Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 25

Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 25
„Boð og bönn ríkisvaldsins setja okkur stólinn fyrir dyrnar” — segir Guðlaugur Bergmann forstjóri Karnabæjar. „Kaupmenn og iðnrekendur kvíða framtíðinni eftir aðgerðir ríkisstjórnarinnar á þessu ári. Mér er samt ekki að skapi að barma mér, því allt hefur gengið mjög vel hjá Karnabæ síðan fyrirtækið var stofnað árið 1966. Það sem ég er þó óhress yfir er að geta ekki rekið okkar fyrirtæki á enn hagkvæmari hátt og aukið reksturinn, vegna alls kyns boða og banna sem rík- isvaldið setur, því við getum gert miklu betur,“ sagði Guðlaugur Bergmann forstjóri Karnabæjar. ,,Svo er komið að 60—70% af þeim fatnaði sem við seljum í Karnabæ í Reykjavík og úti á landi er framleiddur af okkur sjálfum undir ýmsum vörumerkjum. Versl- unarstjórarnir í þessum verslunum segja að þetta séu vörurnar sem seljist best. Því getum við framleitt miklu meira en við gerum nú. En til þess vantar okkur aukinn véla- kost, aukið hráefni og stærra hús- næði, sem þýðir aftur greiðari aö- gang aö fjármagni til uppbygging- arstarfsins, en þetta fjármagn er ekki fyrir hendi.“ Dugandi starfskraftur ,,Við höfum frá upphafi fyrir- tækisins fylgst mjög vel meö öllum tækninýjungum á sviði sauma- skapar og í fjórar vikur, fjórum sinnum á ári kemur til okkar tæknilegur ráðunautur erlendis frá og ráðleggur okkur í sambandi við Guðlaugur Bergmann. framleiðsluna. Hefur framleiðsla okkar á jökkum til dæmis aukist úr 0.85 jakka á dag í 4—5 jakka á dag á saumakonu frá því við byrjuðum fataframleiðslu árið 1970. Þessi auknu afköst þökkum við aukinni hagræðingu og að starfskraftur okkar er örugglega einn sá dug- legasti á sínu sviði í heimi. Einnig fylgjumst við vel með öllum tísku- nýjungum þannig að nú má telja árangur Karnabæjar í fataiðnaði með því besta á Norðurlöndun- um.“ „Konurnar sem vinna hjá okkur við saumaskap geta komist upp í 60—80% bónus en við höfum 100 saumakonur í vinnu. En þarna komum við einmitt að merg máls- ins þ.e. hvernig er hægt að greiöa góð laun? Til þess þarf aukna hagræðingu í rekstri þannig að framleiðslan á mann sé meiri og hagkvæmni í innkaupum á hráefni. En þegar við ætlum að auka hag- kvæmni og hagræðingu rekumst við á alls kyns boð og bönn. Tök- um dæmi: Gjaldeyrishöft gera það að verkum að það er engin að- staða til þess að gera hagkvæm innkaup til dæmis með því að borga vöruna út í hönd erlendis heldur veróum við að bíða eftir því að reikningurinn fyrir vörunni komi , til íslands. Þá fyrst getum við fengið gjaldeyri. Þetta er svipað því að veiðimaðurinn fari fyrst til bóndans og segi: ,,Má ég skjóta gæsina í túninu hjá þér?" En þegar veiðimaðurinn ætlar að fara að skjóta gæsina þá getur hún verið flogin." Gjaldeyrir á útsöluverði ,,Við sem störfum að íslenskum iðnaði erum ekki að biðja um ein- hver sér hlunnindi eða styrki held- ur förum við fram á að hafa sömu aðstöðu hvað fjármagn snertir og aðrar atvinnugreinar eins og sjáv- arútvegur og landbúnaður. Starfsskilyrði okkar veröa líka aö vera svipuð og hjá öðrum atvinnu- greinum en til þess að svo veröi verður að skrá gengið rétt. Við vit- um að síðastliðna 4 mánuði hefur gengiö fallið töluvert. lönrekendur hafa á þessu tímabili séð innflytj- endur kaupa gjaldeyri á útsölu- verði í bönkum. Þannig hafa þeir haft svigrúm til að selja sína vöru á mjög hagstæðu verði. Þetta er í mótsögn við stefnu stjórnvalda í gjaldeyrismálum þar sem æðsta boðorðið er: Spörum gjaldeyri." F.V.: — Þegar ísland gekk í EFTA árið 1970 spáðu íslenskir iðnrekendur því að innlendur iðn- aður færi á hausinn. En þetta hef- ur síður en svo rætst. Hver er þín skýring á þessu máli? „Þegar við geröum okkur alvör- una Ijósa þá tókum við á honum stóra okkar og einbeittum okkur að því að vera samkeppnisfærir við Evrópuþjóöirnar og Norður- löndin sem okkur hefur tekist í mörgum greinum. En við erum núna uggandi um framtíöina vegna þess að á 10 ára tímabili frá gildistöku laganna um EFTA aðild 25

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.