Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 59
skinku, spægipylsu og vínarpyls-
ur, einnig súkkulaði, gráðost,
hnetur og yfirleitt aðrar þær mat-
vörur, sem unnar eru með íblönd-
un annarra efna eða hvata.
Aðrir sérfræðingar á þessu sviði
hafa í auknu mæli aðhyllst ,,per-
sónuleikakenninguna" hin síðari
ár, í viöleitni sinni til skilgreiningar
á orsökum migraine. Samkvæmt
henni er migraine-sjúklingurinn
tíðum af þeirri manngerð sem
mynduð er af framagirni, hörku,
fulltekt (perfectionism), — sem
sagt ímynd ofurmennis, sem krefst
óhemju mikils af sjálfum sér og
öðrum. Sá eða sú, samkvæmt
kenningunni, er yfirmáta drífandi
og ávallt upptekin af að ná árangri
samkvæmt hærri markmiðum en
almennt gerast. Hann eða hún
hefur sterka tilhneigingu til þess
að drottna yfir umhverfi sínu, söls-
ar undir sig völd, mokar saman fé
og mismunar þeim sem hann um-
gengst. Hann er með afbrigðum
duglegur og stefnufastur, hlaðinn
orku og hugfestu. Hann bregst af-
ar illa við mistökum. (Sá sem þjáist
af „klösum" deilir, samkvæmt
kenningunni, flestum þessum ein-
kennum með migraine-sjúklingn-
um, en er þó sagður mjög við-
kvæmur og auðsæranlegur undir
brynjunni. Kannanir hafa sýnt að
,,klasa“-höfuðverkur virðist hafa
ákveðna fylgni hjá þeim sem eru
vel aö manni, laglegir, venjulega
stórreykingamenn og drykkfelldir.
Allt bendir og til þess að ofneysla
áfengis sé algengasta ástæðan
þegar um er að ræða ,,klasa"-höf-
uöverk.)
Samkvæmt „persónuleikakenn-
ingunni" er migraine-sjúklingur-
inn, þrátt fyrir dugnaðinn, og ef til
vill vegna keppni hans að fulltekt,
mjög erfiður í samstarfi. Hann á
erfitt með að deila ábyrgð meö
öðrum. Hann hefur stöðugar
áhyggjur af því að aörir geti ekki
framkvæmt fyrirætlanir hans, —
hann vantreystir öllum nema sjálf-
um sér. Af þessum sökum leggur
hann á sig mikla yfirvinnu í stað
þess að fela öðrum vandasöm
verkefni. Hann er alveg einstak-
lega óþolinmóður-
Hugsanleg lækning
En hvað skyldi vera hægt að gera
til þess að sigrast á höfuðverkn-
um? Svo furðulegt sem það kann
að hljóma, þá hafa „gagnslausar"
sykurpillur læknað svæsnustu
höfuðverki, séu þær teknar sam-
kvæmt ráði skilningsríks sállækn-
is. Það virðist sem sú sálfræðilega
aðstoð sem í ráðgjöfinni felst sé
innsigluð með sykurpillunni. Sá
léttir og öryggistilfinning sem
þannig fæst virðist stundum vera
allt sem til þarf, höfuðverkurinn
hverfur. Þetta rennir vissulega
stoðum undir þá tilgátu að orsak-
irnar séu af sálarlegum toga
spunnar.
í öðrum tilvikum gefa læknar
lyfseðla á töflur sem innihalda
ergotamine og caffeine en þau lyf
draga úr æðaþenslu í höfðinu og
eyða verkjum séu þau tekin strax
og fyrstu merki höfuðverkjar koma
fram. Séu þessi lyf hinsvegar tekin
eftir að höfuðverkurinn er til staðar
eru þau svo til gagnslaus.
Margir læknar sem hafa sérhæft
Velkomin
til
Selfoss
Á leiö um Suðurland er Selfoss tilvalinn
áningarstaður.
Til staðar eru veitingahús, gistihús og
fjöldi verslana og þjónustufyrirtækja.
Aðstaöa til líkamsræktar og hvers konar
íþróttaiókana er meó ágætum, t.d. býður
sundhöllin upp á úti og innilaug, sauna
bað og heita potta.
í náttúrufari staðarins og næsta nágrennis
er margt áhugavert fyrir þá sem njóta vilja
útivistar.
Verið velkomin til lengri eða skemmri
dvalar.
59