Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 15
ordspor Embœtti borgarstjórans í Reykjavík hefur veriö auglýst laust til umsóknar eins og blaðaauglýsingar hafa borið með sér. Talið var, að þessar auglýsingar vœru fyrst og fremst formsatriði, þvi að fyrir lœgi hvert borgarstjóraefni hins nýja meirihluta yrði. Svo virðist þó ekki vera og eru þeir meiri- hlutamenn á höttunum eftir góðum manni. Einhverjir hafa þó komið sterklega til greina. Meðal þeirra var Guðlaugur Þor- valdsson, háskólarektor. En Gunnar Thor- oddsen varð fyrri til og gerði hann að sátta- semjara. Nú er einhver von talin um að Björn Tryggvason, aðstoðarbankastjóri í Seðlabankanum fáist til að taka borgar- stjórastarfið að sér. • Staða forstjóra Sjúkrasamlags Reykja- víkur mun laus innan tiðar, þar sem hermt er, að Gunnar Möller núverandi forstjóri muni senn láta af störfum fyrir aldurssakir. Davíð Oddsson, borgarfulltrúi, hefur starfað um nokkurra ára bil sem skrifstofustjóri sjúkrasamlagsins og er talið, að hann sé lík- legastur arftaki Gunnars Möller. • Við sendiráð íslands í París verður vœnt- anlega stofnað embœtti viðskiptafulltrúa í haust en heimild er til þess á fjárlögum rík- isins. Mun hlutverk viðskiptafulltrúans verða að vinna að markaðsöflun fyrir ís- lenzkar afurðir í Frákklandi og reyndar V.-Evrópulöndum, sérstaklega aðildarlönd- um Efnahagsbandalagsins. Sveinn Björns- son, fulltrúi í viðskiptaráðuneylinu, verður sennUega skipaður fyrsti viðskiptafuUtrúinn í sendiráðinu í París. • Menn hafa velt því fyrir sér hvernig sú stefna Bandarikjamanna, að flytja varnar- liðinu hér á landi liðsauka austur um haf yrði í framkvæmd ef til hernaðarátaka kæmi, oghvort íslandgœti hugsanlega orðið útundan að þessu leyti, ef herafla frá Bandaríkjunumyrðiþörf annars staðar. Það mun hafa komið fram við heimsóknir ís- lenzkra áhugamanna um varnarmál í Bandaríkjunum, að herfylki, sem staðsett er í herstöð í einu af NA -ríkjum Bandaríkjanna og telur mörg þúsund manns hafi Keflavik- urflugvöll sem fyrirfram ákveðinn áfanga- stað, ef stríðsátök brjótast út. Bílaframleiðendur í Japan, V.-Evrópu og Ameríku sjá fram á mjög aukna og harðn- andi samkeppni frá bílaiðnaði á láglauna- svæðum í Asíu, einkanlega S.-Kóreu og Fil- ipsevjum. Tímakaup verkamanna á Filips- eyjum mun vera sem svarar 65 bandarískum sentum á klukkutíma, en verkamaður í bílaiðnaði í Bandaríkjunum er með um 10 dali fyrir sömu vinnu. Japanir óttast sér- staklega samkeppni við S.-Kóreumenn enda eru bílarnir, sem þeir framleiða ekki ósvip- aðir þeim japönsku. Ekki er ólíklegt, að S.-kóreanskir bílar verði á markaði hér- lendis áður en langt um líður. Hermt er að Hek/a h.f. hafi leitað eftir umboðum fyrir bila þaðan að austan til að geta boðið upp á ódýrari bíla samhliða V.-þýzkum bílum, sem verða stöðugt dýrari í verði. • Rekstur bílaskipsins Bifrastar hefur gengið vel að því er bezt er vitað, og flytur skipið mikið magn af vörum fyrir varnarliðið milli íslands og Bandarikjanna en einnig bíla til íslands, aðallega fyrir Ford-umboðið. Skipið hefur ekki getað sinnt ferðum milli íslands og meginlands Evrópu og hafa því forráðamenn Bifrastar verið að leita að hentugu skipi öðru til að nota í Evrópusigl- ingum. Munu þeir hafa augastað á skipi í Bretlandi og er það svokallað roll-on/- roll-off eins og Bifröst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.