Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.12.1978, Qupperneq 59
Nýjar vélar til framleiðslu á niðurfallsrörum Litið inn hjá Ósplasti h.f., sem er að hefja starfsemi sína að nýju í Iðngörðum á Blönduósi. Efst í þorpinu á Blönduósi stendur 4000 fermetra skemma, sem kölluð er Iðngarðar. I fjórð- ungi þess húss hefur búið um sig fyrirtæki er nefnist Ósplast h.f. Frjáls verslun hitti þar fram- kvæmdastjórann Þorstein Hún- fjörð. — Það sem við erum að gera hér, sagði Þorsteinn, — er að við erum að reyna að byggja á gömlum rústum. Þetta fyrirtæki hefur verið til frá 1971, en í upp- hafi var verið að framleiða ýmsar umbúðir, bakka, neftóbaksdósir og þess háttar. Þá átti fyrirtækið sprautuvélar sem voru seldar síð- ar til Reykjavíkur. — Frá því 1977 höfum við verið að berjast við að fá til landsins nýjar vélar, sem við erum að prufukeyra þessa dagana. Vélarn- ar keyptum við nýjar frá Þýska- landi, en það er fjárfesting upp á 70 milljónir. I þessum vélum fram- leiðum við niðurfallsrör í stærðum frá 40—110 millim. en það er hægt að stilla á ákveðnar stærðir allt þar á milli. Við eigum möguleika á að framleiða 8 tommu rör, en þá yrð- um við að fá stúta sér. Þá erum við að framleiða hér plastfilmu í hólk, sem notuð er í plastpoka. Við skil- um efninu í rúllum, en þá á eftir að hluta efnið sundur, loka botninum, forma haldið og prenta á pokana. Þröskuldar í kerfinu — Það hefur verið löng og ströng barátta aö fá þessar vélar hingað, sagði Þorsteinn. — Fyrst og fremst hefur staðið á lánafyrir- greiðslu, en það hafa sífellt fundist einhverjir þröskuldar í kerfinu. Svo er ekki séð fyrir alla erfiðleika enn. Mér finnst þessi tilraunavinnsla sem viö stöndum í þessa dagana ganga illa. Hins vegar segir okkur þýskur maður sem er hér að kenna okkur á vélarnar, að gangurinn sé eðlilegur í þessu. Hann hefur verið hér í 3 vikur en verður 6 vikur alls til að kenna okkur meðferð vélanna. — Stærstu aðilarnir að þessu hlutafélagi eru hreppurinn, kaup- félagið og trésmiðjan Fróði h.f. Svo eiga um 100 einstaklingar minni hluti. Hlutafé var aukið ný- lega er hreppurinn lagði fram 10 milljónir. Það er mikill vilji fyrir því hjá hreppsnefndinni að koma þessu fyrirtæki vel á legg. Svona framleiðsluiðnaður hefur yfirleitt gengið hér illa, ef frá er talið Pólarprjón. En við sættum okkur ekki við að þessi fyrirtæki verði alltaf undir. Það hlýtur að vera hægt að láta þau ganga. — Þetta húsnæði byggði hreppurinn til að leigja eða selja iðnfyrirtækjum, sagði Þorsteinn. Þetta er stálgrindaskemma sem við eiginlega byggðum inní. En það var hagkvæm lausn á hús- næðismálum okkar. Sambandið sér um dreifingu — Þegar framleiðslan er komin í fullan gang munu vinna hér 8 manns, sagði Þorsteinn. — Hins vegar getur verið að fleiri bætist viö ef framleiðsla verður aukin. Það verður unnið á 3 vöktum og verða tveir á vakt. Tveir verða svo í dagvinnu við ýmis aðstoðarstörf. Ætlunin er að vinna úr einu tonni af hráefni á sólarhring, sem við sjáum fram á að séu of lítil afköst nú þegar, því við getum selt meira. Við bara reiknuðum með of litlum markaöi þegar viö geröum áætl- anir um verksmiðjuna. Það er allt útlit fyrir að Sambandið taki að sér dreifingu á framleiðslu okkar, sem er mjög hagstætt fyrir okkur. Úti á landi er maður svo illa settur með dreifingu að það er óhugsandi annað en að vera inni í einhverju kerfi. — Það má segja, sagöi Þor- steinn að lokum, — að það séu ótal Ijón á veginum ennþá. En hins vegar neita ég að trúa öðru en að þetta gangi núna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.