Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 30
Philips smíðar prívíddarsjónvarp Þrívíddarsjónvarp kann að verða á markaði í V-Evrópu snemma á næsta áratug. Vís- indamenn hjá Philips-verk- smiðjunum í Hollandi eru að vinna að gerð sjónvarpstækja með flötum skjá, sem gætu framkallað mynd með þrívídd- aráhrifum. Á sjónvarpshátíðinni í Montreux í maí vöktu sænskir uppfinningamenn mikia at- hygli með þrívíddartækjum, sem þeir eru með á tilrauna- stigi. En til þess að geta notið tækni Svíanna þurfa áhorfend- ur að burðast með sérstök gleraugu, sem bíógestir muna eflaust eftir frá árunum milli 1950 og 60, þegar þrívíddar- myndir lifðu sitt stutta skeið. Uppfinning Philips krefst aftur á móti engra sérstakra gler- augna. Þarna virðist vera á ferðinni mesta bylting í sjón- varpstækni síðan litsjónvarps- tæki voru fyrst framleidd. Philips-fyrirtækið, sem gerir ráð fyrir að komast mörgum skrefum fram úr aðalkeppi- nautum sínum með þessari nýjung, er skiljanlega ófúst að gefa mikið af upplýsingum um áform sín. Þó er vitað, að hjá Philips er verið að gera til- raunir með flata skjái. Svo er einnig hjá ýmsum öðrum sjón- varpstækjaframleiðendum. í Japan eru það Sanyo, Sharp og Hitachi sem vinna að þremur mismunandi gerðum tækja. Þessi tæki verða laus við venjulegu sjónvarpslampana og geta hangið á vegg eins og spegill. Philips stendur keppi- nautum sínum framar að því leyti, að verksmiðjur þess fyr- irtækis eru að hanna flatan skjá, sem býður áhorfendum þá stórkostlegu nýjung að sjá myndina í þrívídd. Sérfræðingar á þessu sviði telja, að Philips sé hugsanlega svo langt á veg komið með til- raunir sínar, að þrívíddartækin verði komin á markað 1981. Um það leyti renna út ýmsir samningar Philips við aðrar verksmiðjur um einkaleyfi til framleiðslu á litsjónvarpstækj- um. Sjónvarpstækjamarkaður- inn í Evrópu mun því verða galopinn upp úr 1980. Jap- anskir framleiðendur hafa hingað til verið svo til útilok- aðir frá markaðnum í V-Evrópu með þeirri undantekningu þó, að þeir hafa náð um 8% af markaðsheildinni fyrir litsjón- varp með minni tækjum sínum, 19 tommu og þaðan af minni. Þar til nú hefur æviferill ham- borgarans verið ein samfelld frægðarsaga. Fyrstu hamborgar- arnir voru seldir á heimssýning- unni í St. Louis í Missouri-ríki í Bandaríkjunum árið 1903. Það segir sagan allavega. Þessi hand- hægi aðalréttur varð fljótlega partur af mataræði Bandaríkja- manna. Það þurfti ekki mikla elda- mennskuhæfileika til að hakka kjöt og búa til bollu. Þaö var einfalt mál að njóta hamborgarans fjarri mat- borðinu, í bíl t.d. einhvers staðar úti á hraöbrautum Ameríku. Hamborgarinn hefur farið sem stormsveipur um öll Bandaríkin og er á góöri leiö með að ráðast á matseðlana í flestum öðrum lönd- um heims. Svo er veitingahúsa- Japanir vilja hins vegar líka koma stærri sjónvarpstækjum sínum á markað í Evrópu. Hyggja þeir á samstarf við brezka framleiðendur í þeim tilgangi. Risarnir á evrópska sjónvarpsmarkaðnum myndu sennilega standa af sér aukna samkeppni en aðeins með stórlega skertum hagnaði. Philips er nú í fyrsta sæti með sölu á þessu ári, sem nemur tveim milljónum tækja, næst kemur Grundig með 1.1 millj. og AEG-Telefunken með 0.7 er í þriðja sæti. Ef Philips nær forystu í framleiðslu á þrívíddartækjum og fær sjónvarpsstöðvar til að breyta sendistöðvum sínum, reynist slíkt nauðsynlegt, er hag þess fyrirtækis sæmilega vel borgið í samkeppninni, því að ótal möguleikar tif sölu á einkaleyfum munu bjóðast þegar og þar sem Philips kann að óska. keðjum eins og McDonalds fyrir aö þakka. Slæmar fréttir Fyrir nokkru voru birtar slæmar fréttir fyrir þessa amerísku upp- finningu. Hópur efnafræðinga, sem unnið hefur að rannsóknum í tengslum við Washington Uni- versity kynnti niðurstöður rann- sókna sinna, sem leiða í Ijós, að hamborgarar geta valdið krabba- meini. Þegar hamborgarinn er steiktur á járngrind eins og tíðkast víðast á veitingastöðum, myndast í honum svokallað ..mutagen", að sögn vísindamannanna. ,,Mutagen“ getur leitt til breytinga á genunum. Það hefur valdið krabbameini í tilraunadýrum. Hamborgarar - hættulegir? 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.