Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Page 21

Frjáls verslun - 01.12.1978, Page 21
sérefni „Tískubúðirnar eiga í gífulegri samkeppni um þessar mundir” — segja hjónin Auður Þórisdóttir og Pétur Ingólfsson, sem reka verslunina Viktoríu að Laugavegi 12. „Fram að nóvember á þessu ári varð 80% söluaukning í verslun- inni Viktoríu en síðan varð hún minni enda þótt að mánuðirnir fyrir jól séu yfirleitt bestu mánuðir ársins," sögðu hjónin Auður Þór- isdóttir og Pétur Ingólfsson, sem rekið hafa verslunina Viktoríu í 6 ár. „Þessi minnkun á sölu segir sína sögu um við hverju tísku- verslanaeigendur mega búast á næsta ári.“ ,,En það má teljast furðulegt að ríkið skuli vera að veitast að versl- uninni þar eð ríkið hefur drjúgar tekjur af henni. Við gerðum það af gamni okkar að reikna út hlut rík- isins í útsöluverði t.d. kjóls, sem kostar á innkaupsverði 15 pund eða í ísl. kr. 9.633.—. Þegar búið er að leggja á kjólinn öll þau gjöld og kostnað sem koma á slíka vöru þá kostar kjóllinn út úr búð 22.445.— þannig að útsöluverð hefur hækkað um 133%. En út- söluverð skiptist í grófum dráttum þannig: Innkaupsverð 43% Ríkiðfær 25% Fragt, vátryggingargj., bankakostnaður 4.0% Vextir 0.8% Heildsöluálagning 6.0% Smásöluálagning 22.0% 100% álagning á hinum Norður- löndunum ,,Þó að álögur séu ekki miklar fær ríkið samt 'A hluta af útsölu- verðinu og lítið er eftir handa búð- areigandanum þegaröll gjöld hafa verið greidd. Það þekkist ekki á hinum Norðurlöndunum að álagn- ing sé undir 100% en hér erum við 21

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.