Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Page 17

Frjáls verslun - 01.02.1980, Page 17
þessar hugmyndir, eöa drög að tillögum, til þess að hafa saman- burö við skoðamr launþega og kaupmanna. Hugmyndir þessar gera ráð fyrir að opið sé til klukkan 18 daglega, en aö auki til klukkan 21 annaö- hvort eða bæði á fimmtudags- kvöldum og föstudagskvöldum. Á laugardögum verði opið til klukkan 16. Afgreiðslutíminn ætti að hefj- ast klukkan 9 eða 10 á morgnana. Greinilegt er að þessar tillögur geta notið meira fylgis en frjáls opnunartími. Magnús L. Sveins- son sagði um hugsanlegar breyt- ingar á reglugerðinni: ,,Við teljum að verslun eigi að vera sem fjöl- breytilegust og að hún skapi neyt- endum sem mestan tíma og svig- rúm til innkaupa, en samt sem áð- ur teljum við að opnunartíminn eigi að vera háður einhverjum reglum. Varðandi æskilegustu breyting- arnar á núverandi fyrirkomulagi, þá er vert að athuga hvort ekki sé rétt að hafa opið til klukkan 22 á fimmtudagskvöldum í stað föstu- dagskvölda, því það má segja, að helgin sé byrjuð klukkan 18 á föstudögum. Þá vildi ég einnig að athugað væri, hvort ekki væri mögulegt að hafa tvær til þrjár verslanir opnar öll kvöld og um helgar. Þetta gæti komið til móts við þá sem vilja versla á þessum tíma, en geta ekki notfært sér venjulegan afgreiðslutíma. Einnig má minnast á það, að verslanir eru margar hverjar lokaðar í nokkurn tíma á daginn, þ.e.a.s. í hádeginu, þegar svo margir gætu frekar not- fært sér tímann til verslunarferðar. Þessu þyrfti að breyta." Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtakanna, svaraði þessari spurningu á þennan veg: ,,Með það í huga, hve langur tími er liðinn frá setningu reglugerðar- innar þá teljum við ekki óeðlilegt að hún sé endurskoðuð og að einhverjar breytingar veröi geröar á henni með tilliti til þeirrar reynslu sem fengist hefur." Ákvæðin um opnunartímann í kjarasamningum I kjarasamningum verslunar- fólks eru ákvæði sem takmarka opnunartíma verslana frá því sem reglugerðin heimilar. Er það eðli- legt að í kjarasamningum sé getið um slíkt? Hafa veröur í huga í þessu sambandi að vinnutími verslunarfólks er með því lengsta sem gerist hér á landi. Magnús L. Sveinsson sagði: ,,Það er að vísu ekki æskilegt að í kjarasamningum séu settar hömlur á vinnutíma fólks, en við það verður ekki ráðið, þar sem það hefur sýnt sig að stjórnlaus opnunartími lengir vinnutíma verslunarfólks." Opnunartími verslana í helstu nágrannalöndunum Yfirlitið hér á eftir sýnir í grófum dráttum hvernig opnunartíma smásöluverslana er háttað í helstu nágrannalöndunum. Danmörk: Almennur afgreiðslutími er frá 6—17.30 mánudaga til föstudaga. Á laugardögum er opið til kl. 14.00. Auk þess eru heimilaðar 6 klst. á viku, sem verslun má ráðstafa á a.m.k. þrjá daga vikunnar, þó ekki laugardaga. Svíþjóð: Frjáls opnunartími, en verslanir eru almennt opnar frá 8.00 til 20.00 virka daga. Frjálst er að hafa opið á laugardögum og sunnudögum. Noregur: Mismunandi reglugerðir eftir fylkjum. Höfuðreglan er 8.30 til 17 á mánudögum til föstudaga. Einn dag í viku má hafa opið til kl. 18.00 eða 19.00, en á laugardögum er almennt opiö til 13.00. Á sunnu- dögum er lokað. Finnland: Heimilt er að hafa opið frá kl. 8—20.00 mánudaga til föstudaga, en frá kl. 8—18.00 á laugardögum. Almennt er opið frá 9—18.00 virka daga, en á laugardögum til kl. 14.00. Bretland: Misjafn opnunartími eftir versl- unargreinum. Bannað er að hafa opið á sunnudögum. Heimilt er aö hafa opið frá kl. 8—21.00 mánu- daga til laugardaga að vali kaup- manna. Frakkland: Opnunartíminn er frjáls. Þó er almennt bannað aö vinna á sunnudögum, nema á veitinga- stöðum, apótekum og matvöru- búðum. Matvöruverslanir hafa al- mennt opið frá kl. 8—13.30 og frá 16—20.00 mánudaga til laugar- daga, en frá kl. 9—13.00 á sunnu- dögum. Aðrar verslanir eru yfirleitt opnarfrá kl. 10—19.00 en lokaðar á sunnudögum. Algengt er að verslanir sem hafa opið á sunnu- dögum hafi lokað á mánudögum. V.-Þýskaland: Opið er frá 7—18.00 mánudaga til föstudaga. Á laugardögum er opið frá kl. 7—14.00. Lokað er á sunnudögum. Fyrsta laugardag í mánuöi má hafa opið til kl. 18.00. Bandaríkin: Frjáls afgreiöslutími. Þó er sum- staðar bannað að hafa opið á sunnudögum. Verslanir mega ekki taka sig saman um opnunartíma. fsland: Mismunandi eftir stöðum. j Reykjavík má skv. reglugerð hafa opið frá kl. 8—18.00, en á þriðju- dögum og föstudögum er heimilt að hafa opið til kl. 22.00. Á laugar- dögum er heimilt að hafa opið til kl. 12.00. Kjarasamningar takmarka þennan opnunartíma á þriðju- dagskvöldum og 10 laugardaga á sumrin skal verslunum vera lokað allan daginn. 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.