið er upp á ferðir sem taka
að jafnaði tvo til sex daga og má
þar nefna ferð á Austfirðina, Snæ-
fellsnes, Vestfirði og að Mývatni. í
lengri ferðirnar er farið t.d. í hring-
ferð um landið, sem tekur 10 daga,
og sagði Kjartan að þessar ferðir
væru mjög vinsælar hjá Islending-
um. Einnig er farið í margar ferðir
um hálendi og óbyggðir íslands,
jafnt sem byggðir.
Ferðahópunum er séð fyrir mat
og gistingu á Eddu hótelum út um
allt land, og leiðsögumenn eru
alltaf með í för.
Kirkjubæjarklaustur.
Benzín- og olíustöð
ESSO OLIS SHELL Alhliða ferðamannaverzlun
við Aðalgötu, Stykkishólmi SALA Á BENZÍNIOG OLÍUM
Sími 93-8254 og 93-8286
ALLS KONAR FERÐAVÖR-
UR
ÖL, SÆLGÆTI, ÍS, HEITAR
PYLSUR OG FL.
FERÐAMENN!
VERIÐ VELKOMIN
49