Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 22

Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 22
með 34.9% álagningu á tískufatn- aði eins og kjólum. Þarna kemur líka skýringin á því hvers vegna sambærilegur fatnaður erlendis er jafn dýr hér eða jafnvel dýrari." „Fatnaðinn í verslun okkar kaupum við aðallega frá Norður- löndunum, Ítalíu, lítið eitt frá Þýskalandi og Frakklandi, því það er orðið mjög dýrt að versla við þessi lönd. Annars kjósum við fremur að vera með vandaða vöru þó hún sé dýrari, því fólk hér á landi gerir miklar kröfur um gæði. Helst vill fólkið að hver flík sé módelflík en það er erfitt að kaupa fáar flíkur af hverri gerð. Það eru þó einkum dýrari fyrirtækin sem taka slíkt til greina annars verðum við að kaupa til dæmis af kjólum 12—20 kjóla af hverri gerð í senn." Alltof margar tískuverslanir ,,Þeir sem versla með tískufatn- að á íslandi fylgjast yfirleitt mjög vel með nýjungum erlendis og við efumst um að fólk fái fallegri fatn- að erlendis en hér. Tískubúðar-' eigendur eiga í gífurlegri sam-' keppni innbyröis og tískuverslanir eru allt of margar. Þar sem breyt- ingar eru mjög örar á tískunni verða tískubúðareigendur að fara nokkuð oft erlendis til þess að kaupa inn en þá komum við að öðru vandamáli og það er að yfir- völd leyfa ekki ferðalög til inn- kaupa fyrir nema sem svarar 1% af veltu fyrirtækjanna. Segjum að veltan sé 100 milljónir á ári þá er ráðstöfunarfé til ferðalaga 1 mill- jón á ári. Þetta þýðir að ef hjón fara saman í 7—10 daga ferð til fjög- urra landa þá kostar hver ferð með hótel og fæðiskostnaði um 500 þúsund krónur og er þá vægt reiknaö. Sem þýðir að búðareig- endur komast í 2 innkaupsferðir á ári ef um hjón er að ræða. Helstu fatasýningar erlendis eru fjórar talsins á ári og er nauðsynlegt að komast á þær allar. Oft á tíðum er ekki nóg að fara aðeins á þessar fjórar sýningar, því verslunin getur orðið uppiskroppa með vöru löngu áður en næsta sýning hefst. Einnig getur komið upp sú staða að verslun hefur gert pöntun en síðan verður gengislækkun þannig að varan er orðin allt of dýr. Þetta getur kostað aukaferð til útlanda til að finna ódýrari vöru." Sambærileg framleiðsla hér heima ,,Við höfum verið meó bæði jakka og pils, sem framleidd hafa verið hér heima af fataverksmiðj- unni Elg. Þessi framleiðsla er fylli- lega sambærileg við það besta er- lendis. En þar er einn hængur á, að til þess að innlenda framleiðsl- an sé arðbær og hægt sé að halda verðinu niðri verður að framleiða 100—200 flíkur af hverri gerð. ' þú geturtckif bil á fíkureyn og Sk, a\ honurn i Reykjav,k ð%Sts*° i3,rCÍlMr Lr 'a f/ugve//,num íhvoram statnumsem* •>"*** °3 / VW - 1303, VW - sendiferðabílar VW - Microbus - 9 sæta Opel Ascona, Mazda Toyota, Amigo, Lada Topas, Blazer Land Rover 7 og 9 manna Range Rover, Scout Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabraut 14 simar 21715 og 23515, box 510 Reykjavik: Siöumúia 33 simi 86915 n 22

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.