Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 37

Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 37
skotfun Peningabandalag Evrópuþjóöa: Draumur eða veruleiki? Grein eftir Geir Haarde, hagfræöing Höfundur, sem veitir alþjóða- deild Seðlabankans forstöðu, fjallar um hugmyndir um gjald- eyris- eða peningabandalag Evrópuþjóða, sem ræddar hafa verið undanfarið Efst á baugi í evrópskum stjórnmálum undan- farna mánuði hefur verið hugmyndin um gjald- eyris- eða peningabandalag Evrópuþjóða (Euro- pean Monetary System), en fyrirætlarnir um slíkt víðtækt samstarf komust aftur á dagskrá á leið- togafundum Evrópuríkja í Kaupmannahöfn og Bremen fyrr á árinu eftir að hafa legiö í láginni í nokkur ár. Nú er fyrirhugað að fyrstu skrefin í þessu samstarfi verði stigin þegar í ársbyrjun 1979 eins og samkomulag náðist um á leiðtogafundi, sem haldinn var dagana 4.—5. desember sl. í Brussel. Mál þetta er ekki nýtt af nálinni og er í þessari grein ætlunin að segja nokkuð frá viðleitni Evrópuþjóða undanfarin ár og áratugi til að koma á samræmdu gjaldeyriskerfi og peningabandalagi og útskýra, hvað við er átt með slíku samstarfi og hvað það hefði í för með sér. í upphafi verður í stuttu máli rakin saga þessa máls, en hún er þegar orðin alllöng og á sér ýmsar forsendur, en áður en greíninni lýkur verður með nokkrum orðum reynt að meta hugsanleg áhrif þessarar þróunar fyrir íslendinga og hvort ástæða sé til þess fyrir íslensk stjórnvöld að gefa þessum málum gaum. Sögulegur aðdragandi í augum þeirra manna, sem harðast börðust fyrir samvinnu Evrópuþjóða eftir síðari heimsstyrjöld, stofnun Efnahagsbandalags Evrópu ( og fyrir- rennara þess, Kola- og stálbandalags Evrópu og raunar einnig varnarsamtaka Evrópu, sem aldrei urðu þó að veruleika) var gjaldeyrisbandalag ríkj- anna (European Monetary Union) eðlilegur áfangi á leiðinni í átt til Sameinaðrar Evrópu, efnahags- legs og pólitísks samruna ríkja Evrópu. I kenn- ingakerfi þessara manna, en fremstan í hópi þeirra er eflaust rétt að telja Frakkann Jean Monnet, tekur peningabandalagið við af sammarkaði vinnuafls og fjármagns í samstarfskeðju, er hefst með fríverslunarsamstarfi, síðan tollabandalagi og sammarkaði, en lýkur með algjörum efnahagsleg- um samruna og pólitískri sameiningu. Áhrifin flæða m.ö.o. úr einum geira efnahagsstarfsem- innar til annars, þar til fullum samruna er náð. Efnahagsbandalagsríkin stukku yfir fyrsta þrep- ið í þessari þróun og komu á bandalagi, þar sem komið var á sameiginlegum ytri tolli samhliða niö- urfellingu innri tolla og jafnframt sett á laggirnar sameiginleg landbúnaðarstefna. Unnið hefur verið að sameiginlegri stefnumótun á hinum ýmsu sviðum síðan, t.d. orkustefnu, iönaðarstefnu og stefnu ífiskveiðimálum með misjöfnum árangri, en samkvæmt ráðagerðum Monnets og fylgismanna hans er röðin fyrir löngu komin að gjaldmiðlinum. Aðrir aðilar, sem ekki höfðu pólitíska samein- ingu að endanlegu markmiði, eins og t.d. stjórn Frakklands á síðari hluta síðasta áratugs höfðu fullan áhuga á peningabandalaginu, þegar hér var komið sögu til að vinna gegn þeim mikla óstöðug- leika, sem færst hafði yfir gjaldeyrismarkaði í kjöl- far þess að Bretton Woods gjaldeyriskerfið var að leysast upp og dollarafóturinn undir því að bresta. Þessi óróleiki olli erfiðleikum og óvissu í alþjóða- viðskiptum og útflutningsframleiðslu margra landa og gróf jafnframt undan hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu EBE, sem er hliðholl frönskum bændum, en stefna þessi byggist mjög á stöðugu gengi viðkomandi gjaldmiðla eigi hún að ná markmiðum sínum. Óstööugleikinn á gjaldeyris- mörkuðunum, sem var að miklu leyti upprunninn utan Evrópu hafði óheillavænleg áhrif á utanríkis- 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.