Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 66

Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 66
ti! umrssdu Frjáls verzlun 40 ára Merkur áfangi er framundan í útgáfu þessa blaðs. í næsta mánuði eru liðin 40 ár síðan Frjáls verzlun hóf göngu sína. Það var í janúar 1939 sem Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur gaf út fyrsta tölublað þessa rits og hefur það komið út síðan með nokkrum mismunandi löngum hléum. Árið 1967 tók fyrirtækið Frjálst framtak við útgáfu blaðsins sem hefur aukið útbreiðslu sína jafnt og þétt síðan. Breytingar hafa verið gerðar á blaðinu í samræmi við kröfur tímans og ber sérstaklega að minnast útlitsbreyt- inga á sl. sumri, þegar blaðið var fyrst offsetprentað. Um hlutverk Frjálsrar verzlunar nú á dögum gilda sömu grundvallarreglur og við upphaf útgáfunnar. Þá var það að vísu stéttarblað verzlunarmanna en er nú útbreiddur málsvari frjálsra við- skiptahátta og frjálshyggju. í fyrsta tölublaðinu var hlutverki Frjálsrar verzlunar lýst á þennan veg af hálfu rit- stjórnar: „Mörgum mun þykja í stórt ráðist, að gefa út mánaðarrit eins og það, sem hér birtist. En engu verður um þokað, engu hrundið til framfara, nema bjartsýni og stórhugur sé með í verki. Þeir, sem að þessu riti standa hafa trú á því, að verzl- unarstéttin íslenzka geti haldið uppi vönduðu riti, er standi á verði fyrir hagsmunum stéttarinnar og ræði áhugamál hennar. Menntun hennar og menning er svo vel á veg komin, að varla má vansalaust teljast, að ekkert almennt verzlunartímarit hefur verið gefið hér út til þessa. Sjaldan hefir verzlunarstéttin haft meiri þörf á því en nú, að sameinast um hagsmunamál sín og standa í fastri fylk- ing gegn þeim árásum, sem á hana eru gerðar. Hún er ekki enn vöknuð til vit- undar um styrkleika sinn. En þegar að því kemur, að hver einstaklingur stéttarinnar sér það, að hans hagur er bundinn hag heildarinnar, þá mun máttur samtakanna koma í ljós. Þá mun sjást að hver einstakur verður ekki brot- inn sem mjúkur reyr. Að þessu verður að stefna áður en það er um seinan. „Frjáls Verzlun“ á að verða öflugur þáttur í því, að sameina hinar mörgu greinar stéttar- innar til varnar sínum eigin málefnum. Sérstakir flokkar í þessu landi hafa um langt skeið unnið að því að gera verzlunarstéttina tortryggilega í augum almennings og reynt að níða hana á ýmsan hátt. Þessir flokkar fara ekki leynt með það, að þeir óska einskis frekar en að útrýma mætti frjálsri verzlunarstétt að öllu leyti úr landinu. Fávíslegri stjórnmálastefna hefir aldrei verið rekin hér á landi. Hún er þeim til háðungar, sem halda henni á lofti og mun enda eins og allar stefnur, sem fara í bága við heilbrigða skynsemi. Frjáls verzlun er það, sem þjóðin þarfnast nú mest, en ekki klafabundin verzlun, mýld og tjóðruð með höftum, reglugerðum, einkasölum og allskonar óstjórn.“ Sérstök ástæða er til að gefa gaum lokaorðum þessarar greinar enda eru þau í fullu gildi enn í dag. Frjáls verzlun mun áfram berjast fyrir þeim markmið- um, sem upphafsmenn blaðsins settu því fyrir 40 árum. í tilefni af afmælinu verða birtar í fyrsta tölublaði næsta árs ýmsar greinar um almennt efnahagsástand á Islandi á fyrri tímum, höft og aðrar opinberar aðgerðir, sem hamlað hafa eðlilegum og frjálsum viðskiptum auk þess sem birtar verða ýmsar aðrar fróð- legar greinar til að rifja upp þau viðhorf, sem ríkt hafa á hinum ýmsu tímum síðan Frjáls verzlun var fyrst gefin út. 66

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.