Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Síða 8

Frjáls verslun - 01.02.1980, Síða 8
5 STORU... Ný skrifstofubygging við Holtagarða? Samband ísl. samvinnufélaga hefur nú sótt um þaö til borgaryfir- valda aö fá aö reisa skrifstofu- byggingu þeim megin við Holta- garöa sem snýr að Kleppsvegi. Ef af veröur, munu höfuðstöðvar Sambandsins þá veröa þar í fram- tíðinni. Erlendur Einarsson forstjóri hef- ur skýrt svo frá, aö þessi umsókn væri til komin af tveimur ástæöum. Annars vegar væri Sambandshúsiö viö Sölvhólsgötu fyrir löngu oröið of lítið til aö rúma allar skrifstofur Sambandsins, enda væru þær nú á a.m.k. sex stööum í borginni sem skapaöi margs konar óhagræöi. Hins vegar heföi Stjórnarráðið sýnt áhuga á því að fá Sambandshúsið keypt fyrir starfsemi ríkisstofnana, sem eru þar í aðliggjandi bygging- um. Þessari beiöni Stjórnarráösins hefði Sambandiö ekki getað svarað nema meö því móti að ganga fyrst úr skugga um þaö, hvort fáanleg væri lóö fyrir nýtt framtíðaraðsetur þess í Reykjavík. Aukinn saltfiskútflutn- ingur Heildarverömæti útflutts saltfisks á síöasta ári er áætlaö um 32 mill- jaröar króna. Til samanburðar má geta þess aö viö fluttum út saltfisk fyrir 18 milljarða áriö 1978. Þaö eru einkum tveir þættir sem skýra þennan mun, annars vegar aukiö magn og hins vegar veröhækkun á dollar um 20%. Þetta kom fram í viðtali viö Tómas Þorvaldsson for- mann Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda í tímaritinu Sjáv- arfréttum. Tómas sagöi aö framleiðslan hefði veriö 41.500 tonn á árinu 1979 sem er um 1.500 tonna aukn- ing frá árinu áöur. Birgðir í árslok væru um 600 tonn af blautverkuð- um saltfiski en 1.000 tonn af þurrk- uðum saltfiski. Birgðir í árslok 1978 hefðu veriö 4.500 tonn af blaut- verkuöum saltfiski og 1.250 tonn af þurrkuðum. Á síðasta ári varö útflutningur saltfisks 46.039 tonn en var á árinu 1978 39.271 tonn. Saltfiskurinn fór til hinna hefðbundnu viðskipta- landa í latneska heiminum yfirleitt, Ítalíu, Spánar og Portúgal og svo til Grikklands. Hér er um talsverða aukningu á útflutningi að ræöa sérstaklega til þriggja landa, Grikk- lands, Italíu og Spánar. Tómas sagði aö ársneyslan á saltfiski í Grikklandi væri um 8—9 þúsund tonn. Fyrir nokkrum árum hefðum viö selt þangaö um 2 þúsund tonn árlega en á síðasta ári seldum við þangað um 4.600 tonn. Á Spán fóru 8.900 tonn af saltfiski áriö 1978 en salan á síðasta ári jókst upp í 11.350 tonn. Og Saltfisksalan til (talíu jókst úr 5.400 tonnum áriö 1978 í 7.500 tonn áriö 1979. Ur reikningum inn- lánsstofnana Útlán viöskiptabankanna jukust um 57% á síðasta ári (39% áriö 1978) og hefur vöxtur þeirra fylgt verölags- og kostnaöarhækkunum, en nú er talið aö vísitala fram- færslukostnaóar hafi hækkaö um 62% frá upphafi til loka ársins. Lán endurseld Seðlabanka jukust hægar en útlánin í heild, en aukn- ing annarra lána, þ.e. svonefndra þaklána nam 64% samkvæmt þeim bráðabirgðatölum sem nú liggja fyrir. Heildarinnlán viöskiptabanka jukust um 58% áriö 1979 (49% 1978). Aukning spariinnlána nam 63% (50%) og veltiinnlána 47% (41%). Seðlar og mynt í umferö jukust á síöasta ári um rúm 30%, en þessi stærö ásamt veltiinnlánunum myndar peningamagniö. Má ætla aö aukning þess hafi numið um 49% og eru þá meðtaldar innstæö- ur fjárfestingarlánasjóöa í Seðla- bankanum svo sem venja er til. Þær námu 7,3 milljörðum króna um ára- mótin og höfðu aukist um 4,3 mill- jaröa króna. Aö þeim frátöldum hefur peningamagnið aukist um 42% á nýliðnu ári. Heimilið ’80 Almenna sýningin Heimiliö '80 veröur haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 22. ágúst til 7. september. Veröur þetta sýning á öllu því sem tengist heimilishaldi í víötækasta skilningi og verður því um aö ræöa fjöldamarga vöru- flokka. Á útisvæöi verður efnt til sýningar á garðyrkjuáhöldum, leik- tækjum, viölegubúnaöi, sumarhús- um, bílum og bátum svo eitthvað sé nefnt. Innan ramma sýningarinnar Heimiliö '80 veröur efnt til sérsýn- ingar á matvælum og neyzluvarn- ingi. Þar fá framleiðendur, innflytj- endur og þjónustuaðilar kjörið tækifæri til aö sýna vörur sínar og kynna gæöi þeirra. Matvælasýn- ingin hefur verið nefnd: „Borð og búr" og á henni veröa hvers konar mat- og drykkjarvörur, kex, brauð og kökur, sælgæti, niöursuðuvör- ur, krydd, bruggvörur auk þess sem veitingahúsum gefst tækifæri til aö kynna valda rétti af matseðlum sín- um. Leiga á sýningarsvæði er reiknuö í dollurum, $71 eöa $89 á fermetra inni, en $33 á fermetra á útisvæði. Sýningin verður opnuö föstudaginn 22. ágúst meö hátíö- legri athöfn og veröur opin daglega kl. 15.00—23.00. Það er Kaup- stefnan hf. í Reykjavík, sem stendur aö þessari sýningu eins og mörgum slíkum á undanförnum árum. Vöru- sýningar eru ótrúlega fjölsóttar hér á landi. Fólk lítur á þær sem kær- komna tilbreytingu. Gestafjöldi á síðustu fjórum stórsýningum Kaupstefnunnar hf„ hefur verið 65—80 þúsund á hverri fyrir sig. 8

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.