Frjáls verslun - 01.12.1978, Page 61
og afköst um 700 tonn á sólar-
hring. Um 30 manns af staðnum
hafa haft atvinnu af þessari
endurnýjun og við væntum þess
að verksmiðjan eigi enn fremur
eftir að hafa örvandi áhrif á at-
vinnulíf hér.
Stórt átak í
hafnargerð
— Ef við snúum okkur þá að
helstu verkefnum sveitarfélagsins,
sagði Lárus, — þá vil ég nefna þrjú
meginverkefni, hafnargerð,
stækkun skólahúsnæðis og lagn-
ingu slitlags á götur. í hafnargerð
höfum við í ár verið að reka niður
110 metra langt stálþil og dýpka
höfnina. Hefur verið dælt um
70—80 þúsund rúmmetrum úr
henni. Nýi kanturinn verður ætl-
aður sem viðlegukantur fyrir tog-
arann og loðnuskiþ. Hann liggur
meðfram verksmiöjuþrónum, svo
hagkvæmt ætti að vera að landa
þar. Á tveimur árum hafa nú farið
160 milljónir í hafnargerð hér, sem
er nokkuö stórt átak þótt hreþpur-
inn greiði aðeins 25%. Næsta
verkefnið í hafnargerðinni verður
svo að koma fyrir grjótgarði til
varnar sandburði inn í höfnina.
Slitlag komið á 70%
af götum
— í sumar hefur verið unnið að
stækkun skólahúsnæðis hér.
Húsið var byggt 1958 og hefur ekki
verið stækkað fyrr. (nýja hlutanum
verða aðallega sérkennslustofur,
fyrir kennslu í handmennt, tónlist,
eðlis- og efnafræði og matreiðslu.
Þá verður þar aukin aðstaða fyrir
kennara. Þessi stækkun var orðin
mjög aðkallandi, enda hafði hún
staðið til lengi.
— Þá hefur verið unnið við
lagningu bundins slitlags á 1500
lengdarmetra í aðal íbúðarhúsa-
hverfunum hérna. Er þar með
komiö slitlag á 70% af götunum.
Hreþpurinn sá um undirbyggingu
en Akureyrarbær lagði út slitlagið.
Verkfræðilegan undirbúning og
yfirumsjón hafði Fjarhitun h.f. í
Reykjavík með höndum. Næsta
verkefni á þessu sviði verður svo
að koma fyrir kantsteinum og
gangstéttum og verður stefnt aö
því næsta sumar.
Sparisjóður
Skagastrandar
Slml 4715 — SKAGASTRÖND
Sparisjóðsstj.: Björgvin Brynjólfsaon
★
Opinn mánudaga - föstudags kl. 13—16.
Símatími mánud. - föstudags kl. 17—18.
Kvöldafgreiðsla fimmtudaga kl. 20—22.
Lokað alla laugardaga.
öll almenn sparisjóðsviðskipti.
BLÖNDUÓS
HREPPUR
Verið velkomin til Blönduóss
Blönduós er fyrsti viðkomustaður á leið til
Norðurlands
61