Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 39

Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 39
nokkuð á því í hve ríkum mæli vinnumarkaðir og fjármagnsmarkaðir eru í raun sameiginlegir. Þaö er Ijóst af því sem hér er sagt að mikils er krafist af einstökum ríkjum, þegar til peningalegs bandalags er stofnað og ekki að undra þótt póli- tískur ágreiningur sé um, hvort rétt sé að láta af hendi þau hagstjórnartæki, sem hér um ræðir, þegar ávinningurinn af samstarfinu er e.t.v. ekki auðsær. Það leiðir svo næstum því af sjálfu sér að yfirseölabanki sá, sem hér kæmi til sögunnar, og aðrar sameiginlegar stofnanir veröa, að lýðræðis- legri hefð, í Evrópu að lúta þingræðislegri stjórn og kemur þá til skjalanna Evrópuþingið, sem þá hlyti að fá meiri völd en áður, eins og raunar mun fyrirhugað í framhaldi af því aö upp verða teknar beinar kosningar til þess á næsta ári. Það er forsenda þess að peningabandalag fái staðist til lengri tíma að verðbólga í aðildarríkjun- um sé því sem næst hin sama. Mishátt verðbólgu- stig skapar fyrr eða síðar þrýsting á myntir þeirra ríkja, þar sem verðbólga er meiri, og verður um síöir óhjákvæmilegt að gera þar leiöréttingu með breytingu á gengi. Þessi sannindi skapa Evrópu- þjóðunum nú vissa erfiðleika í fyrirætlunum sínum, því fast peningabandalag ríkjanna færi fljótt út um þúfur haldist núverandi verðbólgustig í hverju landi óbreytt. Ráðagerðirnar 1969 — Werner- nefndin Á árinu 1969 voru í aðalatriöum tvær hugmyndir ráðandi um hvernig peningabandalagi Evrópu- þjóðanna skyldi komið á. Annars vegar voru Frakkar (með stuðningi ítala og Belgíumanna), sem töldu auðveldast að lýsa einfaldlega yfir því að gengi þátttökuþjóða yrðu eftir vissan tíma inn- byrðis óbreytt og að því gefnu myndu önnur skil- yrði vel heppnaðs samstarfs verða að uppfyllast því sem næst sjálfkrafa. Hins vegar voru Þjóðverjar (með fulltingi Hol- lendinga og flestra hagfræðinga, sem létu sig málið varöa), en þeir töldu óhjákvæmilegt að samhæfa fyrst efnahagsstefnur og -stofnanir í að- ildarríkjum og uppfylla önnur skilyrði bandalags- ins, áöur en gengin yrðu innbyrðis fest í sessi. Allt annað myndi leiða til málamyndabandalags, sem ekki ætti sér langra lífdaga von. Nefnd sú, sem fékk það verkefni að gera tillögur um hvernig bandalaginu skyldi komið á, Werner- nefndin svonefnda, reyndi að jafna þennan ágreining og stakk upp á því að bandalaginu yrði komið á í þremur þrepum og að einstök ríki mættu breyta gengi sínu þar til síðasta þrepinu væri náð 1980. í fyrsta lagi átti að þrengja þau mörk, sem mynt þátttökuþjóöánna væri frjálst að fljóta innan. í öðru lagi átti að samræma efnahagslega stefnu- mörkun aðildarríkjanna og koma á fót allstórum sameiginlegum gjaldeyrisvarasjóði til að hamla gegn skammtíma greiðslujafnaðarerfiðleikum. Og í þriðja skrefinu átti að koma á hreinræktuðu gjaldeyrisbandalagi byggðu á þeim atriðum, sem að ofan hefur verið lýst um slíkt bandalag. I samræmi við álit nefndarinnar var ákveðiö snemma á þessum áratug að hrinda í framkvæmd fyrsta áfanga samstarfsins og þrengja gengis- breytingamörk þátttökuþjóðanna. Or þessu varð það fyrirbæri sem í daglegu tali er kallað „snákur- inn“ og enn fyrirfinnst, en lengra komust áformin ekki í þetta sinn. Fjölmargar ástæður má tína til fyrir því að svo fór. í fyrsta lagi urðu miklar hræringar í alþjóða- viðskiptum og gjaldeyrismálum á árunum 1971—73, sem enduðu með því að upp var tekiö alþjóðlegt flotgengiskerfi. Þetta hlaut óhjákvæmi- lega að hafa áhrif á áform Evrópuþjóðanna. Olíu- kreppan og efnahagssamdrátturinn í kjölfar hans settu hér einnig strik í reikninginn. í öðru lagi var efnahagur þjóðanna svo ólíkur að þær voru sennilega ekki búnar undir svo róttækar breytingar, sem peningabandalaginu hefðu fylgt. í þriðja lagi má nefna að peningabandalagið er miklu stærra skref í átt til framsals efnahagslegs fullveldis í hendur alþjóðlegrar stofnunar en þau sem áður höfðu verið stigin og erfitt fyrir þjóðríki nútímans að gera slíkar ráöstafanir umyröalaust. Loks má nefna að samsteypa þeirra afla, sem studdu peningabandalagið 1969 var mjög ótraust, þar sem fyrir þeim vöktu ólík markmið og ólíkir hagsmunir lágu að baki. Ekki var liklegt að þessir aðilar gætu náð samkomulagi hávaðalaust um hve langt ætti að ganga í átt til framsals efnahags- ákvarðana í hendur alþjóðlegra stofnana. Áform næstu mánaða I því peningakerfi, sem hugmyndin er að stígi sín fyrstu skref í byrjun næsta ár, er ekki ætlunin að ganga jafnlangt og ákveðið var 1969, þótt hrein- ræktað bandalag af þeirri gerð sem lýst hefur verið að ofan sé engu að síður langtímamarkmið margra sem að málinu standa. Það sem nú er á döfinni eru fyrst og fremst að- gerðir til að treysta innbyrðis gengi evrópskra gjaldmiðla. Tekið verður upp fastgengiskerfi milli þessara mynta til að byrja með, en þó ekki með óbreytanlegu gengi, heldur verður heimilað að breyta skráningu einstakra mynta þegar knýjandi aöstæöur krefjast líkt og heimilt var í Bretton Woods kerfinu. í framkvæmd verður um útvíkkun á núverandi samstarfi sex þjóða (Vestur-Þýskalands, Benelux, Danmerkur og Noregs) að ræða meö þátttöku fleiri þjóöa og fastari reglum. Víst er talið að Frakkar og Irar taki þátt í ,,stórsnáknum“ og líklegt talið að (talir verði einnig með, en Bretar munu að líkindum sitja hjá til að byrja með a.m.k. Talað er um að gengisbreytingarmörkin verði 2,25% í hvora átt eins og í núverandi ,,snák“, en Italir hafa vegna 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.