Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 46
stiornun Hvernig á atvinnurekstur að miðla boðum um hlutverk sitt í þjóðfélaginu? Ræða eftir C. North- cote Parkinson, sem hann hélt á 26. þingi Alþjóðaverzlunar- ráðsins í Flórída í byrjun október sl. Nánast allsstaðar búa atvinnurekendur við andstætt al- menningsálit, þar sem sjónvarp og dagblöð draga upp dapurlega mynd af atvinnurekstri. Þetta á kannski ekki að öllu leytí við í Bandaríkjunum, en í Evrópu, þar sem ríkisstjórnir eru annaðhvort sósialískar eða undir sós- ialískum áhrifum, er þetta nánast viðtekin venja. Hvar- vetna er gengfð út frá því að kjörnir stjórnmálamenn og launaðir embættismenn hafi tiltöiulega háleitar hugs- anir og vinni að almannaheill. Jafn sterk er hin trúin, að atvinnurekendur hafi aðeins eitt leiöarljós: eigin hagnað. Viðtekin, vinstri sinnuð þjóðfélagsskoðun byggir á því, að atvinnurekendur séu ógnun, sem haldið sé í skefjum að nokkru leyti af prófessorum, blaðamönnum og sjónvarpsskýrendum með háleit markmið. Fjölþjóðafyrirtaeki eru oft eftirlætis skotmark skamm- anna, vegna þess að við hina vondu hagnaðarleit bæti þau þeim glæp að horfa út yfir ríkjalandamæri og sjá heiminn sem eina heild. Prófessorar skýra fyrir stúdent- um eigingjörn markmið iðnreksturs, stúdentarnir verða kennarar sem skýra sömu kenningu fyrir nemendum sínum. Unglingar hverfa úr skóla án snefils vitundar um gang atvinnulífsins. Þeim finnst, að þjóðfélagið muni hugsa um þá og hafa enga raunverulega þörf fyrir að hugsa um sig sjálfir, en hafa fastmótaðar hugmyndir um réttindi sín, en aðeins óljósan grun um skyldurnar. Kenningar um efnahagsmál þekkja þeir lítið og iðn- rekstrarveruleika alls ekki. Að þessu fólki beina vinstri hugmyndafræðingarnir hlutdrægum boðskap sínum. Hikandi viðbrögð Þótt forystumenn í iðnrekstri hafi einhverja hugmynd um fjandsamlegt almenningsálit, hafa viðbrögð þeirra verið hikandi, hæg og stundum beinzt í ranga átt. Venjulega vita þeir af nauðsyn þess að miðla upplýsing- um og skoðunum til starfliðs síns og hluthafa, en hafa sjaldan séð þörfina á að miðla þeim til almennings. Komi upp sérstakir erfiðleikar birtast þeir stundum á sjón- varpsskerminum, oft án þess að bæta málstað sinn. Þegar árásin á okkur er hafin, er orðið of seint að halda fram sakleysi okkar. Það sem fólk man eru rökin gegn okkur. Ástæðan er ekki sú, að við stóðum okkur illa á blaðamannafundinum, þótt það sé gryfja, sem auðvelt er að falla í, heldur sú, að við sáum ekki fyrirog gerðum ekki ráðstafanir til þess að ekki kæmi til almennrar hneyksl- unar. Það sem okkur skorti var stefna í almannatengsl- um, sérstök áætlun til að skýra sjónarmið okkar á hverjum tíma. Ekki er erfitt að skilja þennan stefnuskort. Skipulagning nútíma atvinnufyrirtækis er erfitt verkefni með margar flóknar hliðar. Ríkisafskipti í mörgum myndum gera það ekki einfaldara. Þar má nefna óljóst orðaða löggjöf og kröfur um flæði tölfræðiskýrslna. Iðn- frömuðurinn hefur nóg að gera án þess að taka sér það viðbótarverkefni að útskýra rekstur sinn fyrir almenningi, en hið sorglega er, að þessi vanræksla kann að verða dýrkeypt. Þótt hann geri sér ekki grein fyrir því, þarfnast hann sérfræðings í almannatengslum. Æðstu stjórnendur beztu talsmenn Hin frábæra bók Roberts Townsend ,,Up the organi- zation" (,,Upp með fyrirtækið") hefur ef til vill haft áhrif á ýmsa atvinnurekendur. Áhrifin voru enn meiri, vegna þess að hinn gáfaði höfundur hennar hafði reynslu af atvinnulífinu á hæsta stigi, sem er annað en segja má um hugmyndafræðingana, sem hafa þekkingu sína aðeins frá öðrum. Undir fyrirsögninni „Afnám almannatengsla- deildarinnar" heldur Townsend því fram, að slík deild sé sóun á tíma og peningum. Við sérstakar aðstæður, segir hann, eru beztu talsmenn fyrirtækis æðstu stjórnendur þess, mennirnir, sem raunverulega vita um hvað þeir eru að tala. Hann nefnir dæmi, sem sýna hvernig hann sjálfur fékkst við þetta vandamál eða hitt, sýnir, að hann þurfti ekki á ráðgjöf að halda og að almannatengslamenn hefðu verið honum til trafala eingöngu. Þetta kann allt að hafa verið rétt hjá Avis bílaleigunni, þegar Robert Townsend var forstjóri þar, en við verðum að muna, að hann er mjög sérstæður maður. Það er einstakt, að for- stjóri með árangursríkan feril skrifi metsölubók um stjórnun, við þurfum ekki að efast um það, að hann hafi valdið almannatengslavandamálum sínum, en hvað hafa margir aðrir atvinnurekendur þessar samtengdu gáfur? i mesta lagi fjórir eða fimm. Meðalforstjóri þarfnast ráð- gjafa um almannatengsl og ekki aðeins, þegar vanda- málið er komið upp. Hann þarfnast slíks manns í stjórn 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.