Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 40
verðbólguvanda síns og lakrar stöðu lírunnar hvatt til þess að þessi mörk verði víöari. Þá verður komið á laggirnar stórum gjaldeyris- varasjóði, sem á að nema 20% af varasjóðum þátttökuríkjanna í gulli og dollurum eða um 25 milljörðum nýrra evrópskra reikningseininga, ECU (European Currency Unit). Þá hefur verið rætt um að út verði gefnir aðrir 25 milljarðar þessara ein- inga sem ásamt öðru fé sjóðsins verði varið til að styrkja þær myntir sem lakast standa að vígi og jafna óeðlilegar gengissveiflur. Hin nýja eining verður ekki nýr gjaldmiðill, a.m.k. ekki fyrst í stað, heldur einungis reikningsleg bókhaldseining. Verðmæti hennar verður hverju sinni reiknað sem vegið meðaltal af gengi þátttökuríkjanna í sam- starfinu. Ýmislegt fleira er á prjónunum í þessu samstarfi, sem óþarft er að rekja hér. Ljóst er að með því að stefna í átt til hreinræktaðs peningabandalags stefna Evrópuríkin hærra í samvinnu sinni en þau hafa áður gert. Hvort það mark næst skal ósagt látið, en virðist þó harla ólíklegt sé miðað við þá Veizlusalir Hotels Loftleióa standa öllum opnir HOTEL LOFTLEIÐIR erfiðleika sem óhjákvæmilega eru í veginum og þær stórpólitísku ákvarðanir, sem taka verður. ísland og peningabandalagiö Sé málið skoðað frá sjónarhóli Islendinga virðist greinilegt að þátttaka í þessu samstarfi kemur ekki til greina fyrir okkur. Nægir þar að nefna að sú verðbólga sem hér ræður ríkjum og óstöðugt gengi sem er fylgifiskur hennar gera það gersam- lega ókleift. Burtséð frá því eru efnahagsleg rök þau sem við eigum með hinum þjóðunum, þ.e. hátt hlutfall viðskipta þeirra innbyrðis, ekki við hér, þar sem mjög mikill hluti okkar viðskipta er við Bandaríkin eða skráður í dollurum og minni hluti við Evrópulönd. Einnig er þess að geta, að ólíklegt er að pólitísk samstaða mundi nást hér um slíka þátttöku vegna þess framsals hagstjórnartækja sem því fylgdi, jafnvel þótt vænta mætti bætts efnahags fyrir vikið. Engu að síður er full ástæða fyrir íslendinga til að fylgjast rækilega með þróun þessara mála og gera sér grein fyrir hverja þýð- ingu þau kunna að hafa. Leitið ekki langt yfir skammt. Ef efna á til árshátið- ar, samsætis, afmælisveizlu, brúðkaups eða mann fagnaðar af einhverju tagi. eru likurnar mestar fyrir þvi, að ,,HOTEL LOFTLEIÐIR" hafi húsakynni, sem henta tilefni og væntanlegum fjolda þátttakenda. ..HÓTEL LOFTLEIÐIR ' býður fleiri salkynni, sem henta margvislegri tilefnum en nokkurt annað sam- komuhús á landinu Allir hafa heyrt um VÍKINGASALIIMN, sem tekur 200 rnanns og KRISTALSALINN, sem er tilvalinn fyrir 1 70 manns, en auk þess eru i hótelinu ýmsir aðrir, minni salir, sem henta samkvæmum af ýmsum stærðum. FELAGASAMTOK, sem undirbúa ARSHATIÐIR sinar á næstu vikum. ættu að hafa samband við skrifstofu HÓTELS LOFTLEIÐA — sími 22322 — sem fyrst, þvi að ef að vanda lætur. FA FÆRRI INNI EN VILJA 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.