Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.12.1978, Qupperneq 47
fyrirtækisins, ekki til þess aö svara gagnrýni, heldur til þess að fyrirbyggja að hún þurfi að koma upp. Það er sjaldgæft, að kynnast manni, sem bæði getur rekið og útskýrt flókið atvinnufyrirtæki. I bók sem Nigel Rowe og ég gáfum út í fyrra sögðum við: ,,Maður sem er sérfræðingur í stjórnun, kann að vera skussi í að útskýra málstað sinn. Góður vilji og einlægni er ekki nóg. Sú var tíðin, að forstjóri gat búist við vissri virðingu annarra atvinnurekenda, embættis- manna, blaðamanna og þó enn fremur frá eigin starfsmönnum. Hann erfði hluta af þeirri tegund virð- ingar, sem verkamaðurinn í gamla daga sýndi héraðs- höfðingjanum. (viðurvist hans voru gestir hans fámálir og hikandi og menn hans tóku ofan fyrir honum. En hver kynslóð sem líður, færir okkur fjær landbúnaðar- þjóðfélaginu. Ábyrgðarkennd okkar veikist stöðugt og sama er að segja um virðingu fyrir aldri og reynslu. Eitt sinn var því slegið föstu, að reynsla og aldur leiði til vizku, en nú sláum við því föstu, að aldur geri menn úrelta, að reynsla roskna mannsins eigi ekki við vandamál nútímans. Enn má segja, að þeir séu til meðal æskunnar nú, sem beinlínis hafa fordóma gegn gömlum vegna aldursins. Þeirra skoðun er, að það sem er gamalt hljóti að vera rangt, og maður með heldri manna fas hljóti að vera þröskuldur framfara. Talsmenn iðnrekstrar þurfa að yfirstíga hindrun. Það er kannski hlustað á þá, en óverðskuldað verður ekki klappað fyrir þeim." (C. Northcote Parkinson and Nigel Rowe, Communicate: Parkinson’s Formula for Business Survival, Prentice-Hall, London 1977) Boðmiðlun krefst umhugsunar Boðmiðlun er erfitt verk og því er rétt, eins og sagt er í hernum, að skipta henni í auðveld skref. Við búum yfir einhverju, sem við þurfum að miðla til ákveðins hóps. Það kann að vera eitt af fernu: tilfinning, upplýsingar, hugmynd eða loks fyrirmæli eða skipun. Það getur einnig verið fleira en eitt af þessu eða það allt, og svo er oft. Tilfinningin gæti verið um yfirvofandi neyðarástand, svo sem eins og í tilkynningunni: ,,Verði vinna ekki tekin upp næstkomandi mánudag, verður verksmiðjunni lokað, og öllum þeim sem nú eru á launaskrá sagt upp frá síðasta föstudegi." Upplýsingar kunna að eiga erindi til stærri almannahóps, s.s. þegar það er upplýst, að fyrirtæki hafi eignazt aðalkeppinaut sinn. Sennilegt er, að hugmynd sé flóknari, s.s. eins og, að fyrirtæki ætli að víkka út starfs- grunn sinn eða nýta aukaafurð, sem hingað til hefur verið talin úrgangur. Fyrirmæli eru t.d. gefin til að koma í veg fyrir, að starfsmenn leggi bílum sínum þannig að það hindri aðkomu vörubíla. Öll þessi boðmiðlun, sem er einföld í sjálfu sér, krefst verulegrar hugsunar og hæfni. Tilgangurinn verður að vera Ijós, skilgreina verður þann hóp, sem ná á til, nota verður þann skoðanamiðil, sem heppilegastur er og loks verður að vanda orðaval. Árangur í boðmiðlun byggist fyrst af öllu á óskinni um að miðla boðum. Auðvelt er, að flækja málið með öðrum og óviðkomandi markmiðum: Ósk um að ná virðingu, þrá til að sýnast snjall eða löngun til að gera hluti dularfulla eða láta þá sýnast mikilvæga. Góð boðmiðlun byggist á því að gleyma öðrum mark- miðum og reyna umfram allt, að útskýra nákvæmlega hvað við ætlum eða viljum. Fernt er undirstaða árangurs: ímyndunarafl (sem er mikilvægast), myndun trausts, skilgreining tilgangs og val á stíl. Hvert þessara atriða verður að athuga sérstaklega. Áheyrendur hafa áhuga á sjálfum sér ímyndunaraflið er mikilvægast vegna þess, að upp- hafsátakið verður að vera að sjá fyrir sér fólkið, sem við ætlum að hafa áhrif á. Það er gagnleg regla í ræðu- mennsku að tala, a.m.k. í byrjun, um það sem áheyrendur hafa áhuga á, og hvað er það? Svarið er, að áheyrendur hafa einkum áhuga á sjálfum sér. Séu þeir arkitektar, getum við gengið út frá því, að þeir hafi áhuga á arki- tektúr, séu þeir íbúar í Dallas eða Brussel drögum við þá ályktun, að þeir hafi sameiginlegan áhuga á borginni, sem þeir búa í. Sérhver áheyrendahópur hefur sín eigin einkenni. Eru viðstaddir einkum konur eða karlar, ungir eða gamlir? Hvaða dagblað lesa þeir? Á hvaða íþróttum hafa þeir áhuga? Fara þeir í kirkju og ef svo er, þá hverja? Boðmiðlun verður að höfða til raunverulegs fólks, ekki til meðalmannsins, vegna þess, að raunverulegt fólk er aldrei meðalfólk. Þegar við höfum skilgreint viðtakendur, getum við athugað samsetningu hópsins og þar með fært boðskap okkar í viðeigandi búning. Þegar hæfur stjórnandi hefur verið nokkur ár í sama starfi þekkir hann áheyrendur sína og veit nákvæmlega hvað mikið á að segja þeim og hvernig. En hreyfanleiki er einkenni nú- tímans. Stjórnandinn er oft nýr í starfi og nýr í hérað- inu. Þetta skiptir engu, svo framarlega sem almanna- tengslafulltrúinn hafi verið þar lengur, og jafnvel þegar hann er nýr líka, getur hann varið öllum tíma sínum til þess að athuga viðfangsefnið, sem er aðeins eitt af tutt- ugu þeirra, sem stjórnandinn verður að hafa vald á, og áreiðanlega ekki efst á listanum. Samt þarf ímyndunarafl til þess að geta sett sig í spor annars manns og metið hver viðbrögð hans verði við boðmiðlun, sem er formuð í ákveðnum tilgangi og orðuð á ákveðinn hátt. Aflað trausts Næsta viðfangsefni okkar er myndun trausts. Við verðum að afla trausts. Við getum ekki beðið fólk um að 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.