Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 16

Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 16
inn/ent Rekstrarkostnaður knattspyrnu- deildar Vals 23-25 milljónir Meðal tekjumöguleika sem íþróttafélögin nýta sér er sala á auglýs- ingum á búninga sína. Tekjur knattspyrnudeildar Vals af auglýslngum á skiltum og búningum eru um 3.5 milljónir. „íþróttaforystu- menn eru betlararnir á íslandi“ — „Nauð- syn að leita nýrra fjár- öflunarleiða“ segja forystumenn félaga. Kostnaður við rekstur knatt- spyrnudeildar Vals á þessu ári er milli 23-25 milljónir króna. Deildin hafði í leiktekjur 12 milljónir króna og kostnaður vegna ferðalaga var 8 milljónir króna. Niðurstöðutöl- ur rekstrarreikninga Handknatt- leikssambands íslands á síðasta ári voru 38 milljónir króna. Það kostar um 3'/2 milljón að senda lið utan til leiks, og á þessu ári má búast við um 3 milljón króna halla á rekstri sambandsins. Halli virð- ist vera útkoman á reikningum flestallra sérsambanda innan ÍSI nú á þessu ári. Allt eru þetta stórar tölur sem um er að ræða, og ætlar F.V. að þessu sinni að fjalla um fjármál íþróttafélaga, hvernig þau afla fjár til starfseminnar, hvernig fjár- stuðningi stjórnvalda er háttað og fleira. f þessu sambandi ræddi blaðið við þá Pétur Sveinbjarnarson, for- mann knattspyrnudeildar Vals og Júlíus Hafstein, gjaldkera HSÍ, en hann á einnig sæti í íþróttaráði Reykjavíkur, situr í stjórn ÍBR og er varaformaður (R. Leiktekjur meistaraflokks Vals 12 milljónir. Fjáröflunarleiðir knattspyrnu- deildar Vals eru tiltölulega fáar, en þeim mun stærri, sagði Pétur Sveinbjarnarson. Það er athyglis- vert, að leiktekjur deildarinnar á þessu ári eru þær langhæstu, sem hafa þekkst í íslenskum íþróttum. Eru það 12 milljónir króna, sem meistaraflokkur Vals hafði í beinar leiktekjur á þessu ári, þegar frá eru dregin hin margvíslegustu gjöld, sem félaginu er gert að greiða t.d. í vallarleigu og framlög í hina ýmsu sjóði. Leiktekjur af leikjum, sem spilaðir voru hér voru 7 milljónir króna, en leiktekjur af Evrópu- keppni 5 milljónir króna. Aðrar tekjur knattspyrnudeild- arinnar eru fyrst og fremst auglýs- ingatekjur af leikskrá, en þær eru tæpar 6 milljónir að frádregnum kostnaði. Aðrar auglýsingatekjur t.d. af skiltum og búningum eru um 3,5 milljónir. Það sem á vantar kemur inn í félagsgjöldum, sem í ár eru rúm ein milljón og beinum styrkjum. Opinber styrkur til deild- arinnar nemur innan við tveimur milljónum. Ferðakostnaður deildarinnar 8 milljónir. Ekki þiggja aörir laun hjá knatt- spyrnudeild Vals en þjálfarar og einn starfsmaður yfir fjögurra mánaða tímabil yfir hávertíðina. Kostnaður við þjálfun er 6V2 milljón á þessu ári hjá meistaraflokki og yngri flokkum, en þjálfarar eru sjö. Ýmis kostnaður er við annan rekstur t.d. við bolta og búninga um ein milljón í ár. Ferðalög eru gífurlega stór liður í kostnaði við rekstur deildarinnar. Ferðakostn- aður, sem knattspyrnudeild Vals greiðir innanlands sem utan á þessu ári eru um 8 milljónir króna. Hins vegar er upphæðin í raun hærri, að sögn Péturs, þar sem yngri flokkarnir hafa sjálfir greitt sínar utanferðir og stóran hluta við kostnaö af ferðalögum innan- lands. Beinn kostnaður meistara- 16

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.